Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 18
ppákoman í Landsbanka íslands, sem endaði með því að aðalbankastjórunum þremur var bolað burtu, sýnir brýna nauðsyn þess að einkavæða ríkisbankana og ríkis- íýrirtæki almennt. Nú er lag. Með sölu ríkisbankanna yrði banka- kerfið hagkvæmara og réttlátara - því ósanngjarnt er að reka rík- isbanka í samkeppni við einkabanka. Og vilji menn koma á raun- hæfri siðbót í ríkisrekstri verður það best gert með því að draga úr umfangi ríkisins - draga úr afskiptum stjórnmálamanna af við- skiptalífinu. Aftaka bankastjóranna þriggja í starfi er með mestu tíðindum í íslensku viðskiptalífi í áratugi. Hver hefði trúað því í byrjun ársins að bankastjórar Landsbankans yrðu látnir fara vegna laxveiði og of hárrar risnu? Engir. I upphafi dymbilviku var þó ljóst að til tíð- inda var að draga. Ríkisstjórnin var að fara á taugum yfir reiði þjóðarinnar vegna málsins. Það lá í loftinu að það yrði látið til skar- ar skríða gegn bankastjórunum. Þar vógu þyngst ummæli forsæt- isráðherra um að ekki yrði skorast undan því að taka erfiðar ákvarðanir í Landsbankamálinu. Það gat varla táknað nema eitt. Það mun hafa verið á skirdag, 9. apríl, sem Halldóri Jóni Krist- jánssyni, núverandi bankastjóra Landsbankans, var boðin banka- stjórastaðan af Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra. Þegar komið var grænt ljós frá Halldóri lét Finnur til skarar skríða á annan i páskum; bankastjórarnir þrír, Björgvin Vilmundarson, Sverrir SKOÐUN: Jón G. Hauksson Hermannsson og Halldór Guðbjarnason, voru látnir taka pokann sinn. Þeir voru knúðir til að segja af sér þennan dag - sem og þeir gerðu. Strax morguninn eftirvartilkynntað Halldór Jón Kristjáns- son, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðunejdinu, tæki við sem banka- stjóri og sat hann blaðamannafund með bankaráðinu eftir hádegi þennan dag. Það verður að teljast broslegt þegar ráðamenn tala um að bankastjórarnir þrír hafi sagt sjálfviljugir upp - og enn ein- kennilegra er að heyra núverandi bankastjóra, Halldór Jón Krist- jánsson, ræða um að ráðning hans sé ekki pólitísk. Hvílík tilviljun að ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og helstí samstarfsmað- ur Finns Ingólfssonar bankamálaráðherra sl. þrjú ár skyldi fá stöðuna?!!! Reiði almennings ýtti málinu af stað. Það voru hins vegar stjórnmálaflokkarnir, sem sitja á Alþingi, sem boluðu bankastjór- unum þremur í burtu - þótt Finnur sæi um málið sem ráðherra bankamála. Það var líka í verkahring flokkanna að reka banka- stjórana; það voru þeir sem réðu þá. Bankastjórar ríkisbankanna, sem og ílestír toppembættísmenn á Islandi, hafa í áratugi verið pólitískt ráðnir. Flokkarnir hafa skipst á bitum og bitlingum, korn- ið „sínum mönnum að”. Svo verður áfram á meðan ríkisbankarn- ir eru í eigu ríkisins og flokkarnir fjarstýra þeim. Landsbankamálið veitír stjórnmálamönnum gullið tækifæri til að einkavæða ríkisbankana sem íyrst; selja þá til einstaklinga og fyrirtækja í einkageiranum. Miðað við yfirlýsingar nýráðins bankastjóra Landsbankans og stefnumörkun bankans undir hans stjórn er ekki íýrirsjáanlegt að það gerist á næstunni - þótt hann stefni að því að bankinn verði skráður á hlutabréfamarkað. Því miður virðist ríkisstjórnin hafa lagt einkavæðingu bankanna í salt! Það kemur ekki grænt ljós á sölu þeirra á næstunni. Það er sorg- legt! Sú umræða, sem komin var af stað í febrúar og mars um að selja og sameina banka, var málefnaleg og gagnleg. Um 70 tíl 80 Besta lausnin er ab rjúfa hin og selja ríkisbankana. Sú leið tryggir MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.