Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 60
Jn j1 J JÍ -| Úr Leifsstöð. Fríhöfnin keþþir við einkareknar verslanir á svæðinu. „Það er ósanngjarnt segir, “ Sigríður Sól og fœrir mörg sannfærandi rök fyr- ir því að ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri. FV-myndir: Geir Ólafsson. LEIFSSTÖÐ FÁIFRELSI Sigrídur Sól Björnsdóttir leggur til í lokaritgerö sinni viö Viöskiþta- og kagfræöideild aö ríkiö einka- vœöi Fríköfnina og veiti Flugstöö Leifs Eirikssonar frelsi til aö standa sig i alþjóölegri samkeþþni. Qlugstöð Leifs Eiríkssonar er á fjár- lögum svo það er í hendi stjórn- málamanna að ákvarða um fjár- magn til stöðvarinnar. Hefur það leitt til þess að starfsemi flugstöðvarinnar hefur orðið að pólitísku bitbeini, ákvarðanir hafa einkennst af flokkspólitískum hagsmunum, erfitt hefur verið að ná saman um breyting- ar, markaðsmál hafa setið á hakanum og ekki hefur verið leitað leiða til að styrkja stöðu flugvallarins í alþjóðlegri samkeppni með skipulögðu markaðsátaki. Reynslan frá Kaupmannahöfn sannar gildi einkavæðing- ar við rekstur flugstöðva. Ekkert segir að önnur lögmál gildi hér um rekstur Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Fái stöðin ekki sama frelsi og keppinautar í nágrannalönd- um mun hún áfram standa höllum fætí gagnvart þeim. Brýnasta pólitíska ákvörð- unin um flugstöðina er því að veita henni þetta frelsi með einkavæðingu hennar.” Þannig kemst Sigríður Sól Björnsdóttir, nýútskifaður viðskiptafræðingur, að orði í lokaritgerð sinni við Viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Islands. Ritgerðin ber heitíð: Verslunarsvæði flugstöðva. Sam- keppnisstaða Kaupmannahafiiarflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. KAUPMANNAHAFNARFLUGVELU VAR VEITT FRELSI Sigríður segir að Kaupmannahafnar- flugvelli í Kaupmannahöfii hafi verið gefið frelsi með einkavæðingu. „Viljum við ís- lendingar tileinka okkur hið besta tíl að mæta aukinni alþjóðlegri samkeppni við rekstur flugstöðva - og verslunarrekstur í fríhöfnum þeirra - getum við auðveldlega sótt góða fýrirmynd tíl Kaupmannahafnar- flugvallar. Þar hefur sannast að einkaaðilar eru betur tíl þess fallnir en ríkisfyrirtæki að bregðast við harðnandi samkeppni.” Minnst er á útboð Ríkiskaupa á síðasta ári á rekstri sérvöruverslana í flugstöðinni: „Utboðið tókst vel en þó er mikilvægt að ekki verði látið staðar numið með útboðinu heldur haldið áfram að losa ríkisvaldið úr rekstrinum. Rökrétt framhald væri að und- irbúa einkavæðingu allrar borgaralegrar starfsemi á flugvellinum.” AFNÁM FRÍHAFNAINNAN ESB Sigríður vekur athygli á að íyrir liggi samþykkt Evrópusambandsins um að af- nema tollfrjálsa sölu fríhafna innan ríkja þess fyrir 1. júli á næsta ári. Við það muni rekstrarskilyrði flugstöðva breytast veru- lega frá því sem nú er þar sem stór hlutí tekna þeirra kemur frá tollfrjálsri sölu. „Ráðherraráð Evrópusambandsins hef- ur verið undir miklum þrýstíngi varðandi það að fresta afnámi skattfrjálsrar verslun- ar í fríhöfnum Evrópusambandsins þegar ferðast er milli einstakra aðildarríkja. Sam- kvæmt heimildum innan framkvæmda- stjórnarinnar er ekki gert ráð fýrir að 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.