Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR
nýi maðurinn hjá Yal. Þeir voru að fá til sín
tvo útlendinga á dögunum. Annar þeirra er
36 ára gamall, Mark Ward, sem gert hefur
garðinn frægan hjá mörgum enskum lið-
um.
Menn geta endalaust velt því fyrir sér
hvort slík kaup séu réttlætanleg. Eiga
menn að taka unga og efnilega leikmenn
úr stöðum sínum og setja gamlan Englend-
ing i liðið? Það er alltaf matsatriði, en hins
vegar virðist Valsliðið vera á góðu skriði
þessa dagana. Eg er reyndar einn af þeim
sem hef sagt í allt sumar að Valur falli ekki
og ágætt gengi þeirra nú kemur mér ekki
á óvart,” sagði Olafur.
BÍÐA EFTIR ARNÓRI
Einn af þeim, sem hefur fylgst vel með
endurkomu Arnórs í íslenska knattspyrnu,
er Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á
DV. „Það hafa orðið miklar breytingar á
Valsliðinu frá því að hann kom. Það var
töluvert andleysi í Valsliðinu áður en Arn-
ór kom og það var nánast eins og leikmenn
væru að bíða eftir Arnóri; að hann myndi
bjarga málunum fyrir þá. Þeir voru að spila
það illa að ég hélt satt að segja að jafnvel
Arnór myndi ekki ná að rífa liðið upp úr
lægðinni. Að honum skyldi takast það sýn-
ir hve mikill karakter hann er. Það er ekki
aðeins hann sem er að spila frábærlega
heldur virðist hann smita út frá sér og allt
liðið vera að spila betur. Það er þvi ljóst að
þessi fjárfesting virðist hafa heppnast mjög
vel fyrir Valsmenn,” sagði Víðir.
„Kaupin eru ekki einungis á Arnóri
sjálfum heldur virðast þau hafa orðið til
þess að töfra fram það besta úr öllum ungu
leikmönnunum í Valsliðinu. Að vísu þurfa
einhveijir ungir leikmenn að víkja föstu
sæti sínu í liðinu vegna Arnórs og annarra
reyndra manna sem komið hafa til liðs við
Valsmenn. Hins vegar er erfitt að gagn-
rýna það, þegar ákvörðunin virðist skila ár-
angri.
Það eru til mörg fræg dæmi um lið sem
hafa fjárfest í stjörnum með ærnum til-
kostnaði til að bjarga málum hjá sér. Fræg-
asta dæmið er sennilega þegar enska liðið
Fulham, sem þá var í annarri deildinni,
gerði samning við George Best og fleiri
stórstjörnur um að spila nokkra leiki. Allir
þeir leikmenn voru á síðustu árum ferils
síns sem atvinnumenn í knattspyrnu og
fjárhæðirnar sem Fulham reiddi fram voru
svo háar að fáum datt í hug að það hefði
neitt annað í för með sér en gífúrlegt tap
fyrir félagið. Hins vegar vakti koma
George Best og félaga til Fulham mikla at-
hygli þeir spiluðu vel og áhorfendur flykkt-
ust á leiki Fulham til að beija goðin aug-
um. Utkoman af ævintýrinu fyrir Fulham
var stórgróði, en það kom mörgum á óvart.
Það eru því til dæmi um að stjörnukaup af
þessu tagi geti vel gengið upp.
Annað dæmi svipað þessu var þegar
Bandaríkjamenn voru að markaðssetja fót-
boltann á áttunda áratugnum og New York
Cosmos keypti til sín margar gamlar stór-
stjörnur eins og Pelé og fleiri til að vekja
áhuga almennings. Það gekk ágætlega á
sínum tíma og mikil stemmning myndað-
ist kringum stjörnurnar, jafhvel þó að þeir
væru orðnir nokkuð aldnir og komnir á
síðari hluta ferilsins. Hins vegar mistókst
Bandaríkjamönnum að viðhalda þessum
áhuga fyrir íþróttinni. Spurningin er því
hvort Val takist að byggja á þessari fjárfest-
ingu til lengri tíma, hvort hún marki þátta-
skil hjá félaginu, eða hvort allt fari aftur í
sama farið þegar Arnórs nýtur ekki lengur
við.
Knattspyrnan á stóran part í hugum
margra hér á landi og ég finn það vel í
starfi mínu að áhugi almennings hefur
aukist mikið eftir að Arnór kom heim til
þess að spila,” sagði Víðir.
