Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Síða 37

Frjáls verslun - 01.10.1998, Síða 37
Fjóla Guöjónsdóttir starfar á markaðsgœsludeild. Hún skoðar hér leikfóng - ásamt ungri aðstoðarkonu. FV-myndir: Geir Ólafsson. Rafmagnsöryggisdeild Deildarstjóri er Jóharm Ólafsson • Markaðsgæsla með rafföngum • Öryggi raforkuvirkja • Öryggi neysluveitna • Ráðgjöf og túlkun í rafmagns- öryggismálum • Skráning slysa og tjóna • Skoðunarstofur í rafmagni • Löggilding rafverktaka Rafmagnsöryggisdeild Áður en Löggildingarstofa tók til starfa gegndi Rafmagnseftirlit ríkisins marg- þættu hlutverki í rafmagnsöryggismálum og hafði víðtæk völd. Stofnunin setti regl- ur, annaðist framkvæmd eftirlits, túlkaði niðurstöður prófana, skar úr samræmi við reglur, túlkaði vafaatriði, ákvarðaði viður- lög og annaóist fullnustu þeirra. Þetta þótti andstætt nútímasjónarmiðum um góða stjórnsýsluhætti þar sem gætt væri hlutleysis, jafnræðis og réttaröryggis. Nú er það rafmagnsöryggisdeild sem hefuryf- ireftirlit með öryggi raforkuvirkja, neyslu- veitna og raffanga hér á landi og miðlar upplýsingum um hættur af völdum raf- magns til fagmanna og almennings. Deild- in hefur yfireftirlit með að rafveitur og raf- verktakar vinni samkvæmt innra öryggis- stjórnunarkerfi. Þá löggildir deildin raf- verktaka til rafvirkjunarstarfa, veitir skoð- unarstofum á rafmagnssviði starfsleyfi og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Hún hefur yfirumsjón með eftirliti með rafföng- um á markaði og er í forsvari fyrir fslands hönd í alþjóðlegu samstarfi á sviði raf- magnsöryggismála. Óháðar faggiltar skoð- unarstofur annast framkvæmd eftirlits ( umboði Löggildingarstofu og framkvæma þær úrtaksskoðanir samkvæmt skilgreind- um verklags- og skoðunarreglum sem Lög- gildingarstofa setur. Mælifræðideild Mælifræðideildin inniheldur bæði lög- mælifræðina, sem er til dæmis eftirlit með vogum og svo iðnaðarmælifræði, en með vaxandi iðnaði á íslandi veróur æ þýðingarmeira að mælitæki sem stuóst er við í iðnaðinum séu nákvæm og að fyrir liggi upplýsingar um hugsanleg frávik þeirra, sérstaklega þegar verið er að framleiða einstaka hluti í annars stóra heild þar sem ekki má skeika hársbreidd. Á mælifræðideild eru varðveittir lands- mæligrunnar íslands eins og íslenska mm 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.