Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 58
Menn medalía. Einhverjir þekktustu koníaksframleiðendur Frakklands, feðgarnir Jean-Guy og Bruno Arrive. Þeir hafa unnið til f/ölda verð-
launa fyrirframleiðslu sína á koníaki, hvítvíni, rauðvíni, pínói (1/4 koníak og 3/4 þrúgusafi) ogfleiri vínum.
FV-myndir: Helga Brynleifsdóttir.
KLASSÍSKT KONÍAKSHÉRAÐ
uta ”landi”
slóð fram afkynsloð hefur
Mduð í œtt Tonys.
Frjáls verslun ferðadist í sumar um héraðið Charente-
Maritime, sem betur er þekkt sem koníakshéraðið í Frakk-
landi. Það nýtur mikilla vinsœlda hjá ferðamönnum!
Qlestir hafa heyrt um að SÍF eigi
dótturfyrirtækið Nord Morue í
bænum Jonzac í héraðinu
Charente-Maritime í Frakklandi, færri vita
hins að þetta er sjálft koníakshéraðið og
afar vinsælt af ferðamönnum. Það er sól-
ríkt og hefur sínar ágætu baðstrendur -
en það nýtur ekki síst vinsælda vegna
náttúrufegurðar, matargerðar, klassískr-
ar byggingarlistar, smábátahafna; og svo
auðvitað koníaksins. Virki frá 16. öld og
rómönsk byggingarlist setja svip sinn á
héraðið. Þar eru yfir _________________
300 kirkjur sem eru
yfir eitt þúsund ára
gamlar. Svæðið er MYNDIR: Helga Brynleifsdóttir
sömuleiðis stærsti
TEXTI: Jón G. Hauksson
ostruframleiðandi í Evrópu. Þar eru saltnámur -
sem sáu raunar Islendingum fyrir salti um langa
hríð. Þetta athyglisverða hérað er við suðvestur-
strönd Frakklands, rétt fyrir norðan stórborgina
Bordeaux. Frjáls verslun var þar á ferð í sumar á
vegum ferðamálayfirvalda í Frakklandi.
Borgin La Rochelle er höfuðstaður Charente-
Maritime - og svo hefur verið frá því á dögum
Napóleons Bonaparte. Borgin er miðstöð við-
skipta á svæðinu. Hún vekur þó fyrst og fremst at-
hygli fyrir margar sögufrægar byggingar og stóra
fiski- og smábátahöfn - sem raunar er stærsta
smábátahöfnin við Atlantshafið.
Þar eru lægi fyrir yfir 3 þúsund
báta. Seglskútur liggja þar í hnapp.
Og þar má sjá rafknúna bíla á ferð
- en borgin styður slíka bílafram-