Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 25
FORSIÐUGREIN fyrirtækin fylgjast mjög grannt með fyrirtækjum sem eru skráð á Verðbréfaþingi. Þar eru fyrirtæki borin saman, vegin og metin og hluthafarnir fylgjast grannt með. Það er orðin mikil pressa á þeim fyrirtækjum sem eru skrá á Verðbréfaþingi. Þetta er miklu heilbrigðara en áður var. Fyrst eftir að ég byij- aði í þessu voru ársreikningar ekki tilbúnir fyrr en eftir dúk og disk og farið var með þá eins og feimnismál og þeir ekki sýndir hverjum sem var.“ HVAR ER VEIÐILEYFAGJALDIÐ? Veiðileyfagjald er eitt af stóru hitamálunum í islenskum sjáv- arútvegi. Telur þú líklegt að það verði sett á á næstu árum? Haraldur: „Veiðileyfagjald er áhugamál þröngs, en áberandi, hóps manna í Reykjavík, en í mínum augum hefur veiðileyfagjald þegar verið lagt á. Sjávarútvegsfyrirtækin eru að greiða um 700 milljónir á þessu fiskveiðiári og og munu gera fram til ársins 2008. Við borgum 1200 krónur á hvert þorskígildistonn í þróunarsjóð. Þetta framlag fer einnig til smíða á nýju Hafrannsóknarskipi. HB er að borga um 25 milljónir á ári með þessu móti sem er um króna á hvert kíló af fiski og árið 2008 verður þessi gjaldtaka örugglega framlengd. Það er hinsvegar ekkert svigrúm til þess að auka þess- ar álögur eins og málum er háttað í dag. Það dregur úr framþró- un og nýsköpun, sem við megun síst við í dag. Hitt er svo annað mál að ef menn vilja skattleggja sjávarútveginn frekar þá á að gera það gegnum skattkerfið en ekki á hvert kíló af fiski. Það er gagn- rýnt nú að stærstu fyrirtækin í greininni borgi ekki tekjuskatt vegna uppsafnaðs taps. Þetta er fullkomlega eðlilegt og strax á næstu tveimur árum verða flest stærstu fyrirtækin farin að greiða tekjuskatt." Verður kvótinn og veiðileyfagjald i brennidepli í næstu kosn- ingum? Ingibjörg: „Það verður það áreiðanlega og sérstaklega úti á landi. Fólk úti á landi er miklu nær sjávarútveginum og skynjar miklu betur hvaða áhrif breytingar myndu hafa.“ ÍMYND SJÁVARÚTVEGSINS Auglýsingaherferð eða kynningarherferð Landssambands ís- Fidel Castró, einrœðisherra á Kúbu, sést hér ásamt Ingibjörgu Pálma- dóttur á þingi Alþjóðaheilbrigðisstofhunarinnar í Genfí júlí á þessu ári. lenskra útvegsmanna um sjávarútveg og kvótamál hefúr vakið talsverða athygli og viðbrögð. Finnst þér hún hafa náð tilætluðum árangri? Haraldur: „Stór hluti þéttbýlisbúa hefur stöðugt minni tengsl við sjávarútveg og herferðinni er ætlað að upplýsa fólk og ágætt að velja til þess ár hafsins. Það má deila um aðferðirnar en menn hafa hlustað. Það er endalaust talað um sægreifa og margir halda ef- laust að það séu menn eins og ég. Það eru 1200 hluthafar í HB og aðeins einn stærri en 10%. Við greiddum tæplega einn og hálfan milljarð í laun í fyrra og það fyrirtæki á Vesturlandi sem kom næst okkur var Járnblendiverksmiðjan sem greiddi 530 milljónir í laun. Hjá okkur vinna 450 manns. Það gleymist oft að hjá sjávarútvegsfyrirtækjum vinnur fjöldi starfsfólks sem byggir afkomu sína á því að fyrirtækjunum gangi vel. Þess vegna er mikilvægt að um sjávarútveginn sé fjallað á fag- legan og málefhalegan hátt.“ ERUM KYRR Á MIÐJUNNI Steingrímur Hermannsson sagði nýlega opinberlega að Fram- sóknarflokkurinn hefði færst til hægri. Er þetta rétt? Ingibjörg: „Þegar ég horfi á Halldór Ásgrímsson og Steingrím Hermannsson þá sé ég tvo mikla miðjumenn sem þó nálgast miðj- una hvor á sinn hátt. Flokkurinn er kyrr á miðjunni, öfgalaus til hægri og vinstri." SHARP HC-4500A - handtölva • Windows CE 2.0 stýrikerfi • 16 mb minni • 6,5" 256 lita snertiskjár (640 x 240 punktar) • Tengimöguleikar: PC kort (Typa II) innrauður sendir, móttakari (IrDA standard) • Raðtengi • Hátalari, míkrofónn • Upptaka á minnis- punktum möguleg • Þyngd:485g • Vasa- Excel, Word, Power Point, Internet Explorer • Stafræn myndavél (auka- búnaður) Með tengingu við simalínu eða GSM síma getur þú sent og móttekið tölvupóst og fax og tengst internetinu SHARP handtölvur framtíðarinnar BRÆÐURNIR 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.