Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 27
NÆRMYND sé eins auðvelt að koma börnum í sveit nú eins og þá. LÆRÐIRAFVIRKJUN Eftir skyldunám fór Rúnar í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hann lærði rafvirkjun og lauk námi þaðan 1975 með full réttindi. Hugur hans stóð þó ekki til þess að leggja þá iðn fyrir sig og því hélt hann áfram í Tækniskóla íslands og var í eitt ár í undirbúnings- og raungreinadeild auk þess sem hann tók fyrsta árið í tæknifræði en hleypti síðan heimdraganum og settist á skólabekk í Odense í Danmörku og lauk námi þaðan sem rafmagnstækni- fræðingur 1981. Þegar hann kom heim fór hann tíl starfa hjá Digital KSK, við kennslu í Iðnskólanum í Hafnarfirði og Tækniskólanum en var jafnframt far- inn að undirbúa stofnun eigin fyrirtækis. STOFNAÐITÆKNIVAL Rúnar hefúr verið talinn til þeirra atvinnurek- enda á Islandi sem hafa komist tíl efna af eigin rammleik með vinnusemi og dugnaði. Rúnar var ekki óvanur vinnu úr uppeldi sínu og árið 1983 var Tæknival stofnað af honum og Eiríki Þorbjörnssyni tæknifræðingi. Upphaflegt markmið með stofnun þess var að selja stýringar í iðnaði. Það reyndist ekki vera mikill markaður fyrir starfsemi af þessu tagi og þeir félagar sáu ekki mikinn afrakstur vinnu sinnar fyrstu tvö árin. Arið 1985 seldi Eiríkur sinn hlut og dró sig út úr samstarfinu. Rúnar var því um skam- ma hríð einn eigandi Tæknivals. Um þessar mundir var fyrirtækið að hasla sér völl í sölu á tölvubúnaði og þurftí að sinna því tölvuvert. Rúnar mun því ekki hafa sofið mikið á þessum árum en hann var þá enn í fullu starfi sem kennari. Þegar hann var ekki að kenna brunaði hann milli staða í gömlum gulum Volvo. FÉKK NÝJA HLUTHAFA Svo fór að síðla árs 1985 var ákveðið að leggja meiri orku í reksturinn og Rúnar hóf að sinna hon- um í fullu starfi en jafnffamt keyptu fjórir nýir hlut- hafar sig inn í reksturinn. Þetta voru þeir Omar Örn Ólafsson, sem enn starfar hjá Tæknivali, Bjarni Bjarnason, sem starfar hjá Rafteikningu, Sigurður Strange, sem starfar hjá Ráðvís-hönnun, og Snæ- björn Ingvarsson sem starfar hjá Raftækjaverslun ís- lands. Þessir fjórir áttu það allir sameiginlegt með Rúnari að hafa lært tæknifræði eða tæknifög í Dan- mörku og höfðu leiðir þeirra að hluta tíl legið saman FéBddur: 1955 í Hafnarfiröi StJornunarstíll; Mikið á starfsmenn og er kröfuharöuT'' ^ S°tt samt>and viö á þeim slóðum, nánar tiltekið í Odense og Árósum en þar hafa margir Islendingar verið við nám. I dag er Ómar Örn sá eini sem enn á hlut í fyrirtækinu og er með- al nánustu samstarfs- manna Rúnars. ATTI BORN OG BURU Rúnar er kvæntur Dóru Hallbjörnsdóttur, kennara, meinatækni og húsmóður, sem er ættuð frá Súgandafirði af svokallaðri Hallbjarnarætt. Þau búa við Melhæð 4 í Garðabæ og eiga saman tvö börn, Maríu, f. 22.01 1978, og Daníel, f. 24.02 1984. Þau hjónin kynntust í Sigtúni á sínum tíma sem var helsti skemmtístaður landsmanna um árabil eða að minnsta kostí Reykvíkinga. Þau ár sem Rúnar vann sem mest að upp- byggingu fyrirtækisins tóku sinn toll af hjóna- bandinu og árið 1992 slitu þau hjónin samvistir um rúmlega hálfs árs skeið. Þau tóku upp þráð- inn að nýju og hafa að sögn ræktað samband sitt og fjölskylduna af kostgæfni síðan. Afleiðingar þessa eru m.a. þær að Rúnar á dóttur sem er fædd í júní 1993 og heitir Guðbjörg. Móðir hennar er Sigríður Sigurðardóttir. VILL HAFA SÍÐASTA ORÐIÐ Rúnar er fæddur í merki Ljónsins. Stjörnu- spekingar segja að fólk í þessu merki nái oft langt í sinni starfsgrein enda telji það sig kon- ungborið og tíl forystu fallið. Ljónin bera sig jafnan vel og hermannlega og eru ákaflega föst fyrir og einbeitt og vilja alltaf hafa síðasta orðið og vita betur en síðasti ræðumaður. Margir samstarfsmenn Rúnars og fólk sem þekkir hann segir að umræddir eigin- leikar einkenni hann og megi segja að þeir séu hans veikleiki og styrkur í senn. Það er styrkur að vilja sigra og vera fastur fyrir og berjast fyrir sínu en það er veikleiki að vita ekki hvenær eigi að hætta og hvenær eigi að treysta öðrum og sleppa hendinni af verk- efnum. Rúnar er orðlagður meðal samstarfs- manna sinna og reyndar flestra sem þekkja hann, fyrir vinnusemi. I viðtali við Frjálsa verslun árið 1996 orðaði hann viðhorf sitt til atvinnurekstrar svo: ■ FOR UNGUR AÐ VINNA Rúnar fór snemma aö vinna og bar út blöö strax og hann hafði aldur til. Þaö var erfitt verkefni fyrir ekkju aö koma fimm börnum til manns á þessum tíma og því var reynt að létta á heimilinu eftir megni. Rúnar stundar golf í frístund- um stnum auk þess að vera í ströngu líkamsrœktarpró- grammi. Hann er einbeittur í sveiflunni. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.