Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 21
sljórnarformaðurinn, yfirleitt einn síns liðs,
sem semur við „hinn veidda”.
VANDIRÁÐNINGARSTOFA
Vandi ráðningarskrifstofa er augljós þeg-
ar að „hausaveiðum” kemur. Þær geta ekki
bæði ráðið fólk inn í eitthvert fyrirtæki og
„stolið” fólki út úr því líka. Þess vegna hafa
þær komið sér upp siðareglum sem ganga út
á að bera aldrei víurnar í starfsmenn við-
skiptavina sinna. Enda er ekkert mikilvægara
fyrir ráðningarþjónustu en traust. Bæði starfs-
menn í leit að vinnu og fyrirtæki sem vantar
fólk verða að geta treyst þeim að fullu. Það er
ekkert þar á milli. Þetta gerir það að verkum að
ráðningarþjónustur lenda annað slagið í þeirri
stöðu að hafha beiðnum um milligöngu í „hausa-
veiðum". En eftir að „hausaveiðar” urðu algengari
hefur beiðnum að sama skapi fjölgað hjá
ráðningarstofunum um að koma að slik-
um málum.
Þegar farið er neðar í stjórnun-
arpýramídann og ráðið í stöður almennra
stjórnenda er aðferðafræði „hausaveiða”
sú sama og þegar leitað er að toppstjórn-
andanum. Framkvæmdastjóri fundar þá
með nokkrum millistjórnendum og segir
sem svo við þá: „Látið ykkur detta einhver
góður í hug sem þið eruð vissir um að sé rétti maðurinn í starfið.”
Eftir það fer boltinn að rúlla. I þessum tilvikum mun það vera
býsna algengt að „hinn veiddi” fari inn á teppið hjá atvinnurek-
anda sínum - þ.e. ef honum líkar vel á sínum vinnustað - og tilkynni
honum að hann hafi fengið óvænt tílboð frá fyrirtæki útí í bæ og
hvort hann getí ekki fengið launahækkun. Séu menn ánægðir í
starfi færa þeir sig varla á milli nema fyrir umtalsverða kjarabót og
spennandi verkefiii. Hvers vegna ættí líka einhver að yfirgefa gott
starf og skemmtilegan vinnustað fyrir 20 til 30 þúsund króna
launahækkun á mánuði þar sem hátt í helmingur hennar fer í
skatta?!
HVAÐ ÞARF AÐ BJÓÐA?
En hvaða þurfa fyrirtæki að bjóða þegar forstjórar eða næstráð-
endur eru ráðnir tíl fyrirtækis? Það er einfalt: Góð laun og bfl.
Steyti á þessum atriðum ná menn ekki saman og geta gleymt frek-
ari viðræðum. Ymislegt fleira flýtur þó inn í saminga, eins og líf-
forsíðugrein
eyrisgreiðslur og bónusar, t.d. hlutdeild í hagnaði. Utgangspunkt-
ur forstjóra í samningum er auðvitað að reyna að hámarka ráðstöf-
unartekjur sínar. Yfirleitt reyna fyrirtækin að hafa samningana við
forstjóra ekki of flókna og ítarlega. Meginmálið er þetta: Þeir fá vel
greitt, taka á sig ábyrgð og verða að standa sig. Smáatriði eru yf-
irleitt ekki sett í samninga - á því er þó allur gangur. Abyrgðin er
forstjórans. Hann verður að meta það sjálfur hvað sé nauðsynlegt
og hvað ekki tíl að hámarka hagnað fyrirtækis. í kjölfar
mikillar umræðu um ríflega risnu fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans er þó líklegt að forstjór-
ar - þótt í einkafyrirtækjum séu - fari varlegar í risnu-
kostnaði en áður og fái jafnvel einhverja línu í
þeim efnum frá stjórnum fyrirtækja sinna.
600 TIL 700 ÞÚSUND í LÁGMARKSTEKJUR
Það er mismunandi hvaða laun forstjórum
eru boðin; fer mest eftír stærð fyrirtækja. Skoðum síð-
asta tölublað Fijálsrar verslunar, Tekjublaðið, en þar er
að finna hundruð stjórnenda í viðskiptalífinu. Þar
voru meðaltekjur 159 þekktra forstjóra og
framkvæmdastjóra um 620 þúsund krónur á
mánuði. Flestír þeirra eru svonefndir at-
vinnustjórnendur, þ.e. eru sjálfir ekki meiri-
hlutaeigendur í fyrirtækjum sínum. Full-
yrða má að maður, sem ráðinn er sem for-
stjóri eða framkvæmdastjóri í fremur stóru
og þekktu fyrirtæki - og hvað þá eftír
„hausaveiðar” - fái ekki minna en 600 til
700 þúsund krónur á mánuði. Þekktustu forstjórarnir í viðskipta-
lífinu, sem hafa stýrt fyrirtækjum sínum um árabil, eru flestír með
hærri tekjur. Meðaltekjur 90 þekktustu forstjóranna voru um 685
þúsund krónur á mánuði í fyrra og þar af höfðu 55 þeirra yfir 700
þúsund krónur í tekjur á mánuði og 14 þeirra höfðu yfir 1 milljón
á mánuði.
Fjármagnstekjur eru ekki inni í þessum tölum en þær eru
skattlagðar sérstaklega. Fjármagnstekjuskatturinn nemur 10% aí
Jjármagnstekjum. Tökum dæmi: Maður sem á 10 milljónir í verð-
bréfum; hlutabréfum eða skuldabréfum, og fær 1 milljón í fjár-
magnstekjur á ári, greiðir 100 þúsund krónur í fjármagnstekju-
skatt og heldur því eftír um 900 þúsund krónum af þeim tekjum.
Ætla má að þetta ýtí undir kröfur forstjóra um að fá kauprétt á
hlutabréfum í fyrirtækinu sem þeir stýra, svonefnda hlutabréfa-
vilnun (stock optíon). I seinni tíð hefur borið á óskum um slíkt.
Hlutabréfavilnun er kaupréttur á hlutabréfum á ákveðnu gengi,
t.d. því gengi sem var þegar forstjórinn tók við starfi. Sá, sem á
Forstjóraskipti í stórfyrirtœkjum á íslandi
eru ekki tíö - og margir forstjórastólar ekki á
lausu. En hvernigá að finna rétta manninn
í forstjórastólinn?
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbrcwt 20, Reykjavík Sími 533-2060
21