Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF SKATTFRJÁLSIR SKÁTAR Skátabúðin hefur þá sérstöðu meðal slíkra verslana að hún er 100% í eigu Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík og allur hagnaður af rekstri hennar rennur óskiptur til sveit- arinnar og er skattfrjáls. Hún var upphaflega stofnuð til að bæta úr skorti á sérhæfð- um vörum á þessu sviði. an fatnað sem lýtur tískusveiflum. Það sem mest er í móð kostar yfirleitt mest en ekki er alveg víst að fylgni sé milli verðs og gæða. „Við höfum lagt áherslu á alhliða vöruúrval en okkar sterkustu hliðar eru íþróttavörur, útivistarvörur og skíðabúnaður. Eg tel að markaðurinn sé í mikilli uppsveiflu og merki það á þvi að veruleg aukning hefur orðið hjá okkur samanborið við árið i fyrra. I ljósi aukinnar samkeppni hlýtur þetta að þýða að markaðurinn stækki," sagði Tómas Bjarnason markaðsstjóri í versluninni Utilífi í Glæsibæ. Utilíf er tæplega 25 ára gömul verslun sem er ölskyldufyrir tæki. „Þarna eru án efa nokkrir samverk- andi þættir sem hafa áhrif á þessa aukningu. Fólk almennt stundar úti- vist og hreyfingu í auknum mæli. Auk- in kaupgeta eða góðæri hefur sín áhrif og svo okkar markaðsstarf og sú stefiia að bjóða ávallt lægra verð en samkeppnisaðilarnir á sömu vöru.“ „Eg tel að stærri verslanir og fleiri sé einfaldlega svar markaðarins og kaupmanna við auknum áhuga al- mennings á útivist og hollu líferni og tel að sú þróun muni halda áfram í þá átt að þeir stærri styrki sig með samruna og þeir smærri leggi upp laupana. Þetta er að gerast í Evr- ópu og er að byrja að teygja sig hingað," sagði Halldór Hreinsson, markaðsstjóri Fálkans, sem áður starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Skáta- búðarinnar. Halldór sagði að sfyrkur Fálkans fælist einkum í tvennu, þ.e. fjölbreyti- legu vöruframboði og stórri markaðs- hlutdeild í sumum vöruflokkum eins og t.d. á reiðhjólamarkaðnum þar sem Fálkinn er með sterka markaðshlut- deild. Fálkinn var upphaflega stofnað- ur árið 1904 til að leigja og gera við reiðhjól. Sé verð á útivistarvörum og fatnaði á Islandi borið saman við nágranna- löndin kemur í ljós að verðið hér á landi er mjög áþekkt því sem algengt er á Norðurlöndum og Bretlandi. Mörg merki sem njóta vinsælda á þessum mörkuðum eru einnig vinsæl hérlendis. Af þessu leiðir að seljendur útivistarvara eru ekki í samkeppni við verslunarferðir til útlanda líkt og stétt- arbræður þeirra í sumum öðrum greinum. Svolitið öðru máli gegnir um Amer- íkumarkaðinn. I Ameríku er hægt að fá ýmsar útivistarvörur á mun lægra verði en hérlendis en það á einkum við um búnað af ýmsu tagi. Fatnaður og skór virðast þar vera á svipuðu verði og hér og er skýringanna trú- lega að leita í áhrifum tískusveiflna. KEÐJURNAR KOMA Þeir sem rætt var við um ástandið á þessum markaði voru sammála um að samkeppnin myndi harðna á næstu árum. Nýjar og stórar verslanir myndu veita eldri verslunum harð- ari samkeppni sem yrðu að bregðast við með einhverj- um ráðum. Ljóst er að aukin kaupgeta stækk- ar markaðinn tiltölu- lega hratt. Næsta ár sker trúlega úr um það hvort nýlið- arnir í greininni lifa af. Talið er líklegt að næsta haust 1999 verði opnuð a.m.k. 1.500 fermetra alhliða úti- vistar- og íþróttaverslun í nýrri tengibyggingu í Kringlunni. Þar finnst mönnum líklegt að einhver erlend keðja íþróttaverslana verði í samvinnu við eigendur húsnæðisins sem eru eigendur Kringlunnar með Hag- kaupsfjölskylduna í fararbroddi. Þess- ir aðilar gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá Skátabúðina til samstarfs um versl- unarrekstur á þessum stað en án ár- angurs. Þeir sem eru svartsýnir á hraðan vöxt markaðarins segja að ekki muni allir lifa af harðnandi samkeppni og því hljóti að koma til sameiningar eða gjaldþrota í greininni. Minna má á nöfn verslana eins og Sportval, Bikar- inn, Kringlusport og Hummelbúðin sem eiga það allar sameiginlegt að hafa orðið gjaldþrota síðustu ár. SD Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. "Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.