Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 64
FÓLK Baðstofan er til húsa á Skemmuvegi í Kópavogi sem er ekki beinlinis í alfaraleið fyr- ir almenna viðskiptavini. Þetta mun breytast þegar fyrirtækið flytur í Smárahverfið í Kópa- vogi en þar hefur Baðstofan fest kaup á eigin húsnæði. „Við höfum einbeitt okkur að verktakamarkaðnum það sem af er en munum fara að hugsa meira um hina hefð- bundnu viðskiptavini þegar við flytjum í eigin húsnæði," sagði Óskar. Auk þess að flytja inn flísar, vaska, baðker og blöndunar- tæki eða nánar tiltekið allt í baðherbergið eru þeir Óskar og Gunnar að heija innflutn- ing á svokölluðum kerfisloft- um sem eru niðurhengdar lofteiningar í verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Þessi inn- flutningur er á frumstigi en slíkar einingar verða settar upp í húsnæði Brimborgar þar sem einnig verða flísar frá Baðstofunni. „Við erum ánægðir með viðtökurnar sem staðfesta að við erum með góða vöru á góðu verði. Það eru mikil um- svif í byggingariðnaði um þess- ar mundir og það kemur sér vel fyrir okkur. Þetta eru upp- gangstímar og við erum ánægðir með það.“ Óskar er fæddur 1964. Hann lauk verslunarprófi 19 ára og fór til starfa hjá BYKO og var þar þangað til hann hóf eigin rekst- ur. Hann er kvæntur Steinunni Finnsdóttur og þau eiga tvö börn. Hann segir að mörkin milli vinnu og tómstunda verði stundum óljós þegar unnið sé við eigin rekstur. „Það vill vera þannig að maður sé alltaf með hugann við vinnuna. Eg reyni að eyða mín- um frítima með fjölskyldunni en hef auk þess spilað fótbolta með „old boys“ hópi. Ég er fæddur og alinn upp í Kópavog- inum og þekki hér hvern krók og kima og spilaði fótbolta með Breiðabliki í yngri flokkunum hér áður fyrr.“ S3 Óskar Örn Garðarsson er annar eigenda Baðstofunnar í Kópavogi sem selur flísar og hreinlætistæki. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. •• OSKAR ORN GARÐARSSON BAÐSTOFUNNI nið höfum frá stofnun fyrirtækisins einbeitt okkur að verktaka- markaðnum og orðið mjög vel ágengt og þetta hefur gengið mun betur en við reiknuðum með. Við erum nýbúnir að gera stóran samning við Brim- borg um allar flísalagnir á 4.000 fermetra húsnæði sem þeir eru að byggja. Við seljum þeim reyndar líka niðurhengt loft í húsið þótt okkar helsta viðfangsefni sé að selja flfsar og blöndunartæki og allt í bað- herbergið," sagði Óskar Örn Garðarsson annar eigenda TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Baðstofunnar við Skemmu- veg. Baðstofan er 25 ára gamalt fyrirtæki sem Reynir Hjörleifs- son hafði átt frá upphafi en Óskar og félagi hans og sam- starfsmaður, Gunnar Guð- mundsson, keyptu í febrúar á þessu ári. Óskar hefur að baki 15 ára starf hjá BYKO þar sem hann sá um sölu á byggingar- vörum og síðar innkaupastjórn en hann hafði ávallt dreymt um sjálfstæðan rekstur. Gunnar er hinsvegar lærður bakari og hefur starfað við það árum saman og var alveg til í að söðla um. Þeir Óskar og Gunnar eru reyndar ögn meira tengdir en sem viðskiptafélagar því þeir eru svilar, giftir tvíburasystr- um. „Við flytjum inn flísar frá Ítalíu og blöndunartæki frá Þýskalandi. Við reynum að halda birgðahaldi í lágmarki og liggja ekki með margar gerðir af flísum því það eru tísku- sveiflur í þessari grein. Með þessu hefúr okkur tekist að halda verðinu niðri og við höf- um náð góðu samstarfi við verktaka í byggingariðnaðin- um.“ 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.