Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 39
SAMGÖNGUR ■■■■ gætir líklega ekki á þeim stöðum sem eru lengra burtu. „Efnahagsleg áhrif Ifvalfjarðarganga á Reykjavíkursvæðið eru síðan hin hliðin á sama máli. Borgin gæti fengið meiri versl- un og þjónustu til sín frá litlu bæjunum. Hálaunafólkið velur sér bústað þar þótt það vinni á Akranesi. Fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu gætu einnig fengið aukna sam- keppni frá fyrirtækjum staðsettum áAkra- nesi og í Borgarnesi sem framleiða sams- konar vörur,” segir Sigurður. „Við skulum gleyma gjaldinu til að byija með. Það er styttra fyrir fyrirtæki að koma vöru sinni á markað. Göngin stytta tímann sem tekur að keyra norður í land. Umferð sem áður fór lengri leiðina fer nú styttri leið- ina og til verður ný umferð. Meiri samskipti eru á milli nálægra staða heldur en fjar- lægra og því leiðir styttingin til aukinnar umferðar. Það verður styttra í þjónustu á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem búa á Akranesi. Fólk þar tekur meiri þátt í því sem gerist í höfuðborginni, fer til dæmis oftar á bíó, í leikhús og fleira,” segir Sigurður. „Fjarlægðin hefur minnkað en við gjaldið lengist hún aftur. Ef Speli tekst að hirða til sín allan hagnað sem menn hafa af því að nota göngin þá hafa göngin engin áhrif. Þau stytta leiðina umtalsvert en mað- ur er líka tvöþúsund krónum fátækari ef maður notar göngin báðar leiðir. Ef stytt- ingin er eingöngu peninganna virði þá hafa göngin engin áhrif. Þeir sem vinna á Skag- anum og búa í bænum eða öfugt þurfa að fá þijátíu þúsund krónum hærri nettólaun ef þeir keyra einir. Auðvitað þarf fólk ekki að vera einsamalt í bílnum. Það getur gert eins og algengt er í Bandaríkjunum og tek- ið þijá til fjóra með sér og deilt kostnaðin- um,” segir Sigurður. „Það má ekki gleymast að nýjabrumið er ennþá á HvalJjarðargöngum. Þegar fólk fer að reikna út eftir sumarið hversu miklu það hefur eytt í göngin á mánuði getur ver- ið að það endurskoði sín mál. Fyrir þá sem eiga sumarbústað í Svínadalnum og fara göngin um hverja helgi kosta göngin átta þúsund á mánuði en styttingin er einungis fjórtán mínútur. Hver og einn verður þá að meta hvort það sé þess virði að keyra þau. A veturna er þægilegra að fara göngin og losna við hálkuna. Eg held að það hafi ekki ennþá verið reiknað út hversu mikið það kostar raunverulega að fara göngin. Hversu mikils metur fólk sparnaðinn af því að styt- ta leiðina svona mikið? Hversu mikils virði er fyrir fjölskylduna að vera tuttugu mínút- um lengur í bústaðnum?” segir Sigurður. „Við reynum markvisst aðfjölga þvísem dreg- ur ferðamenn að. Vió höfum komið upþ lista- safni og steinasafni auk byggðasafnsins sem var hérfyrir. Einnig er verið að byggja 18 holu golfuöll,” segir Gísli Gíslason, bœjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar ehf. HÆKKANDI FASTEIGNAVERÐ Auk þess sem nefnt hefur verið líta Ak- urnesingar og íbúar í Borgarbyggð til þess að sumarbústaðabyggð aukist og útivistar- svæðum fjölgi. Hvaltjörðurinn verður áreið- anlega áhugaverðari fyrir vikið þar sem um- ferð hefur minnkað. Sumarbústaðabyggðin er nú aðallega í Svínadal, það er í Eyrar- skógi, Svarfhólsskógi og Kambshóli en er einnig farin að sýna sig á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd svo dæmi séu nefnd. ,,Það má ekki gleymast að nýjabrumið er ennþá á Hvalfjarðargöngum. Þegar fólk fer að reikna út eftir sumarið hversu miklu það hefur eytt í göngin á mánuði getur verið að það endurskoði sín mál. Fyrir þá sem eiga sumarbústað í Svínadalnum og fara göngin á hverri helgi kosta göngin átta þúsund á mánuði en styttingin ereinungis fjórtán mín- útur/’segir Sigurður Guðmundsson hjá Þjóð- hagsstofnun. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. „Ljóst er að jarðir norðan Hvalfjarðar verða eftirsóttari en áður, bæði fyrir þá sem vilja búa í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborg- inni og hjá þeim sem leita að landi til þess að stunda hestamennsku,” segir Gísli. Magnús Leopoldsson fasteignasali tekur undir þetta og segir áhuga á jörðum á þessu svæði hafa aukist eftir að göngin Sááfund semfinnur —góða aðstöðu! HÓTEL LOFTLEIÐIR ICELANDAIR H O T E L S Pantaðn sal í tíma og síma 50 50 160 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.