Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 50
nýju verslanir hafa náð mikilli veltu til sín þar sem þær opnuðu báðar á þessu ári. Tómas Bjarnason, markaðsstjóri Útilífs, segir samkeþpni fara harðnandi. Útilíf hefur lengi verið með stærstu verslunum á þessu sviði. HVAÐ KOSTAR AÐ 6AN6A A FJOLL1 Lítum nú aðeins á hvað það kostar að „græja sig upp“ til útivistar. Við skul- um hugsa okkur mann sem vill geta gengið á fjöll í misjöfnu veðri og farið í stuttar göngur að sumarlagi um þær hálendisleiðir sem njóta mestra vin- sælda. Fatnaður: • Nærföt: 3.000-5.000 • Flísjakki: 6-8.000 • Göngubuxur: 7.000 • Sokkar, vettlingar, húfa o.s.frv.: 10.000 • Hlífðargalli frá viðurkenndum framleiðanda, úlpa og buxur: 40.-60.000 • Skór: 7-20.000 • Legghlífar: 3.000 Búnaður: • Bakpoki: 12-15.000 • Göngutjald 2ja manna: 15-30.000 • Svefnpoki 10-15.000 • Dýna: 5-7.000 • Prímus: 4-7.000 • Pottar og matarílát: 5.000 • Göngustafur: 2.000 Við skulum gera ráð fyrir að okkar maður fari í hópferðir með leiðsögn og þurfi því ekki að eiga kort, kortatösku, áttavita og GPS leiðsögutæki. Við skulum einnig reikna með að hann haldi sig við auðveldar slóðir og þurfi því ekki ísöxi, mannbrodda, hjálm, klifurbelti, línur og ýmislegt járnadrasl sem því fylgir. Við skulum einnig reikna með því að hann stundi útilegur aðeins að sumarlagi og þurfi þvi ekki jöklatjald, dúnsveíhpoka, skíði, skíðaskó og mýmargt fleira sem tilheyrir vetrinum. Af þessu má ráða að lágmarksbúnaður til þess að stunda útivist að stað- aldri kosti á bilinu 130-180 þúsund á mann. Sé bætt við það búnaði sem hent- ar til sjálfstæðrar útivistar á öllum árstímum er auðvelt að bæta 100 þúsund krónum við. Hilmar Aðalsteinsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Skátabúðarinnar og sagðist í samtali við Fijálsa verslun hafa lagt áherslu á það í sínu starfi að breikka vöruúrvalið og auka fiöl- breytni í verði. Hann lærði viðskipta- fræði í Noregi og þekkir þennan markað vel þar og víðar. „Islenski markaðurinn er um margt sérstæður og flest orsakast það af smæðinni. Við viljum byggja á því orðspori sem við höfum sem vönduð sérverslun eftir 50 ára starf en jafn- framt þjóna öllu útivistafólki, jafnt þeim sem ganga úti með hundinn og þeim sem takast á við hæstu fiöll í heimi.“ Hilmar sagðist telja að þróunin á sport- og útivistarmarkaðnum væri í þá átt að verslanir yrðu færri og stærri. Hann taldi sam- keppnina vera harða og fara vax- andi en benti á að verslanir sem væru jafnframt heildsalar lentu óhjákvæmilega í samkeppni við sína eigin viðskiptavini. Skátabúðin hefur þá sérstöðu meðal slíkra verslana að hún er 100% í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og allur hagnaður af rekstri hennar rennur óskiptur til sveitarinnar og er skattfrjáls. Hún var upphaflega stofnuð til að bæta úr skorti á sérhæfðum vör- um á þessu sviði. Margt af þeim búnaði sem þarf til útivistar telst vera frekar dýrt á mælikvarða flestra. Þannig kosta vandaðir gönguskór frá u.þ.b. / 7.000 krónum og allt upp í tæp- \ lega 20.000. Á móti kemur að miðað við meðalnotkun geta \ vandaðir skór enst í allt að 10 ár . eða lengur. Það sama má segja um ýmsa hluti í grunnbúnaði s.s. fiald, svefnpoka, dýnur, prímus og fleira. Sé vandað til valsins í upp- hafi geta hlutirnir enst árum saman. Svolítið öðru máli gegnir um fatnað til útivistar. Á hveiju ári kemur ný lína og tiska hefur ótrúlega mikil áhrif. Það sama gildir um útivistarfatnað og ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.