Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 22
Næstráöendur kost á að kaupa hlutabréf á 1 milljón, sem eru að markaðsvirði 3 milljónir króna, getur bætt hag sinn verulega. Eigi hann ekki fyrir bréfunum þarf hann aðeins að tölta út í banka og fá lán í nokkra daga fyrir kaupunum - selja síðan hluta bréfanna aftur - og greiða lánið upp. Enn hefur kauprétt- ur á hlutabréfum lítið komið til sög- unnar í samningum við forstjóra hér- lendis - en rök hníga að því að hann komi meira við sögu á næstu árum. Þetta fyrirkomulag er afar algengt í kjörum forstjóra og millistjórnenda erlendis. Það gefur kannski vísbend- ingu um hvert stefni að á meðal verð- bréfafyrirtækja hérlendis er nú boðin aðstoð við að koma á hluta- bréfavilnunum. JEPPI ER ALLTAFINNIFALINN Nánast enginn forstjóri eða ffamkvæmdastjóri gerir samning við fyrirtæki án þess að fá bíl - og þá helst jeppa - til umráða. Fyr- irtækið kaupir þá bílinn og greiðir allan rekstrarkostnað hans hvenær sem er, hvort sem forstjórinn ekur bílnum í þágu vinnu sinnar eða í fritímum. Hann þarf hins vegar að greiða hlunnindi af bílnum til skatts. Þannig þarf forstjóri, sem ekur á 5 milljóna króna jeppa fyrirtækis síns, að bæta við 1 milljón við laun sína, eða 20% af verði bílsins, þegar hann gerir skattskýrsluna sína. Það sam- svarar rúmum 80 þúsund krónum í tekjur á mánuði. Af þeirri upp- hæð þarf hann að greiða um 440 krónur krónur í skatta á ári, eða um 37 þúsund á mánuði. Forstjóri, sem ekur á 5 milljóna króna jeppa fyrirtækisins og hefur um 700 þúsund krónur í tekjur á mán- uði, hefur þvi í raun um 620 þúsund í bein laun en um 80 þús- und í tekjur vegna jeppans. Asókn forstjóra í að fá bíl til umráða snýst um að aka á góðum bíl og losna við rekstrarkostnaðinn - en hann fer vart undir 400 þúsund krónur á ári - og njóta ávinningsins sem felst í því að losna við að leggja ffam eigið ijármagn til að kaupa bíl- inn. Hann getur því ávaxtað það fé á verðbréfa- markaði, - eða þá að hann losnar við að taka lán fyrir bílnum. Gleymum ekki að vextir af 5 millj- óna láni eru um 500 þúsund á ári. Að undan- förnu hefur mun meira borið á því að lægra sett- ir millistjórnendur í fyrirtækjum óski eftir að fá fyrirtækjabil til umráða, eins og aðrir stjórnend- ur. Þá er ekki um eins dýra bíla að ræða - og ekki endilega jeppa. 172 stjórnendur. Meöaltekjur 422 þúsund á mánuöi. Tekjudreifingin hjá 172 millistjórnendum samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Um er að rœða fjár- málastjóra, markaðsstjóra og framkvæmdastjóra ým- issa sviða. Meðaltekjur þeirra eru um 422 þúsund á mánuði. LIFEYRISMAL VEGA ÞUNGT Lífeyrismál koma oftast inn í samninga við for- stjóra og snúast fyrst og fremst um auka lífeyrisgreiðslur, viðbót við hin hefðbundnu 6%. Viðbótin getur numið allt að 12% og er oft- ast lögð inn á séreignasjóði viðkomandi. Fyrirtækið greiðir í því tilviki allt að 18% í lífeyrissjóði vegna hans. Iðgjöld fýrirtækja í líf- eyrissjóði, hveriu sem þau nema, eru starfsmönnum ævinlega skattfrjáls að fullu. Ekki ætti að gera lítið úr áhuga forstjóra á líf- eyri og eftirlaunum - svo mörg dæmi