Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 10

Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 10
RISAR RÆÐAST VID nveir ríkustu menn Bandaríkjanna, Bill Gates, aðaleigandi Microsoft, og Warren Buffett, frægasti fjárfestirinn vestanhafs og einn stærsti hluthafinn í Coca-Cola, sátu fyrir svörum og ræddu við 350 viðskiptafræðinga í Banda- ríkjunum nýlega. Buffett er löngu kunnur fyrir hnyttin tilsvör. Hér eru nokkrir molar úr samræðum þeirra: Buffett: Sem þjóðfélagsmeðlimur fagna ég því sem Bill Gates er að gera. Sem tjárfestir hef ég vakandi auga með því. Gates: Tölvuiðnaðurinn, sérstak- lega hugbúnaðargerð, er mest spennandi atvinnugrein sem til er. Eg tel að ég sé í besta starfinu á því sviði. Buffett: Ég geri tvennt í vinnu. Ég dreifi fjármagni, sem mér finnst gaman, og ég reyni að halda framkvæmdastjórun- um mínum að verki. Þeir eru bara svo ríkir að þeir þurfa varla að vinna. Buffett: Velgengni felst í að fá það sem þú vilt og hamingjan felst í að vilja það sem þú færð. Buffett: Ég held að Internetið muni ekki draga úr notkun fólks á tyggigúmmí eða minnka löngun þess í kók. Við munum ekki tapa á Inter- netinu. Buffett: Ég ætla að halda áfram að vinna þangað til fimm árum eftir að ég dey. Ég hef látið forstjórana fá andaglas til að hringja í mig. Gates: Ég held að verstu kaup sem Buffett gerði hafi verið þegar hann keypti Berkshire Hathaway sem fyrirtæki FRETTIR hans heitir eftir í dag. Það voru herfileg mistök. Buffett: Það var eins og taka upp notaðan vindilstúf úr götu- ræsinu og ná einum smók úr honum. Okeypis en herfileg mistök. Gates: Bestu ákvarðanir sem ég hef tekið snúast um fólk. Annars vegar að fara í sam- starf við Paul Allen og síðan að ráða Steve Ballmer í vinnu. Góðir samstarfsmenn eru ómetanlegir. Buffett: Ég á einn svona, Charlie Munger. Ef hann segir að eitthvað sé mjög heimskulegt þá veit ég að ég ætti ekki að gera það. Ef hann segir að það sé bara heimskulegt þá veit ég að það er allt í lagi. Gates: Þegar ég stofnaði Microsoft hugsaði ég ekki um áhættuna. Ég taldi víst að ég gæti alltaf fengið vinnu eða farið aftur í skóla. Buffett: Þú hefðir fengið vinnu hjá mér. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Á NETINU WWWELKOMIN @SKIMA.IS Vefstofan ^ ísgátt Rekstur og hönnun margmiðlunarefnis fyrir Internetið. Internet-, fjarskipta- og virðisaukaþjónusta fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. h o 11 i 1 • 10 5 R c y k j a v í k • S í m i : 5 11 7 0 0 0 • F a x : 5 1 1 7 0 7 0 10 wmam

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.