Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 26
FJflRMflL
Þekktir menn á meðal hluthafa
Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum Samherja-
maður, er foringi hóps fjárfesta sem er
annar tveggja stærstu hluthafa í Gildingu,
með hlut upp á 8,82%. Þorsteínn er í stjórn
Gildingar.
Guðmundur Kristjánsson er einn eigenda
Kristjáns Guðmundssonar hf. á Hellissandi
sem er í hópi fjárfesta sem á 7,05% hlut.
Guðmundur varð þekktur fyrir yfirtöku sína
á Básafelli á sl. ári. Hann situr í varastjórn
Gildingar.
#Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og aðal-
eigandi Byko, er í forystu fyrir hóp fjár-
festa sem á 2,82% hlut. Jón Helgi situr í
Elfar Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
Fiskimiða, er foringi hóps sem á 3% hlut.
»Hafliði Þórsson, útgerðarmaður í Kópavogi
og Sandgerði, er eigandi Isoport S.A. sem
á 2,12% hlut.
Júlíus Bjarnason, annartveggja bræðra
sem eru framkvæmdastjórar Stillingar.
Þeir bræður Júlíus, Bjarni Þórður, starfs-
maður Gildingar, og Stefán tengjast
Xapata S.A. sem á 3,14% hlut. Stefán situr í
stjórn Gildingar.
Össur Kristinsson, stoðtækjasérfræðingur
og aðaleigandi Össurar, er á meðal hlut-
hafa. Fyrirtæki hans, Mallard S.A., á 1,76%
hlut.
Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar. Óháði
fjárfestingarsjóðurinn hf. sem er
fjárfestingarfélag hans, föður hans, Sveins
R. Eyjólfssonar, og fleiri, á 4,23 % hlut í
Gildingu.
fólst hún í því að haft var samband við menn og fyrirtæki og
þeim boðin þátttaka. Það vekur athygli að ekki var kynnt fyrir
mönnum hvaða aðrir hluthafar væru komnir í hluthafahópinn
heldur gekk salan fyrst og fremst út á að kynna hugmyndina,
lykilstarfsmenn hjá fyrirtækinu og þátttöku þeirra sem hlut-
hafa í Gildingu. Lágmarksijárhæð var 50 milljónir króna. Þeg-
ar upp var staðið safnaðist hlutafé fyrir um 5,7 milljarða að
nafnverði sem gerði um 7,1 milljarð að söluverði. Það var meira
hlutafé en reiknað var með í upphafi þegar farið var af stað með
hugmyndina. Takið eftir að allir hluthafar - sem og starfsmenn
og stofnendur - greiða það sama fyrir hlutaféð, eða gengið 1,25.
Timi til breytinga eftir rúm 20 ár hjá Eimship Um það hvort
ekki hafi verið erfitt að yfirgefa starf framkvæmdastjóra fjár-
mála hjá Eimskip eftir farsælan feril þar í yfir tuttugu ár segir
Þórður að svo hafi ekki verið þótt auðvitað sé eftirsjá að mörg-
um góðum vinum og samstarfsmönnum innan félagsins eftir
svo langt samstarf. „En ég leit svo á að það hafi einfaldlega ver-
ið kominn tími til að breyta um starf og öðlast nýja reynslu eft-
ir að hafa unnið hjá sama fyrirtækinu í yfir tuttugu ár.“
Heimir Haraldsson, sem einnig á yfir tuttugu ára feril að baki
hjá sama fyrirtækinu, KPMG, segir sömuleiðis að þetta skref
hafi ekki reynst sér svo erfitt. „Fyrir nær tveimur árum fór ég
að bræða það með mér að hætta í endurskoðun og reyna eitt-
hvað annað. Raunar var ég orðinn staðráðinn í því að hætta. Það
hentaði mér því mjög vel þegar það var orðað við mig að koma
inn sem hluthafi í Gildingu og framkvæmdastjóri félagsins."
Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum Samherjamaður Tveir stærstu
hluthafarnir - með 8,82% eignarhlut hvor - eru Eignarhaldsfélag-
ið Eyrir ehf. og Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrum Samheijamað-
ur, ásamt nokkrum öðrum fjárfestum. Kristján Guðmundsson
hf. á Hellissandi, ásamt nokkrum öðrum ijárfestum, er þriðji
stærsti hluthafinn í félaginu með 7,05% hlut. Þá er Oháði ijár-
festingarsjóðurinn hf., ijárfestingarfélag Sveins R Eyjólfssonar,
Eyjólfs Sveinssonar og fleiri, með 4,23% hlut. Þá má sjá Elfar Að-
alsteinsson, iramkvæmdastjóra Fiskimiða, sem ásamt fleiri ijár-
festum er með 3,0% hlut. Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigandi
Byko, er ásamt fleirum með 2,82% hlut. Fyrirtækið Isoport S ,A,
sem er félag í eigu Hafliða Þórssonar, útgerðarmanns í Kópa-
vogi og Sandgerði, er með 2,12%. A meðal 22 stærstu hluthaf-
anna er einnig Össur Kristinsson, aðaleigandi Össurar hf.,
ásamt fyrirtækinu Mallard S.A, með 1,76% hlut.
Tengsl starismanna við hluthafahópinn En víkjum þá að þeim
fyrirtækjum sem eiga hlut í Gildingu og einstakir starfsmenn
félagsins og fjölskyldur þeirra tengjast. Feðgarnir, Þórður og
Árni Oddur, tengjast Eignarhaldsfélaginu Eyri sem er annar
tveggja stærstu hluthafanna, með 8,82% hlut. Heimir Haralds-
son á hlutafélagið Safn ehf. sem á 3,70% hlut. Bjarni Þórður
tengist Xapata SA sem á 3,14% en þetta er félag sem er m.a. í
eigu þeirra bræðra Bjarna Þórðar, Stefáns og Júlíusar Bjarna-
sona. Magnús Magnússon tengist Bergstöðum sf. sem á 2,03%
hlut í Gildingu. Andri Sveinsson og ijölskylda hans á 1,59%
hlut. Þess má geta að Andri er sonur Sveins Jónssonar, löggilts
endurskoðanda og fyrrverandi formanns KR.
Það vekur athygli við hluthafahópinn að þeir Þorsteinn Vil-
helmsson, Elfar Aðalsteinsson, Hafliði Þórsson og bræðurnir
Stefán og Júlíus Bjarnasynir komu allir að kaupunum á knatt-
spyrnufélaginu Stoke í Englandi sl. haust. Elfar situr í sljórn
26