Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 62
Eiríkur S. Jóhannsson, nýráðinn kaupfélagsstjóri KEA.
Hann er ungur, vel menntaður - og hefur ekki hlotið kaup-
félagsuppeldi. Ráðning hans bendir til að KEA leggi nú mesta
áherslu á styrka fjármálastjórn og tiltekt á því sviði.
Þegar i„gur var 38 ára
^rnþorssyni. Aður hafði M Um af Val heitnum
fimmtán ár. ^ MaS“us «0 hjá fyrirteiZ ™
KAUPFÉLAGSSTJÓRAR
Bakgrunnur kaupfélagsstjóra er aö breytast. Þeir eru betur
Og uppeldi hjá kaupfélagi
að kom mörgum á óvart þegar KEA, langstærsta kaup-
félagið á landinu og 8. stærsta fyrirtæki landsins, réð Ei-
rík S. Jóhannsson, þrítugan útíbússtjóra Landsbankans á
Akureyri, sem kaupféiagsstjóra. í fyrsta lagi er um utanbúðar-
mann að ræða; mann sem ekki hefur fengið sitt „rétta uppeldi”
hjá kaupfélögum eða samvinnuhreyfingunni. I annan stað er
hann ungur, rétt þrítugur, en er engu að síður með langskólanám
í rekstrarhagfræði frá Bandaríkjunum. I þriðja lagi er hann með
tiltölulega litla reynslu í fyrirtækjarekstri; var aðeins búinn að
gegna starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri í tæp tvö ár.
Niðurstaðan er einföld: KEA hefur fengið „öðruvísi” kaupfélags-
stjóra; hann er af nýja skólanum. Ekki vekur það síður athygli að
þegar hann tók við starfinu lýstí hann því yfir að skoða yrði ræki-
lega hvort ekki ættí að breyta KEA úr kaupfélagi í hlutafélag -
gera það að háeff! Þar lægju möguleikar nýrrar fjármögnunar og
vaxtar. Þess má geta að Landsbankinn er aðalviðskiptabanki KEA
- og því er Eiríkur hnútum kunnugur
varðandi ijármál KEA.
Ráðning Eiríks beinir kastljósinu að
öðrum kaupfélagsstjórum landsins. A
daginn kemur að stjórnendur stærstu
kaupfélaganna eru yngri og betur mennt-
aðir en áður þekktist. Það er ekki lengur skilyrði fyrir starfi kaup-
félagsstjóra að hafa hlotíð kaupfélagsuppeldi. Það er sótt til utan-
búðarmanna í auknum mæli. Kaupfélagsstjórarnir af nýja skólan-
um eru líka meiri slagsmálakarlar í viðskiptum - enda þurfa þeir
að vera það; samkeppnin er miklu harðari en á árum áður. Þess
má geta að Þorsteinn Pálsson, sem stýrir KA, Kaupfélagi Arnes-
inga, leggur mikla áherslu á að hann sé titlaður framkvæmdastjóri
en ekki kaupfélagsstjóri. I því felst ákveðinn tónn. Þorsteinn hlaut
sitt uppeldi hjá Hagkaup, erkióvini kaupfélaganna, og telst því
hreinræktaður utanbúðarmaður.
Kaupfélögin hafa talsvert verið i eldlínunni undanfarin misseri.
KEA segist ætla að herja á höfuðborgarsvæðið í smásölu. Þetta
þýðir að kaupfélög muni ekki aðeins starfa í sinni sveit; landamæri
hafa opnast og múrar fallið. Þá hefur einn þekktastí kaupfélags-
stjóri landsins, Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagsstjóri til margra
ára hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sagt upp starfi sínu - en hann læt-
ur þó ekki af störfum fyrr en í lok ágúst í sumar. Kaupfélag Borg-
firðinga hefur átt í erfiðleikum í rekstri. Þar á bæ ræða menn ræða
um að breyta kaupfélaginu í hlutafélag - líkt og KEA-menn og fleiri
íhuga af alvöru.
Það eru einnig breyttír tímar hjá kaupfélögum. Núna eru að-
eins 18 kaupfélög í rekstri en þau voru rúm-
lega 50 þegar best lét. Þau eru færri en mörg
hver hins vegar stærri.
Eiríkur S. Jóhannsson, hinn nýi kaupfé-
lagsstjóri KEA, tekur við starfinu af Magnúsi
Gauta Gautasyni sem verið hefur kaupfélags-
stjóri KEA síðustu níu árin. Magnús Gauti hefur tekið við dóttur-
fyrirtæki KEA, útgerðarfélaginu Snæfelli hf. Undanfari þess var
sjávarútvegsdeild KEA en fyrirtækið var stoínað á síðasta ári.
Snæfell er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Hlutverk
Magnúsar verður að gera þennan útgerðarrisa enn stærri og öfl-
ugri.
TEXTI: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir.
MYNDIR: Geir Ólafsson.
62