Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 5
TRIMMAÐ
FYRIR2
MILLJARÐA
Islendingar eyða um 2
milljörðum á ári í vörur
sem tengjast íþróttum,
útivist, útilegum og
heilbrigðum lífsstíl.
Þetta er markaður
mikillar samkeppni!
EFNISYFiRLIT
1 Forsíða: Geir Ólafsson tók myndina sem prýðir
forsíðuna og Agústa Ragnarsdóttir hannaði síð-
una.
Leiðari.
Auglýsingakymning: PricewaterhouseCoopers.
10 Gular: Bill Gates, aðaleigandi Microsoft, og
Warren Buffett, frægasti fjárfestir Banda-
rikjanna, voru eldhressir á fundi með bandarísk-
um viðskiptanemum.
16 Forsíðugrein: „Hausaveiðar” eru ekki fallegt
orð. En „hausaveiðar” verða nú æ algengari við
ráðningu forstjóra og millishórnenda. Fyrirtæki
velja sér menn, setja tvo til þijá í sigtið, og...
25 Stjórnandaleit: Telma Björnsdóttir viðskipta-
fræðingur skrifaði athyglisverða lokaritgerð sl.
vor um „hausaveiðar” - eða stjórnandaleit eins
og hún kýs að kalla aðferðina.
26 Nærmynd: Rúnar Sigurðsson, forstjóri Tækni-
vals, byijaði með tvær hendur tómar. Síðan
hefur hann gert fyrirtækið að stórveldi í
tölvugeiranum.
30 Markaðsmál: Hvernig getur nokkrum manni
dottið í hug að skíra orkudrykk hinu ótrúlega
nafni; HIV?
26
RISINN í
TÆKNIVAL
Rúnar Sigurðsson, forstjóri
Tæknivals, er í skemmtilegri
nærmynd. Hann stofnaði Tæknival og
hefur gert það að stórveldi í
tölvugeiranum.
36 GÖNGIN GANGA UPP!
Afar fróðleg grein um Hvalfjarðargöngin. Göngunum hefur
verið frábærlega vel tekið og efnahagsleg áhrif þeirra eru
mikil - og víðtækari en gert var ráð fyrir.
32 Fasteignamarkaðurinn: Góðærið segir til sín
á fasteignamarkaðnum. Verður verðsprengja í
haust? Eða er hækkunin þegar komin fram?
36 Efnahagsmál: Hvalfrarðargöngunum hefur
verið frábærlega vel tekið. Þetta eru göng sem
ganga upp - bæði landfræðilega og fjárhagslega!
42 Viðtal: Einn þekktasti og hæsdaunaði endur-
skoðandi landsins, Tryggvi Jónsson, söðlaði um
í sumar og gerðist aðstoðarforstjóri Baugs.
46 Markaðsmál: Trimmað fyrir 2 milljarða. Það er
upphæðin sem íslendingar eyða á ári í vörur
sem tengjast íþróttum, útivist, útilegum og heil-
brigðum lífsstll.
52 Velgengnissaga: Þeirvoruunglingaroglifðuaf
útrýmingarbúðir nasista. Auralausir héldu þeir
tíl Bandaríkjanna á vit ævintýra. Núna eru þeir
auðjöfrar.
56 Fjármál: Arnór Guðjohnsen er dýr fjárfesting
fyrir Valsmenn. En hann er þess virði. Hann
margborgar sig.
58 Ferðalög: Fijáls verslun var á ferð um koníaks-
héraðið í Frakkiandi sl. sumar. Héraðið skartar
klassískum byggingum og klassísku koníaki.
60 Markaðsmál: Sigriður Sól Björnsdóttír leggur
tíl í lokaritgerð sinni við Viðskipta og hag-
fræðideild að rikið einkavæði Frihöfnina og veití
Leifsstöð frelsi til að standa sig í alþjóðlegri
keppni.
62 Auglýsingakynning: Hótel Saga er með
nýuppgerða og endurbætta ráðstefnusali.
64 Fólk.
I
5