Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 21
FORSIÐUGREIN korni af hverjum hektara. Við sáðum í 7 hektara í íyrra en fórum í 27 hektara á þessu ári eftir þennan góða árangur.“ Þannig lýsir Geir eldri byggræktartilraunum þeirra feðga í Saltvík sem eru frumraun þeirra á því sviði. „Eg held að það væri mjög skemmtílegt að vera kornbóndi. Það er sérstaklega gefandi og skemmtilegt starf.“ Reisa Sitt eigið SláturhÚS Samfara uppbyggingunni á Melum er risið sláturhús í Saltvík þar sem ætlunin er að slátra öllum grís- um sem aldir verða upp á Melum. Fram tíl þessa hefur grísum frá Vallá verið slátrað ýmist iýrir austan ljall, í sláturhúsi Sláturfélags- ins, eða í Grísabæ á Artúnshöfða. Stefnt er að því að sláturhúsið taki tíl starfa seinni hlutann í ágúst á þessu sumri. „Það er auðvitað óhagkvæmt að flytja dýrin austur yfir Hellis- heiði tíl slátrunar og síðan aftur til baka á markaðinn í Reykjavík. Með þvi að slátra öllu á einum stað í húsi sem við eigum sjálfir næst fram ákveðin hagræðing." Geir yngri segir að fram tíl þessa hafi sláturkostnaður verið of hár í svínarækt eða um 31 króna á kílóið. Þeir feðgar segjast von- ast tíl að þessi kostnaður verði lægri í nýju sláturhúsi þeirra. „Við erum að fikra okkur áfram og ráðum fagmenn í slátrun og kjötskurð en húsið verður áreiðanlega ekki keyrt á fullum afköst- um í byijun. Við höfum alla aðstöðu til þess að framleiða góða vöru og mikil hagkvæmni er fólgin í því að hafa slátrun, kælingu og vinnslu á einum stað. Við værum klaufar ef við næðum ekki að vera að minnsta kostí jafngóðir og hinir í þessu.“ Markaðsumhverfi svínaræktar er með þeim hættí að bændur kaupa slátrun af verktökum og selja síðan beint tíl verslana og kjötvinnsla. Nú stefnir í stækkun eininga í svínarækt en á sama tíma gætír mikillar samþjöppunar í matvöruverslun en segja má að eftír kaup Baugs á Vöruveltunni séu ríflega 60% matvöruversl- unar á Suðvesturhorninu komin á sömu hendi. Eru það kostír eða gallar fyrir svínabændur að kaupendum fækki? „Eg get ekki séð að það skiptí neinum sköpum í sjálfu sér. Það er ákveðið hagræði i því að aðilum fækki en að öðru leyti viljum við ekkert segja um þessa þróun,“ segir Geir yngri. Hvað er hvað á Vallá? Samanlagt er því Vallárbúið að fjárfesta í uppeldi, svínarækt og svínaslátrun fyrir hundruð milljóna. Svína- rækt er ekki eina búskaparformið sem fengist er við á Vallá og rétt að líta aðeins á þau járn sem þeir feðgar hafa í eldinum en á Vallá starfa nokkur fyrirtæki. Stjörnugrís er, eins og nafnið bendir tíl, fyrirtækið sem annast svinaræktína meðan eggjabúið og andaræktín eru rekin undir nafninu Stjörnuegg. Skurn ehf á húsin sem eggjabúið og svínabú- ið eru rekin í en Silfurskin ehf. er undir handarjaðri Hjördísar Gissurardóttur gullsmiðs sem annast atvinnurekstur á hennar vegum. Hjördís áttí og rak Benetton búðirnar á Islandi á árum áður en hefur síðari ár einbeitt sér að rekstri gullsmíðaverslana og uppbyggingu listagallerís og kaffistofu sem verða opnuð almenn- ingi í sumar í húsakynnum Vallár á vegum Silfurskins. Við þetta má svo bæta að tíl skamms tíma var rekið á Vallá fyrirtækið Skin og skúrir en í gegnum það fóru fjárfestingar í óskyldum atvinnu- rekstri á borð við Borgarkringluna og eignarhlut í Sól hf. en það heyrir allt sögunni tíl og Vallárfeðgar segjast ætla að einbeita sér að búrekstrinum og uppbyggingu hans. Enn er ótalið fyrirtæki á Melagerði á Kjalarnesi sem Stjörnu- egg á helminginn í á mótí Ólafi Guðjónssyni, bónda á Móum. Þar er ungað út holdakjúklingum sem síðan alast upp á Móum. 25 þúsund grísir Þegar starfsemi á IVIelum verður komin í fullan gang, eftir um 3 ár héðan í frá, verða aldir þar upp 25 þúsund grísir á ári. Með þessu er verið að tvöfalda framleiðslu beggja búanna og rúmlega það. Húsið á Vallá hefur verið um 10 árí byggingu og hefur vakið verð- skuldaða athygli. Þar verður oþnað í sumar listagallerí ogkaffihús. Eggjabúskapur hefur verið stundaður á Vallá frá 1970 en svínabúið skemur. Það stefnir í mikinn vöxt í svínarœktinni með kauþunum á Melum og Saltvík. Þetta er núverandi svínahús á Vallá. Nýtt svínasláturhús í byggingu t landi Saltvíkur sem Vallárfeðgar keyþtu í fyrra. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.