Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 20
Stjórnendur í fyrirtækjum að skipta um starf og hafni bónorðinu. Enda má segja að í því felist upphefð að lenda í sigtinu, það kitlar egóið! Og mörg dæmi eru um að fólk, sérstak- lega almennir stjórnendur, nýti sér það til að þrýsta á launahækkun hjá vinnu- veitanda sínum! „Hausaveiðarinn” hef- ur hengt á hann verðmiða. Að sögn manna hjá ráðningarstof- um er aðeins lítill hluti almennra starfa auglýstur í dagblöðum, kannski frá 5 til 10%. Talan liggur ekki fyrir og er áætluð. Algengasta aðferðin við ráðn- ingar hérlendis í almenn stjórnun- arstörf - sem önnur störf - er að fólk 159 sljómendur. MeOallekjur 620 þúsund á mánuði. 20 10 I I I I Undir 400 þús. 400-500 þúsund 500-600 þúsund 600-800 þúsund 1! yfir 1 millj. HHHI -————-—■ — Tekjudreifingin hjá 159 þekktum stjórnendum í at- vinnulífinu, samkvœmt Tekjublaði Frjálsrar verslun- ar. Meðaltekjurnar eru um 620 þúsund á mánuði. Alls 14 þeirra hafa tekjuryfir 1 milljón á mánuði. látí skrá sig hjá ráðningarstofum og eftír það fer boltínn að rúlla. í því góðæri, sem nú rikir er fólk tilbúnara tíl að slá til og skipta um starf. Af því leiðir að fleiri láta skrá sig á ráðningarstofum og meira er auglýst eftír fólki. Enda verður vinnumarkaðnum núna ekki lýst öðruvísi en með orðunum: „Það vantar fólk!” Forstjórastöður í stærstu fýrirtækjum landsins eru aldrei aug- lýstar nema hjá opinberum fýrirtækjum, sem eru skyldug tíl að auglýsa, þótt yfirleitt sé búið að ákveða fýrirfram hver hreppi hnossið - hvort sem það er innanhússmaður eða einhver með rétt flokksskírteini. Auglýsingarnar eru þá tíl málamynda. Sú for- stjóraráðning, sem mest hefur verið fjallað um í sumar, er ráðning Friðriks Sophussonar, fráfarandi fiármálaráðherra og fýrrum iðn- aðarráðherra, í starf forstjóra Landsvirkjunar. Engin lög eru tíl um að auglýsa þurfi stöðuna og var sú leið ekki valin heldur réði stjórnin Friðrik beint. Enginn vafi er á því að Friðrik er vel að for- stjórastöðunni kominn - og hann er líklegast einn fárra stjórnmála- manna sem ættí auðvelt með að fá starf í einkageiranum sem for- stjóri. Fáum dylst þó að um pólitiska ráðningu hafi verið að ræða. Enda trúir varla nokkur því að stjórn Landsvirkjunar hafi beitt „hausaveiðum” við ráðningu hans; að hún hafi skyndilega komið auga á Friðrik sem næsta forstjóra. Raunar hafði hann verið orð- aður við starfið í meira en tvö ár. HENTUG AÐFERÐ Segja má að „hausaveiðar” séu hentug aðferð við að ráða í toppstöður. Vegna krafna fýrirtækja um reynslu er yfirieitt sótt i raðir starfandi stjórnenda hjá öðrum fýrirtækjum, fólks sem vak- ið hefur á sér athygli fyrir störf sín og hefur eiginleika sem sóst er eftír. Við ráðningu millistjórnenda, sem og almennra stjórnenda, er algengasta aðferðin ennþá sú að láta ráðningarstofur annast verkið þótt „hausaveiðar” fari þar einnig mjög vaxandi. Ekki má heldur horfa fram hjá því að margir háttsettír stjórnendur í fyrir- tækjum, sem hafa áhuga á að skipta um starfsvettvang en vilja ekki láta þann áhuga uppi, melda sig __________________________ við ráðningarstofur og biðja um að þeir séu hafðir „á bak við eyrað” ef eitthvað spennandi reki á fjörurnar. Þeir vilja alls ekki vera á skrá en eru tilbúnir tíl að stökkva berist vænn bití inn á borðið. „Hausaveiðar” eru tiltölulega ein- föld vinnuaðferð. Stjórnarformaður fýrirtækis myndar