Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 80
ARKITEKTÚR
Það er alvörumál að velja rétta litinn á skrifstofuna fyrir sumarið. Fyrir miðju er
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu. Vinstra megin er Vigfús Gíslason og
hægra megin Ólafúr Már Sigurðsson, báðir sölustjórar. Veggir skrifstofunnar eru
rauðir og gulir og nú geta menn spáð í sálarástand mannanna út frá því sem við
höfum sagt hér um liti og áhrif þeirra á mannssálina. FV-mynd: Geir Ólafsson.
HAFA LITIR ÁHRIF Á
SKAP STARFSMANNA?
Svarið er:Já. Engu aö síður hefur sú litagleði, sem
ríkir á heimilum, ekki náö inn í fyrirtækin - nema
ac) mjög litlu leyti.
eð hækkandi sól færist líf í flesta.
Við tökum allt í einu eftir því að
kominn er tími til að gera breyt-
ingar á heimilinu og í fyrirtækinu. Aukin
birta leiðir í ljós að veggirnir,
sem við héldum að væru í
ágætu ásigkomulagi, eru orðn-
ir óhreinir og málningin farin
að láta á sjá. Það er augljóst að
hressa þarf upp á umhverfið og
auðveldast er að gera það með
því að grípa málningarrúlluna
og fá sér nokkrar dósir af fallegri
málningu.
En hvernig á að mála skrif-
stofuna? Flestar skrifstofur eru,
af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, í
ljósum, hvítum eða grámuskulegum litum.
Þótt litagleði hafi rikt undanfarin ár inni á
heimilunum virðist sú gleði ekki hafa náð
inn í fyrirtækin nema að
mjög litlu leyti.
En skyldi ekki allt eins
vel mega mála skrifstofuna
í fallegum, glaðlegum litum
sem hressa upp á sálartetr-
ið eins og stofuna heima?
Jú, svo sannarlega og það
sem meira er, hafa ætti í
huga að litir hafa mismun-
andi áhrif á skap fólksins
á skrifstofunni, rétt eins
og á heimilinu. Lítum á hvaða áhrif litirn-
ir hafa og veltum um leið fyrir okkur,
hvort ekki ætti að beita litatækninni innan
fyrirtækisins og ná með því fram þeim
áhrifum sem litirnir geta haft á mann-
skepnuna. Hvers vegna ekki að mála í ró-
andi, grænum lit í fyrirtæki þar sem mik-
SÁ GULIHRESSIR
Sagt er að guli liturinn sé hressandi og
endurnærandi.
ið er um að vera og fólki hættir til að finna
fyrir streitu eða í rauðum lit þar sem ekk-
ert gerir til þótt hjartslátturinn aukist
ögn?
Sagt er að guli liturinn sé hressandi og
endurnærandi og henti vel í tiltölulega
dimmum herbergjum. Appelsínugulur lit-
ur er ekki síðri og okkur hlýnar um hjarta-
ræturnar í appelsínugulu herbergi. Þess
vegna getur verið gott að mála í þessum lit
húsnæði þar sem oft er opið út og getur
gustað um starfsmennina. Rauði liturinn
örvar. Hann fær hjartað til að slá hraðar og
örvar meltinguna. Kannski væri ekki úr
vegi að kanna hvort nota mætti rauðan lit á
einhvern eða alla veggi mat- eða kaffistofu
fyrirtækisins.
Ef mikið er af myndum eða fallegum
munum sem stilla þarf fram til sýnis á
skrifstofunni er ráð að mála vegginn á bak
við þessa hluti í purpuralit eða jafnvel í
íjólubláum lit. Bláa litnum er sagður fylgja
kuldi svo gott er að nota hann á herbergi
þar sem við viljum ekki að fólk eyði allt of
miklum tíma frá vinnunni ef eitthvað er þá
að marka alla þessa litasálfræði.
Grænn Iitur er róandi, algjör andstæða
við þann rauða, og hentar vel alls staðar
þar sem streita ríkir eða mönnum hættir til
að æsa sig. Því er vel hugsanlegt að mála
fundarherbergið í grænum lit til þess að
koma í veg fyrir óþarfa árekstra á fyrirtæk-
isfundunum.
Hvitt og svart eru litir sem ekki mega
gleymast þrátt fyrir allt. Hvíti liturinn er
ágætur á herbergishluta eða innréttingar
sem við viljum draga athygli að og sama
gildir reyndar um svarta litinn. Það er því
allt í lagi að nota þessa liti með hinum þar
sem við á. En lítið nú í kringum ykkur í fyr-
irtækinu og kannið hvort ekki sé kominn
tími til að breyta um liti. Riki þar deyfð
grípið þið til sterku litanna en til þess
græna þar sem ekki skaðar að draga úr
spennunni. Aðra liti notið þið svo í bland
eftir því sem við á á hveijum stað. ffl
ABK
TEKTUR
bwm
80