JÁKVÆÐ UMFJÖLLUN
Sævar Jónsson er stjórnarmaður í
knattspyrnudeild Vals. Hann er að sjálf-
sögðu ekkert frekar en Arnór reiðubúinn
að gefa upp neinar fjárhæðir. En hann játar
það fúslega að miklu hefði þurft til að
kosta. „Auðvitað þurfti að kosta til tölu-
verðum fjármunum til að fá Arnór
Guðjohnsen til liðs við okkur Valsmenn, en
við höfum fengið mikið á móti þeim kaup-
um,” sagði Sævar.
„Allir vita að knattspyrnan hefur ger-
breyst hjá Valsliðinu, það hefur verið að
vinna leiki og er ekki lengur í fallsæti. Það
er engin spurning að nú er miklu auðveld-
ara að auglýsa liðið og ná sér í tekjur en
áður. Umfjöllunin um Valsliðið, sem var öll
á neikvæðum nótum fyrri hluta sumars, er
nú orðin jákvæð.
Því miður hafa margir Valsarar þurft að
horfa upp á það að ekkert jákvætt hefur
verið að gerast í meistaraflokknum á síð-
ustu 5-6 árum. Engar stjörnur hafa verið að
koma upp og andinn orðinn frekar slæmur
hjá liðinu. Það örlaði á einhverri bjartsýni í
vor þegar liðið náði ágætum árangri í æf-
ingaleikjum fýrir tímabilið. Liðið stóð hins
vegar ekki undir væntingum eftir að leik-
tímabilið hófst. Ayfirstandandi leiktímabili
var ástandið orðið þannig að menn höfðu
enga trú á því sem þeir voru að gera, algert
kæruleysi orðið ríkjandi og öllum virtist
sama um árangurinn.
A þessu hefrir orðið gerbylting með til-
komu Arnórs. Hann er ekki aðeins snill-
ingur á knattspyrnusviðinu, heldur hefur
hann yfir gífurlegri reynslu að ráða sem
hann hefur miðlað óspart til annarra. Hann
hefur hvatt allt liðið áfram, smitað út frá sér
og segja má um allt Valsliðið nú að það sé
að spila miklu betur en fyrri hluta sumars.
Það hafa margir gamlir knattspyrnumenn
komið heim til að spila að lokinni atvinnu-
mennsku á síðustu árum, en enginn þeirra
hefur verið í viðlíkum gæðaflokki og Arn-
ór,” sagði Sævar.
Þrátt fyrir að Valur sé stórlið á íslensk-
an mælikvarða hefur aðsókn að leikjum
liðsins verið í dræmara lagi. Gerbreyting
hefur þó orðið til batnaðar eftir endur-
komu Arnórs. Ahorfendur á leikjum Vals á
Hlíðcirenda voru til dæmis aðeins 255 á
leik Vals og Fram 24. júní. Á leik Vals og
Þróttar 23. maí voru 436 áhorfendur. Á leik
Vals og KR þann 20. júlí voru 921 manns
og 924 áhorfendur komu á völlinn til að sjá
Val og LA spila þann 8. ágúst síðastliðinn.
Miði á leik í efstu deild knattspyrnunnar er
seldur á 700 krónur og Valsmenn, sem
spila á heimavelli, þurfa að borga um 17%
þeirrar upphæðar í vallargjöld. Ljóst er að
tekjur Valsmanna af áhorfendum hafa auk-
ist umtalsvert.
„Það er mikil ánægja rikjandi með Arn-
ór innan félagsins, bæði frammistöðu hans
innan sem utan vallar. Þrátt fýrir að miklu
hafi verið til kostað, er almennt litið á þetta
sem toppfjárfestingu. Það hafa margir vel-
unnarar Valsmanna lagt hönd á plóginn til
að gera þessi kaup möguleg. Rekstur
knattspyrnufélags í dag er ekkert ósvipað-
ur þvf að reka fyrirtæki. Kaupin á Arnóri
eru einfaldlega góð fjárfesting og við höf-
um mikinn áhuga á því að fara út í frekari
samninga við Arnór," sagði Sævar. S5
TILBOÐ ARNÓRS TIL KR, ALLT A0 3,2 MILUÓNIR
Arnór geröi KR-ingum tilboð um pakka sem hefði getað þýtt um 3,2 milljóna króna
greiðslu til hans eftir sumarið. KR-ingar höfnuðu því og Arnór fór yfir til Valsmanna. Sú
fjárfesting virðist vera að skila sér margfalt til Valsmanna.
57