Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 24
Hvernig ráðnir?
að hann sé gefinn upp tíl skatts sem hlunn-
indi hjá honum. Þetta var algengara áður og
kvað vera á undanhaldi. En ljóst er að um
nokkrar upphæðir getur verið að ræða og
þær eiga vissulega að vera gefnar upp til
skatts. Skemmst er að minnast þess að í
Landsbankamálinu fullyrtu bankastjórar
Landsbankans að þeir mættu fara í tvær uta-
landsferðir á ári með fjölskyldum sínum á
kostnað bankans - og slíkt hefði verið venja
um langt skeið.
Mjög misjafnt er hvort ákvæði um sumar-
frí forstjóra séu negld í samninga við þá, þ.e.
sá dagaijöldi sem þeir fá í frí. Eftír því sem
samkeppnin er harðari eru minni likur á því
að forstjórar geti horfið af vettvangi í nokkr-
ar vikur i senn; taki td. fimm vikna sumarfrí í
heilu lagi - og látí ekkert í sér heyra. Núna er venjan sú að æðstu
stjórnendur taki viku eða hálfan mánuð í senn, lengi helgarnar og
taki dag og dag. Oftast eru þeir í símsambandi við fyrirtækin í frí-
um sínum og fylgjast með gangi mála úr fjarlægð, tílbúnir tíl að
grípa inn í skjótí erfið mál upp kollinum. Samkvæmt þessu taka
þeir vinnuna að hluta tíl með sér í fríið. Lítil frí stangast hins veg-
ar á við svonefnd manngildissjónarmið sem ganga út á að menn
séu meira með fjölskyldu sinni og nái að hvílast tíl að geta verið
frískari og áhugasamari í vinnu. Erlendis er þróunin sú að yfir-
menn kjósa að taka meira út í fríum en áður. Enda má kannski
hugsa sem svo að að því efnaöri sem stjórnendur séu, því meira
leggi þeir upp úr öðrum gildum en að vinna dag og nótt - og vera
alltaf í vinnunni.
EFTIR HVERS KONAR HÆFILEIKUM ER SÓST?
En eftír hvers konar menntun, hæfileikum og þekkingu er sóst
þegar forstjórar og framkvæmdastjórar eru ráðnir? Krafist er há-
skólaprófs - nánast án undantekninga. Hafi stjórnandi, sem ekki er
með háskólagráðu, hins vegar vakið mikla athygli fyrir dugnað við
rekstur fyrirtækis vefst háskólaprófið vart fyrir mönum. í stuttu
máli má segja að þegar forstjóri eða framkvæmdastjóri er ráðinn
sé sóst eftír góðu valdi á mannlegum samskiptum, háskólamennt-
un, sjálfstæði, áhuga, frumkvæði og jöfnum hæfileikum á sviði
ijármála og markaðsmála. Aldurinn skiptir ekki höfuðmáli en þó
má fullyrða að fólk sem nálgast sextugt eigi afar litla möguleika á
að verða fyrir valinu. Hvort sem það er rétt eður ei?! Krafan er
jafhframt að viðkomandi hafi enga minnimáttarkennd gagnvart
starfinu - en hún lýsir sér oft í setningum eins og: „Eg er ekki klár
á þessu, enda hef ég verið svo skamman tíma í starfi”. Þótt kenn-
ingar séu tíl um að sömu lögmál gildi um stjórnun allra fyrirtækja
er nánast úrslitaatriði að forstjórinn hafi brennandi áhuga og skiln-
ing á þeirri atvinnugrein sem fyrirtækið starfar í. Varla er vænlegt
að gera ótæknisinnaða manneskju að forstjóra í tölvufyrirtæki eða
„antí-sportísta” að framkvæmdastjóra sportvöruverslunar. Ahugi
og skilningur á vörunni verður að vera fyrir hendi.
Erlendis er nú mjög í tísku að sækjast eftír fólki í toppstöður
sem hefur bæði heimspekilegan og við-
skiptalegan grunn að baki. Reynt er að teng-
ja mjúku og hörðu línurnar saman.Vissulega
er fágætt að skáld og viðskiptavit finnist í
sama manninum, eins og í tilviki Olafs Jó-
hanns Olafssonar, fyrrum Sony-manns, en
engu að síður er lagt upp úr því að fólk hafi
breiða þekkingu og eiginleika tíl að leiða fyr-
irtæki.
