Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 25
FORSÍÐUGREIN
STJORNANDALEIT
nelma Björnsdóttir, nýútskrifaður viðskiptaíræðingur, skrif-
aði um stjórnandaleit í lokaritgerð sinn við Háskóla ís-
lands og gerði grein fyrir þvi hvernig stjórnandaleit er
stunduð í Bandaríkjunum annars vegar og á Islandi hins vegar.
Hún gerir greinarmun á stjórnandaleit og hæfnisleit og segir að
sú fyrrnefnda eigi eingöngu við þegar leitað sé að stjórnendum.
Að sögn Telmu er enska orðið yfir stjórnandaleit „executive
search” sem aftur er skipt niður í „retainer” og „contingency”. Sú
fyrrnefnda sé viðurkennd af Félagi ráðgjafa sem stundi stjórn-
andaleit. Hlutí greiðslunnar fyrir leitina sé innt af hendi fyrirfram,
þóknunin sé 33% af árslaunum, leitað sé að toppstjórnendum með
árslaun yfir 100 þúsund dollara, notaður sé milliaðili - ráðgjafi eða
fyrirtæki sem sérhæfi sig í stjórnandaleit. „Stjórnandaleit á Islandi
fellur ekki undir þessa skilgreiningu.”
Um seinni flokkinn, „contingency”, segir Telma að þar sé leit-
að að millistjórnendum og eða sérfræðingum með árslaun á milli
60 þúsund til 100 þúsund dollara. Greiðslan fari eftír árangri, þ.e.
greitt sé hafi ráðning átt sér stað. Þóknunin sé undir 33% af árs-
launum, milliaðili sé notaður. „Stjórnandaleit á Islandi líkist þess-
ari skilgreiningu, en hún er ekki viðurkennd af Félagi ráðgjafa
sem stunda stjórnandaleit”
Telma bjó til hugtak sem hún nefnir
hæfnisleit og gildir um það þegar fyrir-
tæki falast eftir starfsmönnum annarra
fyrirtækja. Hæfnisleit einskorðast ekki við
leit að stjórnendum heldur er einnig leitað
að almennum starfsmönnum með eftir-
sótta menntun eða reynslu. Annað, sem
skilur stjórnandaleit og hæfnisleit að, er
að enginn milliaðili, á borð við ráðningar-
miðlun, er notaður og þar af leiðandi er
ekki um neina greiðslu að ræða.
Telma segir að stjórnandaleit í Banda-
ríkjunum sé mjög virt starf og þar sér-
hæfi fyrirtæki sig á því sviði - og beiti
ákveðinni aðferðafræði við leitina. „Við
erum að ræða um leit að stjórnendum í
æðri stöður sem hafa góð laun. Þetta er
dýr þjónusta og gerir það að verkum að
vart er grundvöllur fyrir hana hérlendis;
markaðurinn er tæplega tilbúinn til að
greiða svo mikið fyrir ráðningu - auk þess
sem ráðið er í fáar toppstöður hérlendis á
hverju ári.
Reglan erlendis er sú að fyrirtæki, sem
sérhæfir sig í stjórnandaleit, sinnir ekki
hefðbundnum ráðningum. Ráðningarstof-
ur hérlendis hafa sínar siðferðisreglur,
eins og að taka ekki starfsólk frá fyrirtækj-
um sem eru í viðskiptum við þau. Og mér
skilst sömuleiðis að þær séu frekar í þvæi
að hlera fólk í stað þess að stunda skipu-
lagða leit eftir ákveðinni aðferðafræði.“
eöa
En hvers konar fólk
sinnir stjórnandaleit er-
lendis? „Þetta er nánast
undantekningarlaust
karlastarf - ennþá að
minnsta kosti. Þeir eru
flestir í kringum 45 ára
og hafa yfirleitt
meistaragráðu í við-
skiptafræði. Þeir hafa
reynslu í fyrirtækja-
rekstri og verða að
þekkja atvinnulífið
mjög vel - og hafa
góð tengsl. Ungt
fólk, sem nýkomið er úr
háskóla, kemur vart til greina í svona starf. Þekking þess á at-
vinnulífinu er ekki jafn yfirgripsmikil og tengslin enn lltil. Fyrir
vikið verður það ekki eins trúverðugt í þessu starfi.”
Að mati Telmu hefiir svonefiid hæfiiisleit færst mjög í vöxt hér-
lendis - ekki hvað síst í tölvu- og fjármálageiranum. „Þar er þó
fyrst og fremst verið að sækjast eftir sérfræðingum, eins og forrit-
urum, fremur en toppstjórnendum.” Hún telur jafnframt að stjórn-
andaleit og hæfnisleit séu meira stundaðar á tímum þenslu í þjóð-
félaginu þegar hefðbundnar aðferðir við ráðningu starfsmanna
dugi ekki eins vel, þ.e. þegar erfiðara sé að fá fólk til starfa. S3
sl. vor
stjórnandaleit, eim „„ u- t.
aðferðina. Stjórnand f -T kyS að kalla
" ^rnanZ eTleöSkÍPUlÖgðleÍt
frœði. fvO, . teðtnm aðferða-
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
BOSCH
Símar og
fyrir heimili
og athafna''
BOSCH DECT-Com 358
• Þráðlaus stafrænn heimastmi
• Þyngd 21 Og • Ending á rafhlöðu,
12 tímar í notkun en allt að
2 mánuðir í biðstöðu
• Tengjanlegur við 6 símtæki.
Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
25