Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 84
ARKITEKTUR
Bílheimar - Ingvar Helgason: í hús-
inu eru límtrésrammar frá Límtré
hf., utanhússklæðning írá Borgar-
nesstáli. Loft eru sérhönnuð úr
steinullarplötum frá Steinullarverk-
smiðjunni. Gluggar og hurðir frá
Gluggasmiðjunni hf.
Bílheimum eru seldir bílar frá General
Motors sem lagði áherslu á að gott verk-
stæði væri á staðnum fyrir bílana. Mikið er
lagt upp úr að verkstæðið sé snyrtilegt,
flísalögð gólf og starfsmenn i hreinum
göllum, sem sagt fallegt verkstæði sem
tengist sölu nýrra og notaðra bíla.”
Þegar hannað er inn í ákveðinn kostn-
aðarramma velja menn ódýrara efni og ein-
faldari útfærslur, nema þar sem um er að
ræða sérstaka áherslupunkta, til dæmis í
tengslum við inngang í fyrirtækið. Þetta
þýðir þó ekki að sparað sé á kostnað gæða
heldur fylgst með kostnaðinum og aðhalds
gætt. Egill segir að mönnum sé að verða æ
ljósara að lóðir umhverfis fyrirtæki skipti
miklu máli og sérhanna þurfi þær, enda
eru þær hluti af ímynd fyrirtækisins.
Að sögn Egils hefur
markmið arkitektastof-
unnar verið að beina
efniskaupum til ís-
lenskra aðila. Þannig
hefðu til dæmis verið
sett upp loft hjá Ingvari
Helgasyni, hönnuð í
samvinnu við Steinullar-
verksmiðjuna. Loftin hefðu reynst afskap-
lega ódýr en gefa þó góða hljóðeinangrun.
Öll úrvinnsla á byggingarstað er mikil-
væg og um leið samstarf verktaka og
hönnuða. Oftast eru verkin boðin út, en al-
gengara er þó nú en áður að fyrirtæki bjóði
ekki út byggingu húsnæðis heldur velji
ákveðinn verktaka til verksins. Jafnvel sé
til í dæminu að verktakar komi inn í Jjár-
mögnunina að hluta til. „Mestu máli skipt-
ir þó að ailir aðilar séu jákvæðir og sam-
starfið gangi vel. Aður fyrr gætti mun
meiri togstreitu milli hönnuða og verktaka
en nú tíðkast. Menn eiga sér sameiginlegt
markmið: Að skila góðu verki. Um er að
ræða hópvinnu og
eftir því sem verktak-
ar og hönnuðir vinna
oftar og meira saman
myndast ákveðin
tengsl og skilningur
milli þessara aðila
sem skilar sér í góðu
verki. Vönduð hönn-
un og góðir verktakar skila sér strax í
lægri byggingarkostnaði og síðar í minna
viðhaldi og loks góðu vinnuumhverfi í fyr-
irtækinu. SU
EINFALDARI ÚTFÆRSLUR
Þegar hannað er inn í ákveðinn
kostnaðarramma velja menn
ódýrara efni og einfaldari
útfærslur. Þetta þýðir þó ekki að
sparað sé á kostnað gæða.
84