Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 61
MARKAÐSMAL
seinka gildistöku þessara reglna frekar -
þrátt fyrir aukinn þrýsting. Ráðherraráðið
ákvað á sínum tíma að verslun af þessu
tagi væri forréttindi sem fylgdu því að
menn færu yfir landamæri.”
Þótt tollfrjáls sala fríhaiha innan aðildar-
ríkja ESB verði afnumin munu tollfijálsar
verslanir verða starfræktar áfram fyrir far-
þega sem fara út fyrir svæðið. Þetta gæti
leitt til þess að ferðalög færðust í auknum
mæli út fyrir umráðasvæði Evrópusam-
bandsins - til dæmis til Islands - vegna
áhuga fólks á að kaupa tollfrjálsar vörur.
En samningurinn um Evrópska efiiahags-
svæðið nær ekki til skatta og mun því af-
nám fríhafnarverslunar innan ESB ekki ná
til Islands - ekki í bili að minnsta kostí. Frí-
hafnir hér á landi geta þvi starfað áfram
með óbreyttu sniði. ,^A.ðilar innan Evrópu-
sambandsins eru í óða önn að undirbúa sig
fyrir afnám tollfrelsisins. Ahrif breytíng-
anna gætu haft jákvæð áhrif á sölu tollfrjáls
varnings hér á landi - en þar sem ísland er
aðili að EES-samningnum hafa spurningar
vaknað um það hversu lengi við getum
staðið utan þessa samkomulags.”
Verði sölu á tollfrjálsum varningi frí-
hafna hætt innan aðildarríkja sambandsins
á næsta ári mun ílugvöllurinn í Kaup-
mannahöfn verða fyrir gifurlegri tekju-
skerðingu - sem og aðrar flugstöðvar í Evr-
ópu. Til að mæta þeirri skerðingu hafa for-
ráðamenn vallarins í hyggju að hækka
gjöld flugvallarins sem og flugstöðvarinn-
ar, en þau hafi staðið í stað frá árinu 1992.
SAMKEPPNI RÍKISiNS VIÐ
EINKAFYRIRTÆKIER ÓSANNGJÖRN
Fyrir utan nauðsyn þess að einkavæða
Fríhöfnina og Flugstöð Leifs Eiríkssonar
tíl að þær verði betur í stakk búnar tíl að
mæta auknum möguleikum í samkeppni
við aðrar flugstöðvar á næstunni leggur
Sigríður þunga áherslu á þá ósanngirni og
það ójafnræði sem felst í því að rikið keppi
í verslunarrekstri við einkaaðila í flugstöð-
inni. „Sé litið á þessa þætti út frá stöðu Frí-
hafnarinnar sést að hún hefur sterka sam-
keppnisstöðu umfram aðrar verslanir,
bæði gagnvart þeim sem í flugstöðinni
starfa og verslunum utan hennar.”
Færð eru frekari rök fyrir því að ríkið
eigi ekki að vafstra í verslunarrekstri og
hvað þá að keppa við einkaaðila. Þar nefifir
Sigríður fyrst skattíagningu - en einka-
verslanir þurfa að greiða tekjuskatt. í ann-
an stað segir hún að ábyrgð opinberra fyr-
irtækja, sem ekki eru hlutafélög, á rekstri
og lánum sé yfirleitt ótakmörkuð - og því
AFNÁM FRÍHAFNAINNAN ESB
Sigríður vekur athygli á aö fyrir liggi samþykkt Evrópusambandsins um að afnema toll-
frjálsa sölu fríhafna innan ESB fyrir 1. júlí á næsta ári. Við það muni rekstrarskilyrði
flugstöðva breytast verulega frá því sem nú er, en stór hluti tekna þeirra kemur frá
tollfrjálsri sölu fríhafna. Afnám fríhafnarverslana innan ESB ná ekki til íslands þar sem
ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Spurning sé hins vegar hversu lengi ís-
lendingar geti staðið utan þessa samkomulags.
