Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 49
Göngustígakerfi borgarinnar er stöðugt vinsœlla og á góðum degi má sjá fólk stunda þar úti- vist og hreyfingu aföllu tagi. Borgartúni. íþrótta- og útivistarfatn- aður fæst í stöðugt fleiri stórmörkuð- um og fataverslunum. Viðbrögð grón- ari sérverslana við aukinni samkeppni hafa miðað að því að auka úrvalið eins og sést á nýjum sérverslunum og t.d. því að Skátabúðin gerir tilraunir með að selja reiðhjól. Annars er reiðhjólamarkaðurinn sérstakur kimi þar sem nokkrar grón- ar verslanir keppa um hylli neytenda. Helsti sölutíminn er tímabilið frá apríl til júní og það eru Örninn, GÁ Pét- ursson, Fálkinn og Markið sem skipta markaðnum á milli sín. Hilmar Arnason, framkvæmda- stjóri hjólaverslunar G.ÁPétursson, sagði að salan hefði verið mjög góð það sem af væri árinu. MARKAÐUR SEM VELTIR TVEIMUR MILLJÖRÐUM Ekki hefur verið gerð nein tæm- andi úttekt á því hve stór markaðurinn er íyrir útivistar- og íþróttavörur á ís- landi. Sé stuðst við norskar rannsókn- ir má ætla að útivist- ar- og íþróttavörur séu seldar fyrir tvo milljarða hérlendis á ári hverju. Þeir sem eru hand- gengnir þessum markaði giska á að ríflega þriðjungur tilheyri því sem flokkast undir úti- vist meðan annað fellur undir íþróttaiðkun. Það þýðir að hér er um að ræða markað sem veltir 700-800 milljónum á ári. Hér má einnig styðjast við tölur sem sýna að í fyrra voru ílutt inn reiðhjól að andvirði 330 milljónir og golfkylfur og skyldur bún- aður að verðmæti 120 milljónir. í toll- skrá er flokkur sem heitir hlutir og búnaður til almennrar líkamsræktar, fimleika eða ftjálsra íþrótta en í þess- um flokki eru fluttar inn vörur að and- virði 270 milljónir. Við þetta má svo bæta skíðum og skíðabúnaði að and- virði 72 milljónir sem voru flutt inn á siðasta ári. Að mati kunnugra var markaður- inn með íþróttaskó, sem eru einn dýr- asti þátturinn í búnaðinum, um 330 milljónir á síðasta ári. Þá eru meðtald- ir keppnisskór liða í boltaíþróttum. Það virðist því ýmislegt benda til þess að norski mælikvarðinn geti vel gilt fyrir ísland og markaðurinn í vör- um sem tengj- ast útivist og íþróttum sé í kring- um 2.000 milljónir á ári. Árni Þór Arnason, for- stjóri Austur- bakka, sem flytur inn tals- vert af íþrótta- vörum bæði til golf-, tennis- og badmintoniðk- unar og einnig hið þekkta vörumerki Nike, sagðist í samtali við Frjálsa verslun álíta að af því sem kalla mætti markað með íþróttavörur væri Aust- urbakki með um 50% markaðshlut- deild. Þetta endurspeglast þegar gerðar eru kannanir í fjölmennum al- menningshlaupum og skráð á hvern- ig hlaupaskóm þátttakendur eru. Slík- ar kannanir undanfarin ár, t.d. í Reykjavíkurmaraþoni, sýna að 45-50% þátttakenda eru á Nikeskóm, næstir koma Asics hlaupaskór og síðan önn- ur merki s.s. Reebok, Puma, Adidas og fleiri. Sé horft tíl flokkaíþrótta er ekki vit- að eins mikið um skiptíngu markaðar- ins en Adidas merkið er ráðandi t.d. í handbolta meðan Nike er vinsælast í körfuboltanum. Það er fyrirtækið Sportmenn sem er umboðsaðili Adi- das en það er í eigu GÁ Pétursson. Arni sagðist reikna með að Austur- bakki seldi íþróttavörur fyrir rúmlega 200 milljónir án vsk. á þessu ári. Hann sagðist álíta að heildarveltan á mark- aðnum með íþrótta- og útívistarvörur væri nálægt 2.000 milljónum. „Þótt við þolum verðsamanburð við nágrannalöndin mjög vel á mörgum sviðum þá vitum við að margir kaupa íþróttavörur erlendis og ég þori að giska á að slíkar vörur fyrir um 500 milljónir komi inn í landið árlega. Þetta mætti lagfæra að einhverju leytí með því að fella niður 15% tolla á íþróttaskóm. Að mínu áliti er það ráð- stöfun sem bæði ríkissjóður og fólkið í landinu myndi hagnast á. Þetta eru að mínu mati sjálfrefsandi tollaálögur sem vinna á mótí öllum.“ HVER ER STÆRSTUR? Sé reynt að meta stærð einstakra verslana kemur í ljós að Útílíf velti 270 milljónum árið 1997 og Seglagerðin Ægir var með 240 milljóna veltu. Skátabúðin vildi ekki gefa upp veltu- tölur en samkvæmt bestu heimildum nam hún 170-180 milljónum á síðasta ári. Of snemmt er að meta hvort hinar hmr mur gerð var í Flus>lpiAni, y8g0ara konnun s 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.