Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 66
STJORNUN
og aðra með fóðurvörur til bænda, bensínstöðvar og olíusölu til
báta fyrir Esso, brauðgerð, sláturhús og kjötvinnslu. Árið 1992 var
rekstur fiskvinnslunnar aðskilinn frá rekstri kaupfélagsins með
stofnun Borgeyjar hf. I dag á kaupfélagið tæplega helming hluta-
fjár í Borgey hf. og er Pálmi stjórnarformaður.
Mjólkursamlagið var úrelt fyrir tveimur árum og síðan er
áherslan á verslun og sláturhúsarekstur. KASK rekur eitt af ijór-
um sláturhúsum landsins sem hafa ESB-vottun. Ný kjötpökkunar-
stöð var tekin í notkun haustið 1996 þar sem er lögð áhersla á út-
flutningsverkefni í dilkakjöti. Kjötvinnsla í neytendapakkningar á
erlendan markað er í þróun innan fyrirtækisins.
„Við erum í samstarfi við verslunarkeðju í Belgíu sem selur
okkar afurðir. Við njótum aðstoðar dótturfélags Islenskra sjávaraf-
urða í Frakklandi, enda er markaðsreynsla þeirra mikil í sölu sjáv-
arafurða. Eftir slátrun haustsins 1996 seldum við 76 þúsund neyt-
endapakkningar á einu ári. Við höfum ekki grætt á þessu ennþá
en við höfum skilað bændum góðu verði og öðlast dýrmæta
reynslu. Nú er ljóst að það borgar sig fyrir bændur að framleiða á
erlendan markað við hlið innlendu framleiðslunnar. Það sem á
vantar er að ná vinnslukostnaðinum niður til þess að bæta sam-
keppnisstöðuna gagnvart öðrum á þessum markaði," segir Pálmi.
Sláturhúsið tekur á móti sláturfé af mjög stóru svæði, allt frá Suð-
urlandi og upp á Hérað. Pálmi segir að sauðfjárræktin eigi í mikl-
um vanda og hann telur að útflutningur á kjöti verði lykilatriði fyr-
ir sauðfjárbændur í framtíðinni.
„Við getum ekki keppt við Ný-Sjálendingana í verði en íslenska
kjötið seljum við sem villibráð. Við erum að vinna að því að okkar
kjöt fái vistvænan stimpil. Sala á dilkakjöti í neytendapakkningum
á sérvalda markaði er eina raunhæfa leiðin til að koma á stöðugri
eftirspurn eftir íslensku dilkakjöti erlendis og þar með skila hærra
verði til framleiðenda,“ segir Pálmi.
Pálmi er kvæntur Elínu Magnúsdóttur fótaaðgerðarfræðingi og
eiga þau samtals fimm börn. Elín hefur að mestu verið heimavinnandi
í gegnum árin. „Það er eflaust ekki auðvelt að vera gift manni í svona
starfi eins og ég er í,“ segir Pálmi hlæjandi. „Starfið tekur mikinn tíma
frá fjölskyldunni og því reynir á þolinmæði eiginkonunnar.“ 33
ÞOROLFUR A SAUÐARKROKI
Hann hefur lagt þunga áherslu á sjávarútveginn í rekstri
KS - en kaupfélagið er með afar breiða starfsemi. Hann
hallast að hlutafélagaforminu sé horft til framtíðar.
aupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki, stofnað 1889, er
annað stærsta kaupfélag landsins með veltu upp á 5.3
milljarða. Þórólfur Gíslason hefúr stýrt kaupfélaginu síð-
ustu tíu árin. Hann er 45 ára gamall, fæddur og uppalinn á Reyð-
arfirði. Samvinnuprófi lauk hann frá Bifröst og stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Aður en hann réðst til Kaupfé-
lags Skagfirðinga var hann
kaupfélagsstjóri á Þórshöfn í
tíu ár.
Kaupfélag Skagfirðinga rek-
ur verslanir á Sauðárkróki, að
Ketilási í Fljótum, á Hofsósi og í
Varmahlíð. Skagafjörður er stórt
landbúnaðarhérað og rekur
kaupfélagið sláturhús, kjöt-
vinnslu, mjólkursamlag og gras-
kögglaverksmiðju til að þjónusta
landbúnaðinn. Einnig rekur kaup-
félagið fóðurstöð fyrir loðdýra-
ræktina sem er nokkuð stór bú-
grein í Skagafirði. Kaupfélagið á og
rekur bílaverkstæði, vélaverkstæði
og rafmagnsverkstæði sem þjóna
bæði kaupfélaginu og almenningi í
héraði. Síðan er kaupfélagið hluthafi
í landflutningastarfsemi eftir að það
tók höndum saman við einkaaðila í
flutningum. Stærsta rekstrareining
kaupfélagsins er í sjávarútvegi en það
á 2/3 i sjávarútvegsfyrirtækinu Fisk-
■ r /ira kaupfélagsstjon
Þórólfur Gíslason, Sauóárkróki, befur
o^iVað slórveldi í siávanitvegi-
iðjan Skagfirðingur. Uppgjör þess er inni í samstæðureikningi
kaupfélagsins. Aður átti og rak kaupfélagið Fiskiðju Sauðárkróks
sem átti frystihús og hlut í útgerð. Það var rekið í rúm 40 ár sem
hlutafélag þrátt fyrir að það væri alfarið i eigu kaupfélagsins. Fyr-
ir þremur árum var fiskvinnsla við Skagafiörð sameinuð undir
einn hatt og er nú eitt af öflugri fiskvinnslufyrirtækjum landsins.
Að sögn Þórólfs er sífellt verið að leita að nýjum tækifærum til
að styrkja stoðir í atvinnulífinu í héraði.
„I samstarfi við sveitarfélögin og Rafmagnsveitu ríkisins er
kaupfélagið að undirbúa stofnun og rekstur raforkuvers við Vill-
inganes í Skagafirði. Þetta mál er rétt að komast á skrið núna.
Kaupfélagið er ekki stór eigandi í þessu samstarfi," segir Þórólfur.
Kaupfélag Skagfirðinga er ennþá mjög bland-
að fyrirtæki sem er jákvætt, að mati Þórólfs.
„Önnur kaupfélög hafa verið að sérhæfa
sig í ýmsum greinum en við erum enn í mjög
breiðri atvinnustarfsemi. Við höfum ekki far-
ið í neina sérhæfingu nema að því leyti að
vöxtur fyrirtækisins er í sjávarútvegi. Fyrir
10 árum var hlutur sjávarútvegsins í veltu
um 10% en nú er sjávarútvegurinn um það
bil helmingur af veltunni. Einnig hefur ver-
ið aukning í mjólkurframleiðslunni. A síð-
ustu ijórum árum hefur hún aukist um
milljón lítra og hefur kaupfélagið nú um 9%
af heildarmjólkurframleiðslu landsins.“
segir hann.
Hvað varðar framtíð kaupfélagsins
segir Þórólfur að á síðustu árum hafi vægi
landbúnaðar dregist saman.
„Sauðfjárframleiðslan hefur minnkað
og því er verið að auka áherslur á öðrum
sviðum, svo sem sjávarútvegi. Fyrirtæk-
ið á rúm 10 þúsund þorskígildi í ís-
lenskri lögsögu og hefur það nærri þre-
faldað veiðiheimildir sínar á síðustu
árum. Vinnsla hefur að mestu verið í
bolfiski, rækju og skel. Við höfum mik-
inn hug á nýrri atvinnustarfsemi hér í
66