Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 49
Göngustígakerfi borgarinnar er stöðugt vinsœlla og á góðum degi má sjá fólk stunda þar úti-
vist og hreyfingu aföllu tagi.
Borgartúni. íþrótta- og útivistarfatn-
aður fæst í stöðugt fleiri stórmörkuð-
um og fataverslunum. Viðbrögð grón-
ari sérverslana við aukinni samkeppni
hafa miðað að því að auka úrvalið eins
og sést á nýjum sérverslunum og t.d.
því að Skátabúðin gerir tilraunir með
að selja reiðhjól.
Annars er reiðhjólamarkaðurinn
sérstakur kimi þar sem nokkrar grón-
ar verslanir keppa um hylli neytenda.
Helsti sölutíminn er tímabilið frá apríl
til júní og það eru Örninn, GÁ Pét-
ursson, Fálkinn og Markið sem skipta
markaðnum á milli sín.
Hilmar Arnason, framkvæmda-
stjóri hjólaverslunar G.ÁPétursson,
sagði að salan hefði verið mjög góð
það sem af væri árinu.
MARKAÐUR SEM VELTIR TVEIMUR
MILLJÖRÐUM
Ekki hefur verið gerð nein tæm-
andi úttekt á því hve stór markaðurinn
er íyrir útivistar- og íþróttavörur á ís-
landi. Sé stuðst við norskar rannsókn-
ir má ætla að útivist-
ar- og íþróttavörur
séu seldar fyrir tvo
milljarða hérlendis
á ári hverju. Þeir
sem eru hand-
gengnir þessum
markaði giska á að
ríflega þriðjungur
tilheyri því sem
flokkast undir úti-
vist meðan annað
fellur undir
íþróttaiðkun. Það
þýðir að hér er
um að ræða
markað sem
veltir 700-800
milljónum á ári.
Hér má einnig
styðjast við tölur sem sýna að í fyrra
voru ílutt inn reiðhjól að andvirði 330
milljónir og golfkylfur og skyldur bún-
aður að verðmæti 120 milljónir. í toll-
skrá er flokkur sem heitir hlutir og
búnaður til almennrar líkamsræktar,
fimleika eða ftjálsra íþrótta en í þess-
um flokki eru fluttar inn vörur að and-
virði 270 milljónir. Við þetta má svo
bæta skíðum og skíðabúnaði að and-
virði 72 milljónir sem voru flutt inn á
siðasta ári.
Að mati kunnugra var markaður-
inn með íþróttaskó, sem eru einn dýr-
asti þátturinn í búnaðinum, um 330
milljónir á síðasta ári. Þá eru meðtald-
ir keppnisskór liða í boltaíþróttum.
Það virðist því ýmislegt benda til
þess að norski mælikvarðinn geti vel
gilt fyrir ísland og markaðurinn í vör-
um sem tengj-
ast útivist
og íþróttum
sé í kring-
um 2.000
milljónir á
ári.
Árni Þór
Arnason, for-
stjóri Austur-
bakka, sem
flytur inn tals-
vert af íþrótta-
vörum bæði til
golf-, tennis- og
badmintoniðk-
unar og einnig
hið þekkta
vörumerki
Nike, sagðist í samtali við Frjálsa
verslun álíta að af því sem kalla mætti
markað með íþróttavörur væri Aust-
urbakki með um 50% markaðshlut-
deild. Þetta endurspeglast þegar
gerðar eru kannanir í fjölmennum al-
menningshlaupum og skráð á hvern-
ig hlaupaskóm þátttakendur eru. Slík-
ar kannanir undanfarin ár, t.d. í
Reykjavíkurmaraþoni, sýna að 45-50%
þátttakenda eru á Nikeskóm, næstir
koma Asics hlaupaskór og síðan önn-
ur merki s.s. Reebok, Puma, Adidas
og fleiri.
Sé horft tíl flokkaíþrótta er ekki vit-
að eins mikið um skiptíngu markaðar-
ins en Adidas merkið er ráðandi t.d. í
handbolta meðan Nike er vinsælast í
körfuboltanum. Það er fyrirtækið
Sportmenn sem er umboðsaðili Adi-
das en það er í eigu GÁ Pétursson.
Arni sagðist reikna með að Austur-
bakki seldi íþróttavörur fyrir rúmlega
200 milljónir án vsk. á þessu ári. Hann
sagðist álíta að heildarveltan á mark-
aðnum með íþrótta- og útívistarvörur
væri nálægt 2.000 milljónum.
„Þótt við þolum verðsamanburð við
nágrannalöndin mjög vel á mörgum
sviðum þá vitum við að margir kaupa
íþróttavörur erlendis og ég þori að
giska á að slíkar vörur fyrir um 500
milljónir komi inn í landið árlega.
Þetta mætti lagfæra að einhverju
leytí með því að fella niður 15% tolla á
íþróttaskóm. Að mínu áliti er það ráð-
stöfun sem bæði ríkissjóður og fólkið
í landinu myndi hagnast á. Þetta eru
að mínu mati sjálfrefsandi tollaálögur
sem vinna á mótí öllum.“
HVER ER STÆRSTUR?
Sé reynt að meta stærð einstakra
verslana kemur í ljós að Útílíf velti 270
milljónum árið 1997 og Seglagerðin
Ægir var með 240 milljóna veltu.
Skátabúðin vildi ekki gefa upp veltu-
tölur en samkvæmt bestu heimildum
nam hún 170-180 milljónum á síðasta
ári.
Of snemmt er að meta hvort hinar
hmr mur
gerð var í Flus>lpiAni, y8g0ara konnun s
49