Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Page 33

Frjáls verslun - 01.07.1998, Page 33
MARKAÐSMAL markaður en hefur breyst á síðustu tveimur árum og það sem af er þessu ári hefur hann verið alveg sérstaklega líflegur," sagði Jón sem hefur mikla reynslu í að selja stórar eignir, at- vinnuhúsnæði og verslunar- húsnæði og þekkir miðbæ- inn eins og skrifborðið hjá sér. „Það er mikil eftirspurn eftir öllu húsnæði, sérstaklega á m i ð 1 æ g u m svæðum, og má segja að þetta gildi um Reykjavík vest- an Elliðaánna og miðbæjarsvæðin í nærliggjandi sveitarfélögum og Smár- ann í Kópavogi." Eftirsóttustu svæðin ná yfir miðbæ Reykjavíkur allt frá Hringbraut og Suðurgötu í vestri og að Kringlumýr- arbraut í austri. „Við erum með fólk á biðlista eftir húseignum á þessu svæði og næstum allar eignir sem koma á markaðinn seljast nánast strax og algengt að fleiri en einn og fleiri en tveir séu um hit- una. Þetta þýðir að eftirspurn er meiri en framboð og þetta hefur hækkað verðið í mörgum tilfellum. Það er erfitt að alhæfa um hækkanir en í mörgum tilvik- um tel ég að gott húsnæði á eftir- sóttu svæði hafi hækkað um 5- 10% í verði að undanförnu." Jón segir að þetta sé í rauninni ekki skyndileg sprenging á fasteignamarkaði heldur sé þetta þróun ffá miðju ári 1995 sem sé að ná hámarki um þessar mundir. „Það má segja að eina júnínótt sum- arið 1995 hafi bankar og verðbréfafyr- irtæki áttað sig á því að það gæti verið skynsamlegt að lána fé til húsnæðis- kaupa! Húsbréfakerfið hefur haft góð áhrif á þennan markað og gefið mönn- HAUSTIÐ KOM í VOR Sú skoöun hefur heyrst aö enn frekari þenslu og verðhækkunar eigi eftir að gæta á þessum markaði þegar haustið gengur í garð. Jón sagðist ekki telja það mjög líklegt. „Ef menn eru að horfa á haustið sem ein- hvern þenslutíma þá segi ég bara að haustið hafi komið í vor.“ Jón Guömundsson, formaður Félags fast- eignasala, segir að gríðarleg eftirspurn sé á fasteignamarkaði, langt umfram framboð. Þetta hefur þegar leitt til verðhækkunar. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. "v, ' . " ,íj

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.