Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 59
Hagsauki (EVA) mælir arðsemi (íkrónum) með
því að taka tillit til kostnaðar af öllu fjármagni
fyrirtækja - ekki síst kostnaði afhlutafé. Til að ná
sem hæstri EVA verður stöðugt að forgangsraða
og gera réttu hlutina á öllum sviðum; láta
heildina vinna saman.
vel hagsauka viðkomandi fyrirtækis. Mikil-
vægt er að ekki þarf að leita að hárnákvæmri
tölu heldur gefa stjórnendum samkvæman
mælikvarða sem leiðir til betri ákvarðana.
EITT MARKMIÐ FYRIR ALLA
Lykilatriði aðferðafræðinnar er að ákvarð-
anir og stefnumörkun í rekstrinum leiði til
meiri hagsauka. Augu stjórnenda og öll lang-
tímamarkmið eiga að taka mið af framförum í
mældum hagsauka milli ára. Hvort sem mæld-
ur hagsauki er í upphafi neikvæður eða jákvæð-
ur munu allar framfarir skila sér til hluthafanna
til lengri tíma litið. Með þessu er ekki átt við
það að öll önnur stjórntæki og hjálpargögn
stjórnenda úr íjármála-, framleiðslu- og mark-
aðsfræðum séu gagnslaus. Þau þeirra, sem
hjálpa stjórnendum að bæta hagsauka, á að
sjálfsögðu að nota áfram. Notkun hagsauka
(EVA) tryggir hins vegar að mæling á árangri
allra deilda fyrirtækis og mat á öllum nýjum
fiárfestingum byggja á einum samkvæmum
mælikvarða. Þar sem best lætur í fyrirtækjum
sem nota aðferðina minnkar togstreita milli ein-
stakra stjórnenda og eininga, milli deilda fyrir-
tækisins og milli yfirmanna og undirmanna. Ef
vel tekst til leggjast allir á sömu árina og
ákvarðanataka verður skýrari og auðveldari.
ÁRANGURSTENGING LAUNA BYGGÐ
Á HAGSMUNUM HLUTHAFA
Einn af hornsteinum hagsauka (EVA) er af-
komutengt launakerfi. Stjórnendur verða að fá
laun þannig að þeir hugsi og hagi sér eins og
eigendur þess sem þeir stjórna.
Hlutabréf og hlutabréfavilnanir eru trúlega
ofnotuð víða erlendis til að hvetja stjórnendur
til ákvarðana sem eru hluthöfum í hag. Með því
að byggja árangurstengd laun á hagsauka næst
góður árangur þegar til lengri tíma er litið. Lyk-
Bættur rekstrarárangur skilar sér
ekki nema stjórnendur og aðrir
starfsmenn breyti hegðun sinni og
viðhorfum í starfi, Þeir þurfa að
hugsa. haga sér og fá greitt eins
og þeir eigi fyrirtækið.
Stjórnendur þurfa að hafa frelsi til
að taka ákvarðanir og hagræða,
en jafnframt bera ábyrgð á þeim
árangri sem næst. Pess vegna er
nauðsynlegt að tengja laun stjórn-
enda við þann hagsauka (EVA)
sem þeir skapa í rekstri fyrirtæk-
isins. Með þessu móti haldast í
hendur góbur árangur og laun
stjórnenda.
Hagsauki (EVA) er skilgreindur
sem sá hagnaöur sem reksturinn
skilar af reglulegri starfsemi að
frádregnum kostnaði við alla fjár-
bindingu. bæði skuldir og eigið fé.
Sóluhagnaður eigna er dæmigerð-
ur um lagfæringu niburstöðutalna
rekstrarreiknings af hálfu stjórn-
enda fyrirtækis þegar reksturinn
sjálfur hefur ekki staðiö undir
væntingum,
Þar sem best lætur í fyrirtækjum
sem nota hagsauka (EVA) minnk-
ar togstreita milli einstakra
stjórnenda og eininga. milli deilda
fyrirtækisins og milli yfirmanna og
undirmanna. Ef vei tekst til leggj-
ast allir á sömu árina og ákvarð-
anataka verður skýrari og auð-
veldari.
Einn af hornsteinum hagsauka
(EVA) er afkomutengt launakerfi.
Stjórnendur verða að fá laun
þannig að þeir hugsi og hagi sér
eins og eigendur.
Lykillinn er að stjórnendur og
starfsmenn fái hluta af aukningu
á hagsauka (EVA) milli tímabila,
þannig að saman fari bættur hag-
ur hluthafa og umbun starfs-
manna.
Hagsauki (EVA) er í senn aðferða-
fræbi við stjórnun. mælikvarði á
heildarárangur fyrirtækis og
grundvöllur nýrrar hugsunar við
uppbyggingu á árangurstengdu
launakerfi.
Dæmi um árangurstengd laun
Reiknaður bónus af viðmiöi
Allur neikvæður árangur
dreginn fri í búnusbanka
Eitt aðaleinkenni árangurstengds launakerfis
byggt á hagsauka (EVA) er að það er ekkert þak
eða gólfá árangurshluta launa. Náist meira en
skilgreindur 100% árangur, þ.e. markmið
hluthafa næst, greiðist einungis 1/3 af því sem
umfram er til starfsmanna - en 2/3 fara i
„bónusbanka" þeirra.
illinn að þessari tengingu er að stjórnendur og
starfsmenn fái hluta af aukningu á hagsauka
milli tímabila, þannig að saman fari bættur hag-
ur hluthafa og umbun starfsmanna.
Við uppbyggingu á slíku kerfi er nauðsyn-
legt að litið sé til nokkura ára (t.d. 5) við mark-
miðssetningu um árlega aukningu á hagsauka.
Eitt aðaleinkenni launakerfis sem byggt er á
hagsauka er að það er ekkert þak eða gólf á ár-
angurshluta launa. Náist meira en skilgreindur
100% árangur, greiðist einungis 1/3 af þvi sem
er umfram 100%, hitt er sett í „bónusbanka”.
Með því að hafa á þennan hátt hvorki gólf né
þak og geyma 2/3 af umframbónus mjög
góðra ára, er tryggt að einungis sé greiddur
bónus fyrir árangur sem heldur til lengdar.
Reiknist neikvæður bónus kemur hann til
lækkunar á innistæðunni í bónusbanka áður
en til útgreiðslu kemur. Ef miklar ffamfarir
verða í mældum hagsauka milli ára verður
hagsauki þess árs ný viðmiðun gagnvart fram-
förum næsta árs. Með því tryggjast þau lang-
tímasjónarmið sem skila hluthöfum mestu þar
sem einungis er greiddur bónus fyrir framfarir
sem halda til lengri tíma.
LOKAORÐ
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér
þessar aðferðir betur, t.d. á internetinu,
www.sternstewart.com þar sem finna má fjölda
greina um efnið en einnig eru til aðgengilegar
bækur um það. Mikilvægt er í fyrstu að ná góð-
um skilningi á aðalatriðunum og þeim breyt-
ingum sem þarf að gera á hefðbundnum reikn-
ingsskilum við mælingu á hagsauka. FBA hef-
ur mjög jákvæða og lærdómsríka reynslu af
innleiðslu aðferðanna og hvetur önnur íslensk
fyrirtæki til að kynna sér málefnið frekar með
bættan hag eigenda sinna að leiðarljósi. B!1
59