Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 9
Viðskiþtafrœðingar á endurskoðunarsviði: Sigrún Kristinsdóttir, Andrés E.
Hilmarsson og Sigurhjörtur Sigfússon.
Jóhannes I. Kolbeinsson, Ragnar Gunnarsson, Óskar Jósefsson
og Frans Páll Sigurðsson eru ráðgjafar hjá PwC.
starfsmannaráðninga, starfsmannaþróun-
ar og lögfræðiþjónustu.
Reynir segir að PwC á íslandi hafi ein-
sett sér að skilgreina og koma á framfæri
sérhæfðri þekkingu íslendinga á sjávarút-
vegi og reyna þannig að hljóta viðurkenn-
ingu innan PwC-samsteypunnar sem sér-
fræðingar á því sviði. „Með því gerum við
okkur vonir um að geta selt þessa sér-
hæfðu þekkingu erlendis í samstarfi við
aðra ráðgjafa PwC og að ráðgjöf okkar
manna í sjávarútvegi geti orðið á heims-
vísu."
Markaðsrannsóknir og starfsmanna-
þjónusta
Öll aðstaða til markaðsrannsókna hjá
PwC hefur verið stórbætt. Fyrirtækið mun
halda áfram því öfluga starfi sem
Hagvangur
sinnti á sviði
markaðsrann-
sókna og mark-
aðsráðgjafar,
með vióhorfs-,
þjónustu- og
vettvangskönn-
unum, svo sem
spurningavögn-
um, rýnihópum
og sértækum
könnunum, vöru-
mati og gerð
markaðsáætlana.
Starfsmannaþjónustan hefur einnig
verið efld og byggist ekki aðeins á ráðn-
ingarþjónustu, persónu- og hæfnismati
heldur er mikið lagt upp úr starfsmanna-
þróun. Undir hana falla starfsmanna-
stefna, starfsmat, frammistöðumat, við-
horfs- og launakannanir, vinnuhópar og
þjálfun. í ráðningarþjónustunni hefur verið
tekið upp nýtt tölvukerfi sem er notað hjá
fleiri ráðningarþjónustum PwC í heiminum
og er því ætlað að bæta þjónustuna veru-
lega. Einnig hefur verið tekið upp nýtt per-
sónu- og hæfnismat fyrir þá sem sækja um
störf í gegnum starfsmannaþjónustu PwC.
Er það gert til að auka enn á öryggi við
ráðningar starfsfólks.
Skrifstofur PricewaterhouseCoopers á
íslandi eru í Reykjavík, á Akureyri, á Húsa-
vík, í Keflavík/Grindavík og á Selfossi.
Starfsmenn PwC um allan heim eru tengd-
ir sameiginlegum
gagnagrunni og
skiptast á þekk-
ingu, aðferða-
fræði og reynslu
á Internetinu.
Með þessari
samhæfingu
og söfnun
þ e k k i n g a r
ásamt aukinni
getu til að
fjárfesta í þró-
un og þjálfun
getur fyrirtækið boðið viðskipta-
vinum sínum ráð um bestu lausnir og boð-
ið nýjar upplýsingar, aðferðir og þjónustu
hraðar en áöur.
Katrín S. Óladóttir og Drífa Sigurðardóttir
eru í starfsráðningum.
Ólafur Þ. Gylfason, rannsóknarstjóri mark-
aðsrannsókna og Guðný Sævinsdóttir í mót-
töku.
hakka9íReykjavík.
PrICEWATeRHOUsEQoPERS
Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími: 50 5300 • Fax: 550 5302
AUGLYSINGAKYNNING
9
Ingólfur Garðarsson, forstöðumaður mark-
aðssviðs, ogHrönn Ingólfsdóttir, aðferðafrœð-
ingur markaðsrannsókna.