sé áhættan af rekstrartapi engin. Slíkt veití
augljóstforskoti samkeppni við einkafyrir-
tæki. í þriðja lagi segir hún að opinber fyr-
irtæki búi við þá aðstöðu að stofnfé þeirra
sé lagt fram af skattborgurum en einkafyr-
irtæki séu fjármögnuð með því að eigend-
ur þeirra hættí sparifé sínu. I íjórða lagi
nefnir hún að skilgreind arðsemiskrafa sé
sjaldnast gerð til opinberra fyrirtækja sem
auki svigrúm þeirra í samkeppni við einka-
aðila. Loks að einkaaðilar og opinber fyrir-
tæki, sem ekki eru rekin í hlutafélaga-
formi, búi við mismunandi reglur um
reikningsskil, skilaskyldu ársreikninga og
aðgengi að ársreikningum.
KENNING PORTERS
Sigriður vísar í kenningar Porters um
lélega samkeppnishæfni
ríkisfyrirtækja á alþjóða-
mörkuðum og að þær
kenningar eigi við um
Fríhöfhina og Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. „Sam-
kvæmt Porter eru þess
fá eða engin dæmi að
fyrirtæki í ríkiseign
skari fram úr á alþjóða-
markaði. Segir hann
það mikilvægt að sam-
keppni sé efld innan
atvinnugreina með
þeim hættí að fyrir-
tæki standi á eigin
fótum heima fyrir. Að
öðrum kosti sé þess
engin von að þau
skari ffarn úr á al-
þjóðlegum vett-
vangi.”
Bent er á að
Keflavíkurflugvöll-
ur og Flugstöð
Leifs Eiríkssonar
séu alfarið í eigu íslenska ríkisins.
„Flugstöðin er ríkisstofnun á B-hluta fjár-
laga. Ríkisrekstur einkennist oftar en ekki
af óljósum kröfum um afkomu, stöðnuðu
skipulagi, ósveigjanlegri áætlanagerð og
HMmL2’,a“rimar
onnur tveggja ritfrrA. nar var
Verslunarverðlaunin si° JoT
eru veitt af Samtökum veníuT
ar - Félacri u erswnannn-
eiagi islenskra stórkaupmanna.
flárhagslegri stýringu frá ríkisvaldinu.
Rekstur flugstöðvarinnar er því í heild
sinni háður stefnu stjórnvalda sem getur
verið hamlandi í harðnandi samkeppni á
markaði.”
Þá segir Sigríður að skuldir Flugstöðv-
ar Leifs Eiríkssonar séu svipaðar núna og
þegar hún var tekin í notkun fyrir rúmum
áratug, eða um það bil 4,4 milljarðar króna.
„Brýnt er að skapa flugstöðinni heilbrigð-
an rekstrargrundvöll þannig að tekjur af
rekstri hennar standi bæði undir rekstrar-
og fj ár festi ngark o stn að i. ”
I álití nefndar, sem utanríkisráðherra
skipaði í upphafi síðasta árs og fól að fjalla
um málefni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,
kemur fram að tryggja þurfi flugvallar-
stjórn a.m.k 250 milljónir króna árlega í
aukið ráðstöfunarfé til að hægt sé að
standa við afborg-
anir og fjármagns-
kostnað vegna flug-
j stöðvarinnar á
næstu 20 árum. Til
þess að sinna við-
haldi stöðvarinnar
og gera flugvallar-
stjórn kleift að ráðast
í lágmarksstækkun
flugstöðvarinnar á
næstu misserum
þurfi þessi fjárhæð að
vera allt að 100 milljón-
um króna hærri. Með
öðrum orðum: Allt að
350 milljónir króna
þyrfti árlega umfram
það sem nú er til að
hægt sé að greiða niður
lán og afborganir.
I lokaorðum ritgerð-
arinnar segir meðal ann-
ars: „Reynslan, sem feng-
ist hefur af einkavæðingu
á Kaupmannahafnarflug-
velli, er góð. Með einkavæðingu alls
rekstrar næst betri samstilling rekstrarað-
ila sem leiðir af sér heildstæðari markaðs-
setningu og bætta þjónustu.” 53
61