Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 48
Hilmar Aðalsteinsson, framkvœmdastjóri
Skátabúðarinnar ,stýrir grónustu sérverslun
landsins á þessu sviði sem mætir nú vaxandi
samkepþni.
Halldór Hreinsson, markaðsstjóri Fálkans,
telur líklegt að verslunum fækki ogþœr stœkki.
SUMIR KOMAST EKKIÁ TOPPINN
Þeir sem eru svartsýnir á hraðan vöxt markaðarins segja að ekki muni allir lifa af
harðnandi samkeppni og því hljóti að koma til sameiningar eða gjaldþrota í greininni.
Minna má á nöfn eins og Sportval, Bikarinn, Kringlusport og Hummelbúðina sem eiga
það allar sameiginlegt að hafa orðið gjaldþrota.
ÞENSLA Á MARKAÐNUM OG
VERSLUNUM FJÖLGAR
Til skamms tíma voru það einkum
flórar sérverslanir sem báru höfuð og
herðar yfir aðra á þessum markaði. I
fyrsta lagi var það Skátabúðin við
Snorrabraut, í öðru lagi Utilíf í Glæsi-
bæ, í þriðja lagi Seglagerðin Ægir,
sem rak sérverslun með útivistarvör-
ur við Eyjaslóð, og í ijórða lagi Fálkinn
sem hefur einnig lengi verslað með
útivistarvörur í sérstakri deild.
Undanfarin ár hefur Sport-
leigan við Umferðarmið-
stöðina verið að láta
meira til sín taka á
þessum markaði og
það sama mætti
segja um Skelj-
ungsbúðina við
Suðurlandsbraut.
Það er óhætt að segja
að síðustu tvö ár hafi verið
mjög góð á þessum markaði
og nokkurs konar sprenging
varð á síðasta ári. Þá var opnuð ný
og stór verslun, Intersport, í kjallara
Húsgagnahallarinnar á Bíldshöiða þar
sem boðið er upp á mikið úrval af útí-
vistar- og íþróttavörum. Fljótlega var
opnuð áþekk verslun, Everest, í Skeif-
unni. Þar er boðið upp á meira úrval
en áður og má segja að það sé alhliða
sérverslun með útivistarvörur. Versl-
unin er í eigu þeirrar fjölskyldu sem
hefur rekið Seglagerðina Ægi í þijár
kynslóðir. Núverandi framkvæmda-
stjóri, Oli Þór Barðdal, sagði í samtali
við Fijálsa verslun að viðtökurnar
hefðu verið frábærar en augljóst væri
að samkeppnin færi harðnandi. Sér-
verslun Ægis við Eyjaslóð er rekin
áfram svo ljóst er að framboðið er að
aukast verulega.
Þá hefur sérverslun með útívistar-
vörur, Cortina Sport á Skólavörðustíg,
verið opin í tæp 4 ár.
Þannig má segja að á útivistar-
markaðnum séu stórmarkaðir að
ryðja sér til rúms. Fram til þessa hef-
ur það tíðkast að hver verslun flytji
inn sín merki og selji í sinni verslun.
Engir heildsalar hafa verið með úti-
vistarvörur en þeir hafa hinsvegar
stundað innflutning á svokölluðum
íþróttavörum. Þetta hefur skapað
neytendum það óhagræði að þurfa að
fara í margar verslanir til að kanna
verð og gæði. Þessu eru bæði Inter-
sport og Everest að breyta með þvi að
bjóða öll þau merki sem flutt eru inn
til landsins í einni verslun og kaupa
þau af hinum verslununum, þ.e.
nota þær eins og heildsala.
Grónari verslanir eins og
Skátabúðin og Fálkinn
hafa neyðst til að bregð-
ast við þessari sam-
keppni. Skátabúð-
in með því að
stækka verslunina
við Snorrabraut en
Fálkinn með því að ráða
til sín sem markaðsstjóra
Halldór Hreinsson sem árum
saman hefur verið verslunarstjóri
í Skátabúðinni. Með þessu má segja
að sagan sé að endurtaka sig því Helgi
Benediktsson, sem er verslunarstjóri
hjá Ægi, var lengi starfsmaður Skáta-
búðarinnar. Helgi er mjög þekktur
fjallamaður og ekki að efa að margir
hafa hlítt ráðum hans gegnum árin og
keypt í samræmi við þau.
Þetta er eitt af vopnum samkeppn-
innar á þessum markaði. Alþekkt er
að í Skátabúðinni vinna margir þekkt-
ir útivistargarpar og björgunarsveitar-
menn sem þekkja af eigin reynslu vör-
urnar sem þeir selja og aðstæðurnar
sem þarf að nota þær við. Gríðarlega
margir þekkja einnig Dagbjörtu sem
lengi hefur selt útivistarvörur í Útilífi í
Glæsibæ.
Sérverslunum á fleiri sviðum sem
tengjast íþróttum og útivist hefur
einnig ijölgað. Sérstakar reiðhjóla-
verslanir eru fleiri en áður var. Sér-
stök verslun í Kringlunni selur aðeins
íþróttaskó, sérstök verslun í Skipholti,
Mizuno búðin, beinir sjónum sínum
sérstaklega að hlaupurum og skokk-
urum og Nike rekur sérverslun í
48