Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.07.1998, Blaðsíða 48
Hilmar Aðalsteinsson, framkvœmdastjóri Skátabúðarinnar ,stýrir grónustu sérverslun landsins á þessu sviði sem mætir nú vaxandi samkepþni. Halldór Hreinsson, markaðsstjóri Fálkans, telur líklegt að verslunum fækki ogþœr stœkki. SUMIR KOMAST EKKIÁ TOPPINN Þeir sem eru svartsýnir á hraðan vöxt markaðarins segja að ekki muni allir lifa af harðnandi samkeppni og því hljóti að koma til sameiningar eða gjaldþrota í greininni. Minna má á nöfn eins og Sportval, Bikarinn, Kringlusport og Hummelbúðina sem eiga það allar sameiginlegt að hafa orðið gjaldþrota. ÞENSLA Á MARKAÐNUM OG VERSLUNUM FJÖLGAR Til skamms tíma voru það einkum flórar sérverslanir sem báru höfuð og herðar yfir aðra á þessum markaði. I fyrsta lagi var það Skátabúðin við Snorrabraut, í öðru lagi Utilíf í Glæsi- bæ, í þriðja lagi Seglagerðin Ægir, sem rak sérverslun með útivistarvör- ur við Eyjaslóð, og í ijórða lagi Fálkinn sem hefur einnig lengi verslað með útivistarvörur í sérstakri deild. Undanfarin ár hefur Sport- leigan við Umferðarmið- stöðina verið að láta meira til sín taka á þessum markaði og það sama mætti segja um Skelj- ungsbúðina við Suðurlandsbraut. Það er óhætt að segja að síðustu tvö ár hafi verið mjög góð á þessum markaði og nokkurs konar sprenging varð á síðasta ári. Þá var opnuð ný og stór verslun, Intersport, í kjallara Húsgagnahallarinnar á Bíldshöiða þar sem boðið er upp á mikið úrval af útí- vistar- og íþróttavörum. Fljótlega var opnuð áþekk verslun, Everest, í Skeif- unni. Þar er boðið upp á meira úrval en áður og má segja að það sé alhliða sérverslun með útivistarvörur. Versl- unin er í eigu þeirrar fjölskyldu sem hefur rekið Seglagerðina Ægi í þijár kynslóðir. Núverandi framkvæmda- stjóri, Oli Þór Barðdal, sagði í samtali við Fijálsa verslun að viðtökurnar hefðu verið frábærar en augljóst væri að samkeppnin færi harðnandi. Sér- verslun Ægis við Eyjaslóð er rekin áfram svo ljóst er að framboðið er að aukast verulega. Þá hefur sérverslun með útívistar- vörur, Cortina Sport á Skólavörðustíg, verið opin í tæp 4 ár. Þannig má segja að á útivistar- markaðnum séu stórmarkaðir að ryðja sér til rúms. Fram til þessa hef- ur það tíðkast að hver verslun flytji inn sín merki og selji í sinni verslun. Engir heildsalar hafa verið með úti- vistarvörur en þeir hafa hinsvegar stundað innflutning á svokölluðum íþróttavörum. Þetta hefur skapað neytendum það óhagræði að þurfa að fara í margar verslanir til að kanna verð og gæði. Þessu eru bæði Inter- sport og Everest að breyta með þvi að bjóða öll þau merki sem flutt eru inn til landsins í einni verslun og kaupa þau af hinum verslununum, þ.e. nota þær eins og heildsala. Grónari verslanir eins og Skátabúðin og Fálkinn hafa neyðst til að bregð- ast við þessari sam- keppni. Skátabúð- in með því að stækka verslunina við Snorrabraut en Fálkinn með því að ráða til sín sem markaðsstjóra Halldór Hreinsson sem árum saman hefur verið verslunarstjóri í Skátabúðinni. Með þessu má segja að sagan sé að endurtaka sig því Helgi Benediktsson, sem er verslunarstjóri hjá Ægi, var lengi starfsmaður Skáta- búðarinnar. Helgi er mjög þekktur fjallamaður og ekki að efa að margir hafa hlítt ráðum hans gegnum árin og keypt í samræmi við þau. Þetta er eitt af vopnum samkeppn- innar á þessum markaði. Alþekkt er að í Skátabúðinni vinna margir þekkt- ir útivistargarpar og björgunarsveitar- menn sem þekkja af eigin reynslu vör- urnar sem þeir selja og aðstæðurnar sem þarf að nota þær við. Gríðarlega margir þekkja einnig Dagbjörtu sem lengi hefur selt útivistarvörur í Útilífi í Glæsibæ. Sérverslunum á fleiri sviðum sem tengjast íþróttum og útivist hefur einnig ijölgað. Sérstakar reiðhjóla- verslanir eru fleiri en áður var. Sér- stök verslun í Kringlunni selur aðeins íþróttaskó, sérstök verslun í Skipholti, Mizuno búðin, beinir sjónum sínum sérstaklega að hlaupurum og skokk- urum og Nike rekur sérverslun í 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.