Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 18
ppákoman í Landsbanka íslands, sem endaði með því að aðalbankastjórunum þremur var bolað burtu, sýnir brýna nauðsyn þess að einkavæða ríkisbankana og ríkis- íýrirtæki almennt. Nú er lag. Með sölu ríkisbankanna yrði banka- kerfið hagkvæmara og réttlátara - því ósanngjarnt er að reka rík- isbanka í samkeppni við einkabanka. Og vilji menn koma á raun- hæfri siðbót í ríkisrekstri verður það best gert með því að draga úr umfangi ríkisins - draga úr afskiptum stjórnmálamanna af við- skiptalífinu. Aftaka bankastjóranna þriggja í starfi er með mestu tíðindum í íslensku viðskiptalífi í áratugi. Hver hefði trúað því í byrjun ársins að bankastjórar Landsbankans yrðu látnir fara vegna laxveiði og of hárrar risnu? Engir. I upphafi dymbilviku var þó ljóst að til tíð- inda var að draga. Ríkisstjórnin var að fara á taugum yfir reiði þjóðarinnar vegna málsins. Það lá í loftinu að það yrði látið til skar- ar skríða gegn bankastjórunum. Þar vógu þyngst ummæli forsæt- isráðherra um að ekki yrði skorast undan því að taka erfiðar ákvarðanir í Landsbankamálinu. Það gat varla táknað nema eitt. Það mun hafa verið á skirdag, 9. apríl, sem Halldóri Jóni Krist- jánssyni, núverandi bankastjóra Landsbankans, var boðin banka- stjórastaðan af Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra. Þegar komið var grænt ljós frá Halldóri lét Finnur til skarar skríða á annan i páskum; bankastjórarnir þrír, Björgvin Vilmundarson, Sverrir SKOÐUN: Jón G. Hauksson Hermannsson og Halldór Guðbjarnason, voru látnir taka pokann sinn. Þeir voru knúðir til að segja af sér þennan dag - sem og þeir gerðu. Strax morguninn eftirvartilkynntað Halldór Jón Kristjáns- son, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðunejdinu, tæki við sem banka- stjóri og sat hann blaðamannafund með bankaráðinu eftir hádegi þennan dag. Það verður að teljast broslegt þegar ráðamenn tala um að bankastjórarnir þrír hafi sagt sjálfviljugir upp - og enn ein- kennilegra er að heyra núverandi bankastjóra, Halldór Jón Krist- jánsson, ræða um að ráðning hans sé ekki pólitísk. Hvílík tilviljun að ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og helstí samstarfsmað- ur Finns Ingólfssonar bankamálaráðherra sl. þrjú ár skyldi fá stöðuna?!!! Reiði almennings ýtti málinu af stað. Það voru hins vegar stjórnmálaflokkarnir, sem sitja á Alþingi, sem boluðu bankastjór- unum þremur í burtu - þótt Finnur sæi um málið sem ráðherra bankamála. Það var líka í verkahring flokkanna að reka banka- stjórana; það voru þeir sem réðu þá. Bankastjórar ríkisbankanna, sem og ílestír toppembættísmenn á Islandi, hafa í áratugi verið pólitískt ráðnir. Flokkarnir hafa skipst á bitum og bitlingum, korn- ið „sínum mönnum að”. Svo verður áfram á meðan ríkisbankarn- ir eru í eigu ríkisins og flokkarnir fjarstýra þeim. Landsbankamálið veitír stjórnmálamönnum gullið tækifæri til að einkavæða ríkisbankana sem íyrst; selja þá til einstaklinga og fyrirtækja í einkageiranum. Miðað við yfirlýsingar nýráðins bankastjóra Landsbankans og stefnumörkun bankans undir hans stjórn er ekki íýrirsjáanlegt að það gerist á næstunni - þótt hann stefni að því að bankinn verði skráður á hlutabréfamarkað. Því miður virðist ríkisstjórnin hafa lagt einkavæðingu bankanna í salt! Það kemur ekki grænt ljós á sölu þeirra á næstunni. Það er sorg- legt! Sú umræða, sem komin var af stað í febrúar og mars um að selja og sameina banka, var málefnaleg og gagnleg. Um 70 tíl 80 Besta lausnin er ab rjúfa hin og selja ríkisbankana. Sú leið tryggir MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.