eru um að þeir nái fram háum eftirlaunum með sérstökum samningum við stjórnir fýrir- F0RSIÐUGREIN tækja. Núna er tíðarandinn sá að við- bótarlífeyrisgreiðslur eru að aukast til forstjóra og þá á kostnað sérstakra eftirlaunasamninga. HLUTDEILD AF HAGNAÐI Hvað bónusa snertir þá hefur það færst í vöxt að forstjórar og fram- kvæmdastjórar fari fram á hlutdeild í hagnaði og að laun þeirra séu árang- urstengd. I einhverium tilvikum, sér- staklega hjá stórum fyrirtækjum, mun þetta tíðkast núna. Þetta eru ný- mæli því venjan í íslensku viðskiptalífi hefur verið að tengja ekki laun for- stjóra við afkomu fýrirtækja. Þess vegna hafa þeir verið á sömu launum í góðæri sem hallæri. Er- lendis er hins vegar löng hefð fyrir því að tengja laun forstjóra við árangur. Venjan þar er þá sú að lækka grunnlaunin aðeins til að ávinningur forstjórans af góðri aíkomu verði þeim mun meiri. Þetta er gamla góða gulrótin. Bónusar hafa vissulega þekkst um áraraðir í íslensku atvinnulifi sem afkastahvetjandi kerfi og hafa þá tengst framleiðslu og sölu. Bónusar hafa líka þekkst sem einhvers konar uppbót; greiddir einu sinni á ári. Um nokkurt skeið hefúr bónusum verið beitt innan nokkurra verðbréfafýrirtækja og tengj- ast þeir þá árangri í sölu. Þess má geta að flestir ráðgjafar mæla eindregið með því að ár- angurstengja laun sem flestra í fyrirtækjum því það sé sá hvati sem drífi fólk helst til að leggja sig að fullu fram í starfi. Það fer vaxandi að ráðgjafar stundi mælingar á frammistöðu til að árang- urstengja laun. Það er út af fyrir sig skemmtileg stúdía og erfið. Enda er einn helsti vandinn við að tengja laun forstjóra við árang- ur sá að oft reynist erfitt að skilgreina árangur. Á að miða við hagnað einan og sér? Hagnað sem hlutfall af veltu? Viðsnúning á rekstri fyrirtækis- ins? Arðsemi eiginijár? Hækkun á gengi hluta- bréfa eða eitthvað annað? Og er eitt ár nægilega langt tímabil til meta árangur - því erfið ákvörðun getur skilað sér í rekstrinum eftir tvö til þrjú ár? Svona mætti áfram telja. Leiðarvísirinn í bónus- um til forstjóra hlýtur þó ævinlega að vera sá að hagur hluthafa hafi batnað. Út á það gengur leik- urinn! Því má skjóta hér inn í að eitt fyrirtæki hér- lendis er sagt skera sig úr varðandi bónusa og árangurstengingu launa. Það er Islensk eríða- greining - þar sem Kári nokkur Stefánsson er í fararbroddi. Þar er unnið eftir hvatakerfi að hætti hátæknifyrirtækja í Silicon Valley. Mark- miðið er að stilla saman hagsmuni fyrirtækis og starfsmanna með því að gera þeim kleift að gerast hluthafar í fyrirtækinu og njóta þar með góðs af þeim verðmætum sem verða til. Miklar tröllasögur eru í gangi um árangurstengda bónusa og fýsilegar hlutabréfavilnanir, þ.e. hagstæðan kauprétt starfsmanna (stock option) á hlutabréfum í fyrirtækinu. FERÐAKOSTNAÐUR í FRÍUM Eitt af því sem flýtur stundum inn í samninga er að hluti af ferðakostnaði forstjóra í fríum sé greiddur af fýrirtækjum án þess Friðrik Sophusson, nýráðinn forstjóri Landsvirkjunnar. Poh tískar ráðningar munu a dret hverfa í íslensku viðskiptahfi- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.