Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 20
FRÉTTASKYRING að er varla ofmælt að mörgum í viðskiptalífinu hafi brugð- ið svolítið þegar Morgunblaðið birti frétt á baksíðu þriðju- dagsmorguninn 1. ágúst sl. um að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips til 21 árs, hefði óskað að láta af störfum á haustmánuðum og að rætt væri um að Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri í Garðabæ, yrði næsti forstjóri félagsins. Stjórn Eimskips samþykkti síðan einróma tveimur dögum síðar að ráða Ingimund. í raun brá mönnum ekki svo við þau tíðindi að Hörður, sem er 62 ára, hefði ákveðið að hætta - þótt flestir teldu að hann yrði forstjóri þrjú til fjögur ár í viðbót, að minnsta kosti - heldur kom það á óvart að eftirmaður hans yrði maður sem nánast enga reynslu hefði af harðri samkeppni viðskiptalífsins. Þótt augljóst sé að viðskiptaásjóna Eimskips breytist við for- stjóraskiptin hafði tilkynningin um að Hörður, einhver virtasti og farsælasti stjórnandi landsins, væri að hætta engin áhrif á gengi hlutabréfa í félaginu. Með öðrum orðum; markaðurinn metur innra skipulag fyrirtækisins firnasterkt, stöðu þess afar trausta og að hinn nýi karl í brúnni muni forðast ævintýra- mennsku og hafa traust tök á stýrinu. Ingimundur, sem verður 49 ára hinn 24. september nk., hefur starfað sem bæjarstjóri í Garðabæ og á Akranesi í um átján ár með góðum árangri og er það fyrst og fremst á þessum tveimur vígstöðvum sem hann hefur skólast til sem stjórnandi. Síðustu tvö árin hefur hann bætt leiðtogahlutverki við í reynslusafn sitt því í sveitastjórnar- kosningunum vorið 1998 varð hann leiðtogi sjálfstæðismanna í Garðabæ og leiddi listann til sigurs. Stiórnandi eða leiðtogi? Svo mjög kom ráðning Ingimundar á óvart í viðskiptalífinu að halda má því fram að sárafáir, sem í skyndi hefðu verið beðnir um að geta sér til um eftirmann Harðar og hripa niður tíu til tuttugu nöfn, hefðu sett nafii hans á blað sem líklegan kandídat. En eftir á hefðu menn eflaust sagt við sjálfa sig að það hefðu þeir átt að gera. Ingimundur og Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskips, hafa unnið saman um árabil að stjórnun Garðabæjar, Ingimundur sem bæjarstjóri og Benedikt sem leiðtogi sjálfstæðismanna í bæn- um og forseti bæjarstjórnar. Það var undir forystu Benedikts sem Ingimundur var ráðinn bæjarstjóri í Garðabæ haustið 1987 en það starf var á sínum tíma auglýst. Og þegar Benedikt dró sig í hlé úr bæjarpólitíkinni í Garðabænum fyrir rúmum tveim- ur árum var það einmitt Ingimundur sem tók við af honum sem leiðtogi sjálfstæðismanna. Stjórn Eimskips er því að ráða til sín forstjóra sem stjórnarformaðurinn gjörþekkir og treyst- ir eftir að hafa unnið með honum að stjórnun tíl langs tíma. Þetta skiptír höfuðmáli við ráðninguna og veitír Ingimundi bæði sjálfstraust og byr í hinu nýja starfi. Eðlilegt er hins veg- ar að spyija sig að því hvort með ráðningu Ingimundar muni ekki mæða meira á Benedikt innan félagsins - í það minnsta fyrst um sinn. Ennfremur vaknar sú spurning hvort mynstrið og hefðin af samvinnu þeirra i Garðabæ muni ekki flytjast yfir til Eimskips; að Benedikt verði í raun leiðtoginn en Ingimund- ur stjórnandinn. Verði svo, er um veigamikla breytíngu að ræða þar sem Hörður hefur í senn verið forstjóri og ótvíræður leiðtogi félagsins undanfarna tvo áratugi. Hann tók við félaginu á erfiðum tímum þess og að öðrum ólöstuðum hefur hann gert Eimskip að því stórveldi í íslensku viðskiptalífi sem það er. Hann taldi hins vegar að sinn tími væri kominn og að tímabært væri að standa upp og rýma fyrir yngri manni sem héldi áfram að starfa af metnaði fyrir fyrirtækið. í viðtali við Morgunblaðið sagði Hörður: „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið á Hvernig forstjóri I veröur I hann? I Það kom flestum í vidskiptalífinu á óvart þegar tilkynnt var ab Ingimundur Sigur- pálsson, hagfrœðingur og bæjarstjóri í Garðabœ, yrði næsti forstjóri Eimskips. Eftír Jón G. Hauksson Mynd: Geir Ólafsson bráðavakt í rúma tvo áratugi. Þessu starfi lýkur aldrei, það end- urnýjar sig eilíflega því sífellt er verið að fitja upp á nýjungum. Fyrirtækið hefur breyst feikilega á þessu tímabili og viðfangs- efnin eru að mörgu leyti allt önnur en þegar ég byrjaði." Rólegur og yfirvegaður Þótt Ingimundur Sigurpálsson taki við góðu búi eru flestir þeirra forstjóra, sem Frjáls verslun hefur rætt við um forstjóraskiptin í Eimskip, á einu máli um að erfitt sé að taka við stýrinu af Herði, svo afgerandi stjórnandi hafi hann verið og samanburðurinn við hann muni alltaf liggja í loft- inu. Þetta sjónarmið gætí hins vegar reynst styrkur fyrir Ingi- mund, það gætí reynst honum góður jarðvegur til að skapa sér sinn eigin stíl og vaxa í starfi. Allra síst ættí Ingimundur að reyna að verða „nýr Hörður“ í starfi heldur fyrst og fremst að vera hann sjálfur - beita sínum eigin stíl. Þótt hann hafi litla sem enga reynslu af að starfa i hörðum heimi samkeppninnar hef- ur hann stýrt tveimur bæjarfélögum og hefur því ótvíræða reynslu sem stjórnandi. Hann er sagður rólegur og yfirvegað- ur stjórnandi, eiga auðvelt með mannleg samskiptí, og góður í gerð framkvæmda- og verkáætlana. Starfsmenn Eimskips búa yfir mikilli reynslu og mynstrið þar er afar skýrt, hinir mörgu millistjórnendur hjá félaginu vita hvaða ábyrgð þeir bera og til hvers er ætlast af þeim. Það verður meginverk Ingimundar að halda þessum hópi saman og ná upp mikilli virkni innan hans tíl að fá hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Styttri timi á toppnum Sú breyting hefur orðið á íslensku at- vinnulifi á undanförnum árum að forstjórar stórra og rótgróinna fyrirtækja eru ekki eins lengi í starfi og áður; tíminn á toppnum 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.