Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 17
Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, tekur við gjöfinni frá Axapta-mönnunum, Einari Ulfssyni, stjórnarformanni Axaþta á Islandi, með húfu, og Gunnari Birni Gunnarssyni framkvœmdastjóra í ræðu- stól. En fyrirtœkið gaf Háskólanum á Ak- ureyri og Samvinnuháskólanum á Bifröst einnig Axapta-búnað. FV-myndir: Geir Olafsson. STALISTAL VEGNA ASÍU □ iðskiptahugbúnaðurinn Axapta var frumsýndur með mikilli viðhöfn í Háskólabíói á dögunum. Það var fyrirtækið Concorde Axapta ísland ehf. sem stóð að frumsýning- unni ásamt hugbúnaðarhúsunum Þróun, Tæknivali og Hugi-forritaþróun. Axapta á Islandi gaf Háskóla Islands, Háskólanum á Akureyri og Samvinnuháskólanum á Bifröst Axapta-búnað til notkunar við kennslu í þessum skólum - og er gjöfin metín á um 100 millj- ónir króna. Mikil vinna var við að undirbúa gjöfina og þurftu framleiðendur Axapta ytra, IBM og Damgaard í Danmörku, að gefa vilyrði fyrir henni enda um stórupphæð að ræða. [£] Barrie Cheetham, forstjóri mark- aðssviðs Avesta Sheffield. „Krepp- an í Asíu hefur lcekkað heims- markaðsverð á stáli.” arrie Cheetham, forstjóri markaðssviðs sænska stálfyrirtækisins Avesta Sheffield AB, einu af stærstu stálfyrirtækjum heims, hélt ræðu hjá íslensk-sænska verslunarráð- inu á Hótel Sögu 17. nóv. s.1. Hann ræddi um áhrif efnahagskreppun- ar í Asíu á stáliðnaðinn í heimin- um, en áhrifin lýsa sér í lækkandi verð og minni eftirspurn eftír stáli. Efnahagssambandslöndin hafa á undaníornum árum flutt mikið út af stáli til Asíulanda en nú hefur dæmið snúist við og mikið af stáli er flutt inn tíl Evrópu m.a. frá S- Kóreu ogTaiwan. Barrie ræddi síðan um þær að- gerðir sem gripið hefúr verið til hjá Avesta Sheffield til að bregðast við þessum aðstæðum. Þær felast m.a. í því að starfs- mönnum samsteypunnar verður fækkað um nær 1.500 manns á næstu misserum. 55 Bitruhálsi 2 • 569 1616 Skólavörðustíg 8 • 562 2772 kærkomin gjöf í sönnum jólaanda Við bjóðum allar stærðir og gerðir af öskjum eða gjafakörfum. Þú ákveður stærðina og setur fram þínar hugmyndir um samsetningu og útlit og þá upphæð sem þér finnst viðeigandi. Þú getur bætt í pakkann vínflösku, konfekti, korti eða því sem andinn blæs þér í brjóst. Hringdu eða komdu til okkar með óskir þínar — við útfærum þær á smekklegan hátt. 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.