Það er ekki lengur bara spurt um „aldur,
menntun og fyrri störf’ heldur hvort við-
komandi sé hæfur stjórnandi. Þess er gætt
að skilgreina starf stjórnandans ekki of
þröngt varðandi þekkingu og reynslu og úti-
loka þar með stóran hóp fólks. Hvers vegna
ættí til dæmis að setja tölvuþekkingu sem
skilyrði við ráðningu stjórnanda í venjulegu fyr-
irtæki? A aðeins nokkrum dögum getur hann lært það sem hann
þarf að kunna í sambandi við tölvur, eins og að nota Excel. Sér-
fræðingar hans munu hvort sem er sjá um tölvumálin í fyrirtæk-
inu. Það getur enginn forstjóri verið sérfræðingur á öllum sviðum
- og tíl þess er heldur ekki ætlast.
FJÓRIR MEGINÞÆTTIR VIÐ RÁÐNINGAR
Þegar forstjórar eru ráðnir tíl starfa er núna mest horft á tjóra
þættí. 1) Hefur viðkomandi löngun tíl að vinna starfið - eða er hann
bara að hugsa um að fá há laun? 2) Hefur hann hæfileika til að
reka fyrirtæki? Það er ekki nóg að hann sé eldhugi hafi hann sett
mörg fyrirtæki á höfuðið. 3) Hefur hann rétta skapferlið tíl að
sinna starfinu? 4) Hefur hann þá menntun og þekkingu sem veit-
ir honum urrandi sjálfstraust gagnvart starfinu og gerir hann trú-
verðugan í samskiptum við aðra? Maður, sem er nýkominn úr
skóla og er enn „blautur á bak við eyrun”, er ekki trúverðugur í
mannlegum samskiptum.
Þegar allt kemur tíl alls er ekki sama hvernig staðið er að ráðn-
ingu forstjóra. A hann að vera innanhússmaður? Úr flölskyldunni?
Úr kunningjahópnum? Tilheyra ákveðnum valdahópi? Vera með
rétta flokksskírteinið? Skásti umsækjandinn eftír auglýsingu? Eða
á fyrirtækið að setjast niður og skilgreina starfið og þá hæfileika
sem sóst er eftír - og setja síðan menn í sigtíð? Það kallast „hausa-
veiðar”. En auðvitað getur „hinn veiddi” þess vegna verið í rétta
flokknum, réttu klíkunni og úr fjölskyldunni? Þú vinnur vart með
manni sem þú kannt engin deili á eða ert í vafa um hvort þér lyndi
við þótt krafa nútímans sé að „láta verkin tala” í rekstri fyrirtækja.
WARREN BUFFETT
Við ljúkum þessu svo með nokkrum tilvitnunum í þekktasta
fjárfestí Bandaríkjanna, Warren Buffett, en hann þykir einkar orð-
heppinn: „Að vinna með fólki sem þér Hkar ekki við er eins og að
kvænast tíl fjár.”... „Eg valdi hvern einasta samstarfsmann minn.
Þegar allt kemur til alls reynist það mikilvægasta atriðið. Eg hef
ekki samskiptí við fólk sem mér líkar ekki við. Það er lykillinn.
Þetta er eins og að kvænast.” S3
Lausleg úllekt á því hvernig sljómenúur
100 slærslu tyrirtækjanna hata veriO ráOnir.
Fjölsk.tengsl
Innanhúss
Hausaveiðar
Valdahópar
Pðliiík
Auglýsingar
Flestar ráðningar forstjóra stórfyrir-
tœkja á Islandi má rekja til fjölskyldu-
tengsla. Aðeins um 15% ráðninga má
tengja við „hausaveiðar” sem nú eru
að komast í tísku.
„Einhver sagði einhvern tímann að þegar maður réði fólk ætti maður að leita eftir þremur eiginleikum: Heiðarleika,
vitsmunum og krafti. Ef það hefði ekki fyrsta eiginleikann myndu hinir tveir gera út af við þig. Það er nokkuð tii í þessu; sé fólk
óheiðarlegt viitu heldur að það sé heimskt og latt”.
- bandaríski fjármálasnillingurinn Warren Buffett
24