Frjáls verslun - 01.07.1998, Page 60
Jn j1 J JÍ -|
Úr Leifsstöð. Fríhöfnin keþþir við einkareknar verslanir á svæðinu. „Það er ósanngjarnt segir, “ Sigríður Sól og fœrir mörg sannfærandi rök fyr-
ir því að ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri. FV-myndir: Geir Ólafsson.
LEIFSSTÖÐ FÁIFRELSI
Sigrídur Sól Björnsdóttir leggur til í lokaritgerö
sinni viö Viöskiþta- og kagfræöideild aö ríkiö einka-
vœöi Fríköfnina og veiti Flugstöö Leifs Eirikssonar
frelsi til aö standa sig i alþjóölegri samkeþþni.
Qlugstöð Leifs Eiríkssonar er á fjár-
lögum svo það er í hendi stjórn-
málamanna að ákvarða um fjár-
magn til stöðvarinnar. Hefur það leitt til
þess að starfsemi flugstöðvarinnar hefur
orðið að pólitísku bitbeini, ákvarðanir hafa
einkennst af flokkspólitískum hagsmunum,
erfitt hefur verið að ná saman um breyting-
ar, markaðsmál hafa setið á hakanum og
ekki hefur verið leitað leiða til að styrkja
stöðu flugvallarins í alþjóðlegri samkeppni
með skipulögðu markaðsátaki. Reynslan frá
Kaupmannahöfn sannar gildi einkavæðing-
ar við rekstur flugstöðva. Ekkert segir að
önnur lögmál gildi hér um rekstur Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar. Fái stöðin ekki
sama frelsi og keppinautar í nágrannalönd-
um mun hún áfram standa höllum fætí
gagnvart þeim. Brýnasta pólitíska ákvörð-
unin um flugstöðina er því að veita henni
þetta frelsi með einkavæðingu hennar.”
Þannig kemst Sigríður Sól Björnsdóttir,
nýútskifaður viðskiptafræðingur, að orði í
lokaritgerð sinni við Viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Islands. Ritgerðin ber
heitíð: Verslunarsvæði flugstöðva. Sam-
keppnisstaða Kaupmannahafiiarflugvallar
og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
KAUPMANNAHAFNARFLUGVELU
VAR VEITT FRELSI
Sigríður segir að Kaupmannahafnar-
flugvelli í Kaupmannahöfii hafi verið gefið
frelsi með einkavæðingu. „Viljum við ís-
lendingar tileinka okkur hið besta tíl að
mæta aukinni alþjóðlegri samkeppni við
rekstur flugstöðva - og verslunarrekstur í
fríhöfnum þeirra - getum við auðveldlega
sótt góða fýrirmynd tíl Kaupmannahafnar-
flugvallar. Þar hefur sannast að einkaaðilar
eru betur tíl þess fallnir en ríkisfyrirtæki
að bregðast við harðnandi samkeppni.”
Minnst er á útboð Ríkiskaupa á síðasta
ári á rekstri sérvöruverslana í flugstöðinni:
„Utboðið tókst vel en þó er mikilvægt að
ekki verði látið staðar numið með útboðinu
heldur haldið áfram að losa ríkisvaldið úr
rekstrinum. Rökrétt framhald væri að und-
irbúa einkavæðingu allrar borgaralegrar
starfsemi á flugvellinum.”
AFNÁM FRÍHAFNAINNAN ESB
Sigríður vekur athygli á að íyrir liggi
samþykkt Evrópusambandsins um að af-
nema tollfrjálsa sölu fríhafna innan ríkja
þess fyrir 1. júli á næsta ári. Við það muni
rekstrarskilyrði flugstöðva breytast veru-
lega frá því sem nú er þar sem stór hlutí
tekna þeirra kemur frá tollfrjálsri sölu.
„Ráðherraráð Evrópusambandsins hef-
ur verið undir miklum þrýstíngi varðandi
það að fresta afnámi skattfrjálsrar verslun-
ar í fríhöfnum Evrópusambandsins þegar
ferðast er milli einstakra aðildarríkja. Sam-
kvæmt heimildum innan framkvæmda-
stjórnarinnar er ekki gert ráð fýrir að
60