Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 31
Kolbrún Jónsdóttir, útibússtjóri Islandsbanka í Skútuvogi. „Ég tel að
það sé fyrst og fremst hefðin sem ráði þessu; venjan, það hve erfitt er
að brjóta uþþ áralangt mynstur í vinnuferli karla og kvenna. “
FV-myndir: Kristín Bogadóttir.
ÞÆR KOMAST EKKIÁ TOPPINN!
Konur komast ekki á toppinn innan bankakerfisins. Engin kona
er bankastjóri - og hefur aldrei veriö. Þeim fjölgar þó sem milli-
stjórnendum. Af 226 hæstsettu starfsmönnum bankanna og
dótturfyrirtækja þeirra er aðeins 61 kona í stjórnunarstöðum -
eða rúmlega fjórðungur.
ÞEIM SJÁLFUM AÐ KENNA!
Engar konur eru í toppstöðum í bönkunum. Pólitík? Já, segja
sumir. Aðrir segja: Þetta er konunum sjálfum að kenna!
Þegar Frjáls verslun var að skoða kynjahlutfallið í toppstöðun-
um innan bankanna, sem er ekki beysið hvað konurnar varðar
eins og sjá má á meðfylgjandi tölum, ritjaði einn viðmælenda upp
háskólaárin og minnti á að hún hefði tekið eftir því að prófessor-
arnir í viðskiptafræði og hagfræði við Háskóla Islands, sem allir
voru karlar á þeim tíma og eru kannski enn, hefðu nær eingöngu
bent á strákana þegar þeir voru fengnir til að benda á efnilega
nemendur, ekki stelpurnar þó að þær stæðu sig jafn vel í námi eða
jafnvel betur en strákarnir. Þetta tíðkaðist á þeim tíma og tíðkast
kannski enn þann dag í dag. S9
ASTJÓRI!
innan bankanna. Ein þeirra er þó
hins vegar sem millistjórnendum í
útibússtjórar!
KOLBRUN JONSDOTTIR
ÍSLANDSBANKA
„Það er erfitt að brjóta upp áralangt mynstur í
vinnuferli karla og kvenna. Það parf jarðýtur, ein-
hverja til að ryðja brautina. “
olbrún Jónsdóttir, útibússtjóri í hjá íslandsbanka, er þó
ekki endilega sammála þessu. Kolbrún hefur próf í við-
skiptafræði frá Háskóla Islands og starfaði sem fjármála-
stjóri í Húsasmiðjunni um átta ára skeið. Hún er nú komin hinum
megin við borðið og hefúr stýrt útibúi bankans við Skútuvog og
Dalbraut í tæp tvö ár. Þegar Kolbrún var fjármálastjóri í Húsasmiðj-
unni var ekki algengt að konur væru í slíkum toppstöðum hjá svo
stórum fyrirtækjum þó að það hafi breyst gríðarlega og nokkuð al-
gengt sé að konur séu fjármálastjórar eða markaðsstjórar nú.
„Húsasmiðjan var hefðbundið karlafyrirtæki, sem selur aðal-
lega byggingavörur til iðnaðarmanna. Þetta er fjölskyldufyrirtæki
og ég var fyrst um sinn eini utanaðkomandi stjórnandinn en ekki
eini kvenstjórnandinn í fyrirtækinu. Eg fann ekki mikið fyrir því
að vera kona innan fyrirtækisins. Þegar konur eru í stjórnunar-
störfum held ég að nokkuð sé um að þær séu fjármálastjórar. Ég
hef auðvitað engar tölur sem sýna hvernig þetta hefur breyst en
geri ráð fyrir að þær sýni að karlar séu enn í meirihluta þar enda
eru þeir í meirihluta almennt meðal stjórnenda,” segir hún.
ÍHALDSÖM í EÐLIOKKAR
- Hver heldur þú að sé skýringin á því að engin kona er banka-
stjóri og mjög fáar konur hafa komist í toppstöðumar?
„Ég held að það sé fyrst og fremst hefðin, venjan, það hve erfitt
er að bijóta upp áralangt mynstur í vinnuferli karla og kvenna. Það
þarf jarðýtur, einhverja til að ryðja
brautina og sýna að þetta er hægt,“
segir Kolbrún og bendir á að enginn
segi í dag að kona geti ekki verið for-
seti eða borgarstjóri þó að það hafi
kostað umræður og jafnvel átök á sín-
um tíma. “Yið erum í eðli okkar svo
íhaldssöm.”
- Finnurðu fyrir því meðal starfs-
systra þinna að þær haíi áhuga á þvi
að komast áfram í ábyrgðarstöður?
„Innan sem utan bankanna hafa
konur áhuga á því að komast í
ábyrgðarstöður en ég tel að það sé
meira rætt um þá tilhneigingu að
konur sækist ekki eftir ábyrgðar-
stöðum. í gegnum mín störf á
vinnumarkaðnum hef ég orðið vör
við að karlmenn sækjast ekki eftir
ábyrgðarstörfum. Það vilja ekki
Rúmlega fjórðungur
rb
Af 226 hœstsettu starfy-
ZTT bankanna o8
dotturfyrirtœkja þeirra
EjU a^ns 61 konur *
stlornunarstöðum
númlega fjórðungur
eða
31