Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 21
FORSIÐUGREIN
korni af hverjum hektara. Við sáðum í 7 hektara í íyrra en fórum
í 27 hektara á þessu ári eftir þennan góða árangur.“
Þannig lýsir Geir eldri byggræktartilraunum þeirra feðga í
Saltvík sem eru frumraun þeirra á því sviði.
„Eg held að það væri mjög skemmtílegt að vera kornbóndi.
Það er sérstaklega gefandi og skemmtilegt starf.“
Reisa Sitt eigið SláturhÚS Samfara uppbyggingunni á Melum
er risið sláturhús í Saltvík þar sem ætlunin er að slátra öllum grís-
um sem aldir verða upp á Melum. Fram tíl þessa hefur grísum frá
Vallá verið slátrað ýmist iýrir austan ljall, í sláturhúsi Sláturfélags-
ins, eða í Grísabæ á Artúnshöfða. Stefnt er að því að sláturhúsið
taki tíl starfa seinni hlutann í ágúst á þessu sumri.
„Það er auðvitað óhagkvæmt að flytja dýrin austur yfir Hellis-
heiði tíl slátrunar og síðan aftur til baka á markaðinn í Reykjavík.
Með þvi að slátra öllu á einum stað í húsi sem við eigum sjálfir
næst fram ákveðin hagræðing."
Geir yngri segir að fram tíl þessa hafi sláturkostnaður verið of
hár í svínarækt eða um 31 króna á kílóið. Þeir feðgar segjast von-
ast tíl að þessi kostnaður verði lægri í nýju sláturhúsi þeirra.
„Við erum að fikra okkur áfram og ráðum fagmenn í slátrun og
kjötskurð en húsið verður áreiðanlega ekki keyrt á fullum afköst-
um í byijun. Við höfum alla aðstöðu til þess að framleiða góða
vöru og mikil hagkvæmni er fólgin í því að hafa slátrun, kælingu
og vinnslu á einum stað. Við værum klaufar ef við næðum ekki að
vera að minnsta kostí jafngóðir og hinir í þessu.“
Markaðsumhverfi svínaræktar er með þeim hættí að bændur
kaupa slátrun af verktökum og selja síðan beint tíl verslana og
kjötvinnsla. Nú stefnir í stækkun eininga í svínarækt en á sama
tíma gætír mikillar samþjöppunar í matvöruverslun en segja má
að eftír kaup Baugs á Vöruveltunni séu ríflega 60% matvöruversl-
unar á Suðvesturhorninu komin á sömu hendi. Eru það kostír eða
gallar fyrir svínabændur að kaupendum fækki?
„Eg get ekki séð að það skiptí neinum sköpum í sjálfu sér. Það
er ákveðið hagræði i því að aðilum fækki en að öðru leyti viljum
við ekkert segja um þessa þróun,“ segir Geir yngri.
Hvað er hvað á Vallá? Samanlagt er því Vallárbúið að fjárfesta
í uppeldi, svínarækt og svínaslátrun fyrir hundruð milljóna. Svína-
rækt er ekki eina búskaparformið sem fengist er við á Vallá og rétt
að líta aðeins á þau járn sem þeir feðgar hafa í eldinum en á Vallá
starfa nokkur fyrirtæki.
Stjörnugrís er, eins og nafnið bendir tíl, fyrirtækið sem annast
svinaræktína meðan eggjabúið og andaræktín eru rekin undir
nafninu Stjörnuegg. Skurn ehf á húsin sem eggjabúið og svínabú-
ið eru rekin í en Silfurskin ehf. er undir handarjaðri Hjördísar
Gissurardóttur gullsmiðs sem annast atvinnurekstur á hennar
vegum. Hjördís áttí og rak Benetton búðirnar á Islandi á árum
áður en hefur síðari ár einbeitt sér að rekstri gullsmíðaverslana og
uppbyggingu listagallerís og kaffistofu sem verða opnuð almenn-
ingi í sumar í húsakynnum Vallár á vegum Silfurskins. Við þetta
má svo bæta að tíl skamms tíma var rekið á Vallá fyrirtækið Skin
og skúrir en í gegnum það fóru fjárfestingar í óskyldum atvinnu-
rekstri á borð við Borgarkringluna og eignarhlut í Sól hf. en það
heyrir allt sögunni tíl og Vallárfeðgar segjast ætla að einbeita sér
að búrekstrinum og uppbyggingu hans.
Enn er ótalið fyrirtæki á Melagerði á Kjalarnesi sem Stjörnu-
egg á helminginn í á mótí Ólafi Guðjónssyni, bónda á Móum. Þar
er ungað út holdakjúklingum sem síðan alast upp á Móum.
25 þúsund grísir
Þegar starfsemi á IVIelum verður komin í fullan gang,
eftir um 3 ár héðan í frá, verða aldir þar upp 25 þúsund
grísir á ári. Með þessu er verið að tvöfalda framleiðslu
beggja búanna og rúmlega það.
Húsið á Vallá hefur verið um 10 árí byggingu og hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Þar verður oþnað í sumar listagallerí ogkaffihús.
Eggjabúskapur hefur verið stundaður á Vallá frá 1970 en svínabúið
skemur. Það stefnir í mikinn vöxt í svínarœktinni með kauþunum á
Melum og Saltvík. Þetta er núverandi svínahús á Vallá.
Nýtt svínasláturhús í byggingu t landi Saltvíkur sem Vallárfeðgar
keyþtu í fyrra.
21