yfirleitt vinnuhóp sem skráir niður það fólk sem hefur 20 15 10 Stjórnendur fjármálafyrirtækja 73 stjórnendur. Meðaltekjur 627þúsund á mánuði. r*T,i i i i i i i i verið að gera góða hluti í viðskiptalíf- inu og hefur þá eiginleika sem leitað er að. Það er til dæmis flett upp í bók Fijálsrar verslunar, 100 stærstu, tíl að fá hugmyndir um nöfn eða að farið er í gegnum Viðskipta- og hagfræðinga- talið tíl að kanna markaðinn. Sömu- leiðis er spurst fyrir f viðskiptalífinu um fólk sem hefur vakið athygli og menn hafa trú á. Það er einfaldlega leitað stíft. Sömuleiðis er hringt í ráðningarstofurnar og hlerað hvort einhver vití þar um einhvern sem gert hafi góða hluti. Margir þeirra, sem þekkja vel til viðskiptalífsins, hafa lent í því að fá hringingar þar sem þeir eru spurðir hvort þeir viti um einhvern sem þeir telji góðan og hæfan stjórnanda. Öll gengur þessi vinna út á eitt; að fá sem flest nöfn á listann og gleyma eng- um. Næsta skref er síðan að tálga listann niður og strika út nöfn - fækka í hópnum. Þegar um þrjú til fimm nöfn eru eftír á listanum fer mikil vinna í að grandskoða hvern og einn - og finna þann rétta. Að því loknu er erindið borið upp og fundi skotíð á með honum. „Hinn veiddi” gefur sér yfirleitt ekki langan tíma tíl að segja af eða á um frekari samningaviðræður. Reynslan sýnir ennfremur að það eru ekki nærri allir sem eru tilbúnir tíl að stökkva. Sé „hinn veiddi” á ann- að borð tíl í að taka slaginn standa sjálfar samningaviðræðurnar yf- irleitt ekki lengi yfir. Vilji menn vinna saman þá klára þeir þetta á nokkrum dögum - viku eða svo. Stundum kemur það fyrir að „hinn veiddi” fari fram á of mikið eftír að samningaviðræður eru hafnar. Hann er jú í þeirri aðstöðu að sóst er eftír honum og það gefur honum færi á kröfum. En yfirleitt vita menn hveijar tekjur forstjóra eru og hvaða kjör eru í gangi á forstjóramarkaðnum og geta því gengið að því gefnu að þeir fái ekki lakari kjör. Og sé ver- ið að ráða forstjóra í stórfyrirtæki, en þeir eru margir með tekjur á bilinu 700 þúsund og upp í 1 milljón á mánuði, er varla rifist um 100 tíl 200 þúsund krónur tíl eða frá á mánuði. Enda eru eigendur að leita að góðum manni sem þeir trúa að grípi tíl aðgerða sem auki hagnaðinn - og greiði tíl baka laun forstjórans og rúmlega það. Fróðlegt er að skoða nánar atburðarásina við að nálgast „hinn veidda”. Þegar þrir tíl fimm menn eru eftir á listanum, og ákveðið hefur verið að hafa samband við þá, er nefnilega misjafnt hver tek- ur það verk að sér. Oftast eru það stjórnarformenn fyrirtækjanna. En stundum kjósa þeir að láta aðra um verkið og leita þá gjarnan til ráðningarstofa og biðja þær um að taka listann og hringja. Eft- irfarandi orðalag er þá notað; „Nafn þitt hefur komið upp sem hugsanlegs forstjóra eða næstráðanda í fyrirtæki, gætír þú haft ______________________ áhuga á að taka starfinu?” Kosturinn við þá aðferð er sú að menn hafa tæki- færi tíl að neita strax í upphafi og þá nær málið ekki lengra varðandi þann einstakling. Sýni hann áhuga verður hann auðvitað að fá vitneskju um hverjir séu að falast eftír honum. Það er þó ekki gefið upp nema að undan- gengnu leyfi stjórnarformanns þess fyrirtækis sem hefur áhuga. Þegar samningalotan er hafin er það 20 Undir 400 þús. 400-500 þúsund 500-600 þúsund 600-800 þúsund 800 þús. til 1 rnillj. yfir 1 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.