Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 13
STORSAMNINGUR NYHERJV
FRETTIR
Heilbrigðisráðuneytið og Nýheiji skrifuðu á dögunum undir
stærsta tölvusamning sem gerður hefur verið til þessa hér á
landi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið leigir af Nýherja
allt að 1000 tölvur og skjái, 115 netþjóna, 240 prentara og annan
tengdan tölvubúnað. Andvirði samningsins er á þriðja hundrað
milljóna króna. Fyrirkomulag samningsins er nýlunda í tölvu-
kaupum og mun vafalaust gefa tóninn í tölvuvæðingu hins opin-
bera og einkageirans á næstu árum. BD
MARGRÉT TIL FVH
■".i | argrét Ása Þorsteins-
■ i'i I dóttir hefur verið ráð-
IMI in í stöðu fram-
kvæmdastjóra Félags við-
skipta- og hagfræðinga, FVH.
Margrét er fædd árið 1973 og
útskrifaðist frá Viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla íslands árið
1997. Hún hefur áður unnið hjá Suður-
garði hf., umboðsskrifstofú Flugleiða,
Úrvals-Útsýnar, Tryggingu og Happ-
drætti Háskóla íslands á Selfossi. Hún
er í sambúð með Friðriki Rafni Larsen
og eiga þau einn son. SD
Margrét Asa Þorsteinsdóttir, nýrframkvœmdastjóri Félags viðskiþta- og hag-
frœðinga.
Skrifað undir stórsamn-
ing. Frá vinstri: Davíð A.
Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, Ingibjörg Pálma-
dóttir ráðherra, Frosti
Sigurjónsson, forstjóri Ný-
herja, Emma R. Marínós-
dóttir, umsjónarmaður
tölvumála í heilbrigðis-
ráðuneytinu og Guðmund-
ur Gylfi Guðmundsson,
deildarstjóri fjármála-
deildar ráðuneytisins.
Það er ekki nóg að vita hvað þig dreymir um
Með einu
handtaki
breytir þú
hillusam-
stæðunni
skrifstofu
TM - HUSGOGN
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI 568 6822
... þú þarft að vita hvar það fæst i
Opið: Mán-fös 10-18 • Fim 10-20 • Lau 11-10 • Sun 13-16
Furuhúsgogn
Stólar
Skrifstofuhúsgögn
Dýnur
Rúm
Sófasett
3000 m2
Sýningarsalur
13