Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 52
ÞEIR LIFÐU AF HELFÖRINA! Bandariska viÓskiptatímaritid Fortune ræddi nýlega viö fimm bandariska auöjöfra sem liföu af útrýmingarbúðir Nasista. Auralausir héldu þeirtil Bandarikjanna á vit ævintýra. Fortune telur viötölin meö þeim merkustu í sögu blaðsins. ður en bandaríska viðskiptatíma- ritíð Fortune, sem meðal annars- þekkt er fyrir að segja velgengnis- sögur af fólki í viðskiptalífi, ákvað að fjalla um fimm bandaríska auðjöfra, sem lifðu af útrýmingarbúðir Nasista í seinni heimsstyijöldinni, var þeirri spurningu varpað fram á ritstjórn hvers vegna viðskiptatímarit eins og Fortune ætti að vekja upp 50 ára gamlan hrylling, gamlan draug, og birta frásagnir af helför Gyðinga. En saga fimm manna, sem héldu auralausir til Bandaríkjanna fyrir fimmtíu árum eftír að hafa verið komnir með annan fótínn inn fyrir dyr gasklefans, þóttí ein- faldlega of gott efni tíl að því væri ekki sinnt. Ekki síst í ljósi þess að þeir eru núna vel þekktir auðkýfingar í Bandaríkjunum. Sögu þeirra er að finna á granítvegg á safni tíl minningar um helförina í Was- hington DC. A þessum vegg má finna nöfn rúmlega hundrað stofnenda sem gefið hafa safninu eina milljón Bandaríkjadala eða meira. Nokkrir þessara einstaklinga upplifðu hrylling helfararinnar í sinni skelfilegustu mynd en lifðu hana af. Vissulega hjálpaði bjartsýni æskunnar þeim, eins og einn þeirra fimm sem við segjum frá, orðar það. Allir fimm voru á unglingsárum eða yngri þegar seinni heimsstyrjöldin skall á, en þeir voru svipt- ir æskunni og margra ára námi. Frelsi og Fred Kort er 74 ára leikfangaframleiðandi. Þegar hann kom til Bandaríkjanna var aleiga hans 25 sent. TEXTI: ÓLÖFRÚN SKÚLADÓTTIR Fred Kort Fred Kort er sjötíu og fjögurra ára. Hárið á honum stendur út f loftið; engu líkara en það undrist að hafa náð svo langt. Og segja má að það sé undri líkast hversu langt maðurinn hefur náð. Sjö hundruð til átta hundruð og fimmtíu þúsund Gyðingar voru teknir af lífi í út- rýmingarbúðunum í Treblinka í Pól- landi. Talið er að aðeins níu einstakling- ar hafi komist lífs af úr búðunum. Fred Kort er einn þeirra. Kort, sem áður hét Manfred, þurfti að þola erfiða vist í Gyð- ingahverfum (gettóum), ásamt fjöl- sjálfsvirðing var frá þeim tekin. Allir misstu þeir ættíngja og flestír föður eða móður og jafnvel báða foreldra. Hver og einn þeirra lifði í stöðugum ótta um að dauðinn væri í nánd og að næst yrði hann valinn í hópinn sem færi í gasklefann en ekki í hóp þeirra sem fengju að lifa lengur. Þeir einstakling- ar, sem lifðu helförina af, vita hversu oft tíl- viljun ein réði því hver lifði og hver dó og hafa spurt sig hvers vegna hann eða hún lifði þegar tæpar sex milljónir Gyðinga dóu. Þótt vart sé unnt að finna svar við þeirri spurningu hafa Gyðingar sína eigin skýringu. „Einhver varð að lifa af til að segja heimsbyggðinni söguna." Þessir fimm einstaklingar fluttust allir tíl Bandaríkjanna á árunum eftír stríð. Flestir þeirra voru nánast auralausir og höfðu litla sem enga enskukunnáttu. Vina- lausir og án fjölskyldu. Engu að síður náðu þeir undraverðum árangri og eru ameríski draumurinn holdi klæddur. Mennirnir fimm tala allir með virðingu og þökk um hvað þeim var gert kleift að gera í Banda- ríkjunum. Milljónir annarra sem ekki höfðu sára reynslu helfararinnar í fartesk- inu var einnig kleift að ná árangri en nýttu sér ekki tækifærin á sama hátt og þessir menn. Hverjir eru svo þessir einstaklingar? Þeir sem safiia fé tíl góðgerðarmála þekkja þá, því þeir hafa verið rausnarlegir. Líkast til er aðeins einn þeirra þjóðþekktur í Bandaríkjunum, Jack Tramiel, frumkvöð- ull í tölvugeiranum sem enn býr í Silicon Valley. Hinir eru fulltrúar jafii ólikra iðnað- argeira og leikfangaffamleiðslu, og lyfja- iðnaðar. Þeir heita Fred Kort, Nathan Shapell og Sigi Ziering, sem allir eru ffá Los Angeles, og William Konar frá Rochester, New York. S3 skyldu sinni. Faðir hans var pólskur Gyðingur og því óæskilegur í augum Nasista. Sautján ára stalst Fred Kort hvað eftír annað út úr hverfinu þar sem fjölskyldan bjó í Varsjá til að geta selt lyftíduft, kanil og annað krydd á götum útí. Ef náðst hefði tíl hans hefði refsingin í besta falli verið fangelsisvist, og hugs- anlega aftaka. Hver er skýring hans á at- hæfinu? ,Jú, þegar maður er ungur, er maður ósigrandi að eigin mati,“ segir hann. Hann komst þó að öðru þegar honum 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.