Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 18
FORSIÐUGREIN
Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.
Hann ereitt nýjasta dœmið um hvernig ,,hausaveiðum”ernú beitt við
að ráða forstjóra. Hann var í toppstarfi hjá Kaupþingi og ekki á
lausu. En það skipti ekki máli. I hann var hringt.
skylduíyrirtæki er yfirleitt ekki farið út fyrir fjölskylduna þegar
ráðið er í stöðu forstjórans. Aðrar ráðningar tengjast valdahópum,
pólitík, auglýsingum, frama innanhúss og svonefndum „hausa-
veiðum”. Skiptingin á milli þessara flokka getur verið ansi erfið.
Við metum það svo að í gegnum tíðina hafi „hausaveiðar” verið
notaðar í um 16 tilvikum er ráðið hefur verið í stöðu forstjóra í
hundrað stærstu fyrirtækjunum.
Þegar ráðið er í stöður almennra stjórnenda og sérfræðinga er
það svo að ráðgjafar mæla með þvf að stöðurnar séu auglýstar til
að fá sem flesta til að sækja um - og hafa úr sem flestum nöfnum
að velja. Enda er helsti ókosturinn við „hausaveiðarnar” sá að ein-
hver góður kynni að gleymast. „Hausaveiðar”, eða „head hunt-
ing”, eru svo sem ekki falleg orð og hljóma svolítið ruddalega - en
þær eru engu að síður stundaðar bæði hér heima og erlendis við
ráðningu í toppstöður.
BJARNIÁRMANNSSON VAR VEIDDUR
Bjarni Ármansson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulifsins,
var á síðasta ári ráðinn með þessari aðferð og hann beitti síðan
sömu aðferð við ráðningu flestra annarra toppstjórnenda sinna.
Hann valdi sér stjórnendur. Þórólfur Árnason, sem ráðinn var fyrr
á árinu sem forstjóri Tals, var veiddur með þessari aðferð. Einar
Benediktsson, forstjóri Olís, var ráðinn með þessari aðferð sumar-
ið 1992 eftir andlát Óla Kr. Sigurðssonar fyrr um sumarið. Af öðr-
um þekktum forstjórum, sem ráðnir hafa verið með þessari að-
ferð, má nefna Frosta Siguijónsson, forstjóra Nýherja, og Guð-
brand Sigurðsson, forstjóra ÚA
Þegar kemur að opinberum fýrirtækjum vegur pólitíkin enn
þyngst, samanber nýlega ráðningu Friðriks Sophussonar, fráfarandi
fjármálaráðherra, til Landsvirkjunar og fyrirhugaða ráðningu Guð-
mundar Bjarnasonar umhverfisráðherra í forstjórastól íbúðalána-
sjóðs. Vissulega getur verið erfitt að meta það í opinberum fyrirtækj-
um, þegar stöður eru auglýstar, hvort um pólitíska ráðningu sé að
ræða eða ekki. Yfirleitt hafa þó sterk tengsl verið þar á milli enda er
það svo að ráðherra þarf að kvitta upp á að viðkomandi sé ráðinn.
W
HAUSAVEIÐAR
Þetta er ekki fallegt orð en „hausaveiðar“ verða nú œ algengari
við ráðningu stjórnenda. Fyrirtæki setja tvo til þrjá í sigtið...
□ ótt forstjóraskipti í stærstu fýrirtækjum landsins séu ekki
tíð eru „hausaveiðar” núna að verða æ algengari aðferð
við að ráða stjórnendur, bæði toppstjórnendur sem og
millistjórnendur og sérfræðinga með eftirsótta
þekkingu. í lauslegri úttekt Fijálsrar verslunar á
ráðningu forstjóra hundrað stærstu fyrirtækja
landsins má rekja þriðjung ráðninga til fjölskyldu-
tengsla. Með öðrum orðum; sé fyrirtækið Ijöl-
FV-MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
FRETTASKYRING:
Jón G. Hauksson.
Það getur sömuleiðis verið erfitt að meta að-
ferðafræðina við ráðningu manna í fyrirtæki sem
tengjast ákveðnum valdablokkum; samanber
____________ gömlu samvinnufyrirtækin
og kaupfélögin. Líklegast
verður að telja sparisjóðina til
ákveðinnar valdablokkar en þeir eiga
sig sjálfir og þvi hafa stjórnendur þeirra mik-
18