Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 41
Hinn þekkti veitingastaður Þyrill við Hvalfjörð lokaði eftir að göngin oþnuðu.
verið var opnuð skíðalyfta í Snæfellsjökli.
Fyrirhugað er að stofna Þjóðgarð á nesinu
segir Guðlaugur Bergmann sem er í for-
svari fyrir Framfarafélag Snæfellsbæjar.
Fegrun bæjarins og umhverfisvernd eru
einnig ofarlega á blaði.
„Við höfum lagt mikla áherslu á vega-
mál í Snæfellsbæ. Þjóðgarðurinn sem
verður ffá Dagverðará út að Gufuskálum
hefur einnig verið okkur mjög hugleikinn.
Við viljum að hann verði sem fyrst að veru-
leika. Við höfum auk þess lagt mikla áher-
slu á umhverfismál og lagt drög að stofnun
regnhlifarsamtaka þeirra sem áhuga hafa
á umhverfismálum. Við vonum að Snæ-
fellsbær verði vistvænt bæjarfélag á næstu
fimm árum. Göngin þýða að vegalengdin
út á nes sfyttist þannig að fleiri vilja sækja
okkur heim. Eftir því sem við fáum fleira
fólk þurfum við að vernda náttúruna okk-
ar betur. Við höfum orðið vör við meiri um-
ferð í sumar heldur en verið hefur. Fólki
vex ekki eins í augum og áður að keyra
hingað,” segir Guðlaugur.
SJOPPUMENNINGIN BREYTIST
Eitt af því sem menn hafa velt fyrir sér
er hvort áningarstaðir ferðamanna verði
aðrir en áður. I íjölda ára voru reknar þrjár
veitingasölur á Hvalfjarðarströnd og í
Botninum; Botnsskáli, Þyrill og Ferstikla.
Botnsskálinn lokaði þegar veginum í Botni
var breytt og Þyrill lokaði fyrir stuttu. Enn-
þá er rekin veitingasala á vegum Olís að
Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd en þar var
umferð sáralítil fyrst eftir að göngin opn-
uðu. Eðvarð Loftsson rekur veitingasöl-
una en hann er ekki frá því að umferðin
hafi aftur aukist. „Mér finnst umferðin
vera að glæðast aftur og hef ekki gefið upp
alla von. Ég ætla að gefa veitingasölunni
tækifæri, klára veturinn og sjá síðan til.
Flutningabílstjórarnir fara að mestu göng-
in nema þeir sem eru of háir eða breiðir,”
segir Eðvarð.
Pétur Geirsson sem rekur Hótel
Borgarnes hefur ekki orðið var við neina
breytingu ennþá. „Ráðstefnur og fundir
ásamt gistingu útlendinga eru mínir
stærstu póstar. Ég vonast til þess að fá inn
nýjan markað í árshátíðum og fundum. Ég
næ betur til Reykjavíkurmarkaðarins yfir
veturinn eftir að göngin komu. Það er eng-
in hindrun lengur og ferðin orðin styttri,”
segir Pétur.
Að sögn Örnu Pálsdóttur í Baulu hef-
ur umferð aukist talsvert frá því að göngin
voru opnuð. Hún segir strauminn hafi leg-
ið meira vestur en norður. „ Fólk verslar
ekki hjá okkur eins og áður í matvöru-
versluninni heldur kaupir sér einungis gos
og nammi. Það er orðið svo stutt á milli
staða. Margir fara framhjá okkur og stoppa
í Hreðavatnsskála eða hreinlega ekki fyrr
en norður í Staðarskála,” segir Arna.
Að sögn Jóns Péturssonar, sem rekur
Hreðavatnsskála, er engin sjáanleg breyt-
ing þar á milli ára. Hann nefnir ennfremur
að það sé ekki að marka þar sem nú sé há-
annatími. Hann segir umferðina um Hreða-
vatnsskála eingöngu fara eftir veðrinu fyrir
norðan og hafa þvi ekki byijað fyrr en eftir
tíunda júlí. Zophanías Lárusson í sölu-
skála Essó á Blönduósi segir engar sérstak-
ar breytingar að finna þar á bæ þrátt fyrir að
göngin hafi verið opnuð. Eiríkur Gíslason,
sem rekur Staðarskála í Hrútafirði, tekur
undir orð Jóns í Hreðavatnsskála og segir
erfitt að átta sig á áhrifum ganganna á með-
an háannatíminn standi yfir. ÖÖ
MARGAR NÝBYGGINGAR
„Á Akranesi er talsvert um nýbyggingar núna en svo hefur ekki verið undanfarin átta
eða níu ár. Mest er um einbýlishús, raðhús og parhús - og ekki er ólíklegt að fjöl-
býlishús verði byggt innan skamms.
TONLEIKARAÐIR
VETRARINS
98^99
Voldug hljómsveitaverk
GULA RÖÐIN
Carl Nielsen: Maskerade, forleikur
Atli Heimir Sveinsson: Píanókonsert
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 1
Edward Elqar: Cellókonsert
Custav Höíst: Pláneturnar
Robert Schumann: Sinfónía nr. 3
Max Bruch: Konsert f. víólu og klarinett
Atli Heimir Sveinsson: Flower Shower
Jón Leifs: Requiem
jón Leifs: Orgelkonsert
Anton Bruckner: Sinfónía nr. 6
Wolfgang A. Mozart: Sinfónía nr. 31
Wolfgang A. Mozart: Píanókonsert nr. 27
Felix Mendelssohn: Sinfónía nr. 3
Atli Heimir Sveinsson: Vikivaki, svíta
Sergei Prokofiev: Fi&lukonsert nr. 1
Dmitri Shostakovich: Sinfónía nr. 10
Vinsælustu einleikskonsertar
tónlistarsögunnar
RAUÐA RÖÐIN
Þorsteinn Hauksson: Bells of Earth
Sergei Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 2
Claude Debussy: Fétes & Nuages
Richard Strauss: Rosenkavalier, svíta
Antonin Dvorak: Cellokonsert
Dmitri Shostakovich: Sinfónía nr. 5
Ludvig van Beethoven: Leonora, forl..nr. 3
Ludvig van Beethoven: Píanókonsert nr. 5
Ludvig van Beethoven: Sinfónía nr. 4
Piotr Tchaikovsky: Rómeó St Júlía
Wolfgang A. Mozart: Fi&lukonsert nr. 3
Sergei Prokofiev: Rómeó 6r Júlía
Emmanuel Chabrier: Espagna
Joaquin Rodrigo: Concierto de Aranjuez
Atli Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 1
Karólína Eiríksdóttir: Þriár setningar
Henryk Wieniawski: Fiðlukonsert nr. 1
Henryk Wieniawski: Polonaise
Cesar Franck: Sinfónía í d moll
Létt og aögengileg tónlist
GffyEl JA RÖÐIN
Michael Torke: Ash
George Gershwin: Píanókonsei _
Aaron Copland: Klarinettkonsert'
Leonard Bernstein: Sinfónískir dans.
úr West side story
Vínartónlist
Andrew Lloyd Webber:
Jesus Christ Supi
Óperutónlist
m
Föstudaqstónleikar með
ísíenskum kórum
BLÁA RÖÐIN
cScomo Puccini: Turandot
Jón Leifs: EDDAI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS I
Háskólabíói við Hagatorg
Sími: 562 2255 - Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfóníu-
vefnum: www.sinfonia.is