Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF
SKATTFRJÁLSIR SKÁTAR
Skátabúðin hefur þá sérstöðu meðal slíkra verslana að hún er 100% í eigu Hjálpar-
sveitar skáta í Reykjavík og allur hagnaður af rekstri hennar rennur óskiptur til sveit-
arinnar og er skattfrjáls. Hún var upphaflega stofnuð til að bæta úr skorti á sérhæfð-
um vörum á þessu sviði.
an fatnað sem lýtur tískusveiflum. Það
sem mest er í móð kostar yfirleitt
mest en ekki er alveg víst að fylgni sé
milli verðs og gæða.
„Við höfum lagt áherslu á alhliða
vöruúrval en okkar sterkustu hliðar
eru íþróttavörur, útivistarvörur og
skíðabúnaður. Eg tel að markaðurinn
sé í mikilli uppsveiflu og merki það á
þvi að veruleg aukning hefur orðið hjá
okkur samanborið við árið i fyrra. I
ljósi aukinnar samkeppni hlýtur þetta
að þýða að markaðurinn stækki,"
sagði Tómas Bjarnason markaðsstjóri
í versluninni Utilífi í Glæsibæ. Utilíf er
tæplega 25 ára gömul verslun sem er
ölskyldufyrir tæki.
„Þarna eru án efa nokkrir samverk-
andi þættir sem hafa áhrif á þessa
aukningu. Fólk almennt stundar úti-
vist og hreyfingu í auknum mæli. Auk-
in kaupgeta eða góðæri hefur sín áhrif
og svo okkar markaðsstarf og sú
stefiia að bjóða ávallt lægra verð en
samkeppnisaðilarnir á sömu vöru.“
„Eg tel að stærri verslanir og fleiri
sé einfaldlega svar markaðarins og
kaupmanna við auknum áhuga al-
mennings á útivist og hollu líferni
og tel að sú þróun muni halda
áfram í þá átt að þeir stærri
styrki sig með samruna
og þeir smærri leggi
upp laupana. Þetta
er að gerast í Evr-
ópu og er að
byrja að teygja
sig hingað," sagði
Halldór Hreinsson,
markaðsstjóri Fálkans,
sem áður starfaði um árabil
sem framkvæmdastjóri Skáta-
búðarinnar.
Halldór sagði að sfyrkur Fálkans
fælist einkum í tvennu, þ.e. fjölbreyti-
legu vöruframboði og stórri markaðs-
hlutdeild í sumum vöruflokkum eins
og t.d. á reiðhjólamarkaðnum þar sem
Fálkinn er með sterka markaðshlut-
deild. Fálkinn var upphaflega stofnað-
ur árið 1904 til að leigja og gera við
reiðhjól.
Sé verð á útivistarvörum og fatnaði
á Islandi borið saman við nágranna-
löndin kemur í ljós að verðið hér á
landi er mjög áþekkt því sem algengt
er á Norðurlöndum og Bretlandi.
Mörg merki sem njóta vinsælda á
þessum mörkuðum eru einnig vinsæl
hérlendis. Af þessu leiðir að seljendur
útivistarvara eru ekki í samkeppni við
verslunarferðir til útlanda líkt og stétt-
arbræður þeirra í sumum öðrum
greinum.
Svolitið öðru máli gegnir um Amer-
íkumarkaðinn. I Ameríku er hægt að
fá ýmsar útivistarvörur á mun lægra
verði en hérlendis en það á einkum
við um búnað af ýmsu tagi. Fatnaður
og skór virðast þar vera á svipuðu
verði og hér og er skýringanna trú-
lega að leita í áhrifum tískusveiflna.
KEÐJURNAR KOMA
Þeir sem rætt var við um ástandið á
þessum markaði voru sammála um að
samkeppnin myndi harðna á næstu
árum. Nýjar og stórar verslanir
myndu veita eldri verslunum harð-
ari samkeppni sem yrðu að
bregðast við með einhverj-
um ráðum. Ljóst er að
aukin kaupgeta stækk-
ar markaðinn tiltölu-
lega hratt.
Næsta ár
sker trúlega úr
um það hvort nýlið-
arnir í greininni lifa af.
Talið er líklegt að næsta
haust 1999 verði opnuð
a.m.k. 1.500 fermetra alhliða úti-
vistar- og íþróttaverslun í nýrri
tengibyggingu í Kringlunni. Þar finnst
mönnum líklegt að einhver erlend
keðja íþróttaverslana verði í samvinnu
við eigendur húsnæðisins sem eru
eigendur Kringlunnar með Hag-
kaupsfjölskylduna í fararbroddi. Þess-
ir aðilar gerðu ítrekaðar tilraunir til að
fá Skátabúðina til samstarfs um versl-
unarrekstur á þessum stað en án ár-
angurs.
Þeir sem eru svartsýnir á hraðan
vöxt markaðarins segja að ekki muni
allir lifa af harðnandi samkeppni og
því hljóti að koma til sameiningar eða
gjaldþrota í greininni. Minna má á
nöfn verslana eins og Sportval, Bikar-
inn, Kringlusport og Hummelbúðin
sem eiga það allar sameiginlegt að
hafa orðið gjaldþrota síðustu ár. SD
Gæðahirslur á góðu verði.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
"Ofnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
51