Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 92
Örn Árnason ásamt einum mótleikanda sínum í Gamansama harmleiknum. Leikarinn í „fókus“ á Iitla sviðinu Gamansami harmleikurinn eftír Yves Hunstad og Eve Bonfanti í Þjóðleikhúsinu * * 1/2 Leikari: Örn Árnason Þýðandi: Friðrik Rafnsson Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson Leikmynd og búningur: Grétar Reynisson að verður að segjast eins og er: eftir fyrrnefnda tvo leiki er einleikur sá, sem Örn Arnason sýnir á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins, eins og hressandi vindblær. Gildi hans felst einvörðungu í því .............. ...........................................* að gefa góðum leikara tækifæri til að sýna list sína án allra hjálp- artækja. í sýningum þeirra Aðalsteins Bergdal og Olafs Darra bar textinn leikarann ofurliði; að því leyti er það einstaklega skemmtileg tilviljun að fá leik Arnars beint í kjölfar þeirra. Af þessum þremur er hann hinn eini, sem gefur okkur vísbendingu um þær lindir sem form einleiksins sækir lífskraft sinn í. Almennt má sjálfsagt segja, að raunverulega góður einleik- ur þurfi - eins og auðvitað allar góðar leiksýningar - að sameina þetta tvennt: gefa leikaranum frelsi til að sýna list sína og bregða jafnframt upp skáldlegri og hugtækri sýn á persónur eða sögu- og hugmyndaefni. Þannig var það t.d. í einleikjum Allans Edwall, sem fyrr er minnst á. Gamansami harmleikur- inn er sameiginlegt verk leikara og leikstjóra og ekki sérlega djúpt sem höfundarverk. Höfuðgalli hans er sá, að þar er ekki að finna dramatíska byggingu af neinu tagi; hann er aðeins leik- ræn fantasía um samskipti ímyndaðrar persónu og raunveru- legs leikara; persónan er ófyrirleitin, háðsk og áleitin - beinn af- komandi þjónanna í commedia dell'arte, spunaleikhúsinu ítalska - leikarinn hjálparvana og brjóstumkennanlegur. Þetta minni á sér vissulega heimspekilegar hliðar, eins og frægir leik- ir Pirandellos eru eitt frægasta dæmið um. En höfundar þessa texta gera lítið annað en rétt tæpa á þeim; þeir hætta sér ekki út í neina djúpköfun, og gera ugglaust rétt með því. En til hvers er þá verið að halda áhorfendum í sætum sínum í einn og hálf- an klukkutíma? Þó að Erni Árnasyni takist frábærlega vel að gera glímu leikarans og persónunnar ljósa og lifandi, breytir snilli hans ekki því, að sýningin hlýtur að verða of langdregin. Það getur einfaldlega enginn leikari haldið áhuga áhorfenda vakandi með því einu að snúast í kringum sjálfan sig í svo lang- an tíma og þá skiptir engu hvort hann heitir Chaplin, Marcel Marceau eða Örn Árnason. Rétt er að taka fram, að það er afar erfitt að gefa þessari sýn- ingu stjörnur, eins og við höfum gert hér í Frjálsri verslun síðustu mánuði. Verkið sem slíkt er varla nema upp á eina eða í hæsta lagi tvær, en leikur Arnar upp á a.m.k. þijár, ef ekki þrjár og hálfa. Því verður víst að fara milliveg og gefa sýning- unni tvær og hálfa, þó að það sé kannski ekki fyllilega sann- gjarnt gagnvart Erni. Ekkert lát á un?um leikurum Uppstoppaður hundur efitír Staffan Göthe hjá Nemenda- leikhúsinu Þýðing: Hallgrímur H. Helgason Leikstjóri: Hilmar Jónsson Leikmynd: Finnur Arnar Rót, sjónvarpsmynd, frumsýnd í Sjónvarpinu 26.4 1998. Leikstjóri: Oskar Jónasson Handrit: Óskar Jónasson og Einar Kárason Leikendur: Agnar Jón Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Björg Eyjólfsdóttír, Friðrik Friðriksson, Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttír, Iinda Ás- geirsdóttir og Sjöfn Evertsdóttir. 0að er mikill vandi að velja verkefni fyrir útskriftarhóp Leiklist- arskóla íslands í Nemendaleikhúsinu. Hlutverkin mega ekki vera allt of misvæg; verði eitthvert leikaraefnið útundan í einni sýningunni - eins og alltaf hljóta einhver brögð að vera að - er skólanum skylt að bæta því upp tapið í annarri. Frammistaða leikenda í Nemendaleikhúsinu skiptir miklu máli, ræður jafnvel úr- slitum um ffamtíð þeirra í faginu. Við vitum ofurvel, að þeir munu ekki allir geta brauðfætt sig á því, nokkur hluti þeirra á ekki aftur- kvæmt í sviðsljósið nema í mesta lagi stutta stund. Því er sú gleði, sem fylgir því að sjá nýtt hæfileikafólk stíga fram á sviðið, ætíð blandin nokkrum trega. Sú hefð hefur skapast að bjóða gagnrýnendum ijölmiðlanna á 92 Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.