Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 62
Eiríkur S. Jóhannsson, nýráðinn kaupfélagsstjóri KEA. Hann er ungur, vel menntaður - og hefur ekki hlotið kaup- félagsuppeldi. Ráðning hans bendir til að KEA leggi nú mesta áherslu á styrka fjármálastjórn og tiltekt á því sviði. Þegar i„gur var 38 ára ^rnþorssyni. Aður hafði M Um af Val heitnum fimmtán ár. ^ MaS“us «0 hjá fyrirteiZ ™ KAUPFÉLAGSSTJÓRAR Bakgrunnur kaupfélagsstjóra er aö breytast. Þeir eru betur Og uppeldi hjá kaupfélagi að kom mörgum á óvart þegar KEA, langstærsta kaup- félagið á landinu og 8. stærsta fyrirtæki landsins, réð Ei- rík S. Jóhannsson, þrítugan útíbússtjóra Landsbankans á Akureyri, sem kaupféiagsstjóra. í fyrsta lagi er um utanbúðar- mann að ræða; mann sem ekki hefur fengið sitt „rétta uppeldi” hjá kaupfélögum eða samvinnuhreyfingunni. I annan stað er hann ungur, rétt þrítugur, en er engu að síður með langskólanám í rekstrarhagfræði frá Bandaríkjunum. I þriðja lagi er hann með tiltölulega litla reynslu í fyrirtækjarekstri; var aðeins búinn að gegna starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri í tæp tvö ár. Niðurstaðan er einföld: KEA hefur fengið „öðruvísi” kaupfélags- stjóra; hann er af nýja skólanum. Ekki vekur það síður athygli að þegar hann tók við starfinu lýstí hann því yfir að skoða yrði ræki- lega hvort ekki ættí að breyta KEA úr kaupfélagi í hlutafélag - gera það að háeff! Þar lægju möguleikar nýrrar fjármögnunar og vaxtar. Þess má geta að Landsbankinn er aðalviðskiptabanki KEA - og því er Eiríkur hnútum kunnugur varðandi ijármál KEA. Ráðning Eiríks beinir kastljósinu að öðrum kaupfélagsstjórum landsins. A daginn kemur að stjórnendur stærstu kaupfélaganna eru yngri og betur mennt- aðir en áður þekktist. Það er ekki lengur skilyrði fyrir starfi kaup- félagsstjóra að hafa hlotíð kaupfélagsuppeldi. Það er sótt til utan- búðarmanna í auknum mæli. Kaupfélagsstjórarnir af nýja skólan- um eru líka meiri slagsmálakarlar í viðskiptum - enda þurfa þeir að vera það; samkeppnin er miklu harðari en á árum áður. Þess má geta að Þorsteinn Pálsson, sem stýrir KA, Kaupfélagi Arnes- inga, leggur mikla áherslu á að hann sé titlaður framkvæmdastjóri en ekki kaupfélagsstjóri. I því felst ákveðinn tónn. Þorsteinn hlaut sitt uppeldi hjá Hagkaup, erkióvini kaupfélaganna, og telst því hreinræktaður utanbúðarmaður. Kaupfélögin hafa talsvert verið i eldlínunni undanfarin misseri. KEA segist ætla að herja á höfuðborgarsvæðið í smásölu. Þetta þýðir að kaupfélög muni ekki aðeins starfa í sinni sveit; landamæri hafa opnast og múrar fallið. Þá hefur einn þekktastí kaupfélags- stjóri landsins, Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagsstjóri til margra ára hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sagt upp starfi sínu - en hann læt- ur þó ekki af störfum fyrr en í lok ágúst í sumar. Kaupfélag Borg- firðinga hefur átt í erfiðleikum í rekstri. Þar á bæ ræða menn ræða um að breyta kaupfélaginu í hlutafélag - líkt og KEA-menn og fleiri íhuga af alvöru. Það eru einnig breyttír tímar hjá kaupfélögum. Núna eru að- eins 18 kaupfélög í rekstri en þau voru rúm- lega 50 þegar best lét. Þau eru færri en mörg hver hins vegar stærri. Eiríkur S. Jóhannsson, hinn nýi kaupfé- lagsstjóri KEA, tekur við starfinu af Magnúsi Gauta Gautasyni sem verið hefur kaupfélags- stjóri KEA síðustu níu árin. Magnús Gauti hefur tekið við dóttur- fyrirtæki KEA, útgerðarfélaginu Snæfelli hf. Undanfari þess var sjávarútvegsdeild KEA en fyrirtækið var stoínað á síðasta ári. Snæfell er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Hlutverk Magnúsar verður að gera þennan útgerðarrisa enn stærri og öfl- ugri. TEXTI: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir. MYNDIR: Geir Ólafsson. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.