Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.07.2000, Qupperneq 31
„Við reynum að höfða til þeirra þarfa sem einstaklingurinn hefur sem starfsmaður og þeirra þarfa sem hann hefur sem einstaklingur," segtr Martha sem hér er við tölvuna ásamt Hallgrími Thorsteinsson, ritstjóra og samstarfsmanni sínum. mynd: torg.is f ■ i ' m A i ™ wL 1 J m * f K vefsíðna, fréttavefja og leitarvéla hljóta margir að velta fyrir sér í hverju sérstaða torg.is felst. Martha segir hana einkum felast í tvennu. „Skilaboðamiðstöðin er nýjung því að enginn annar á íslandi býður notendum upp á aðgang að talhólfi og faxi auk hefðbundins tölvupósts. Þannig geta notendur farið úr hvaða tölvu sem er í heiminum í tölvupósthólfið á torg.is og sótt þangað skilaboð, hvort sem það eru símbréf, talhólfsskila- boð eða venjulegur tölvupóstur. Við erum einnig með mjög öflugt Leitartorg þar sem leiddar eru saman nokkrar helstu upplýsingaveitur landsins," segir hún. Samspil allra þeirra efn- isþátta sem eru á torg.is gera síðan vefsvæðið að sterkri heild. Sinna þörlum atvinnulífsins Sú kenning hefur verið á lofti að torg.is hafi verið stofnað til höfuðs strik.is en Martha seg- ir það af og frá. Hún bendir á að torg.is hafi verið stofnað í desember á síðasta ári en hugmyndin sé miklu eldri en það. Hún hafi komið upp snemma á síðasta ári og þá hafi verið unnin ítarleg viðskiptaáætlun. Síðan hafi verið hafist handa við að afla henni fylgis og fá hluthafa inn í fyrirtækið. í dag eru sjö hluthafar í fyrirtækinu: Landssíminn, Morgunblaðið, Flugleiðir, íslandsbanki, Landsbanki íslands, Sjóvá-Almennar og Búnaðarbankinn. Og viðtökurnar hafa verið frábærar - vel á ijórtánda þúsund manns hafa heimsótt svæðið. Hver not- andi staldrar við í um 25 mín. og skoðar að meðaltali um fimm síður. „Notendur hafa einnig verið ötulir að láta okkur vita hvað þeim finnst um vefinn. Þau ummæli eru mjög jákvæð og uppörvandi," segir Martha. „Netið er mjög fjölþættur miðill. Við höfum m.a. sett okk- ur það markmið að vaxa í áttina að atvinnulífinu og sinna þörf- um þeirra sem þar staria," segir Martha um framtíðarþróun- ina. „Til að byrja með höfum við áhuga á að skapa vettvang til að auðvelda viðskipti milli fyrirtækja innbyrðis og milli fyrir- tækja og neytenda. Við viljum reyna að sinna þörfum atvinnu- lífsins enn frekar, t.d. með því að auðvelda viðskipti milli fyr- irtækja s.s. með því að rafvæða innkaupaferlið og með því að miðla á rafrænan hátt margs konar viðskiptaskjölum eins og pöntunum og reikningum. Þetta er ekki búið að tímasetja en þessi skref munum við taka.“ - Er ekki erfitt að þjóna samtímis báðum herrum, bæði ein- staklingum og viðskiptalífi? „Nei. Við erum öll einstaklingar, hvort svo sem við erum í atvinnulífinu í daglegum störfum okkar eða ekki. Adaginn not- um við vefinn í viðskiptalegum erindagjörðum, t.d. til að fá upp- lýsingar um vísitölur og verðbréfatölur. Á kvöldin notum við hann í einkalífinu, t.d. þegar við viljum fylgjast með eignasafni okkar dag frá degi eða skipuleggja ferðalög. Við reynum að höfða til þeirra þarfa sem einstaklingurinn hefur sem starfs- maður og þeirra þarfa sem hann hefur sem einstaklingur." FrambOð á auglýsingum Markaðsvirði fyrirtækisins er erfitt að segja til um. Hlutaféð var 100 milljónir króna í upphafi og Martha reiknar með að virði þess hafi aukist. Veftorgið veitir þjónustuaðilum möguleika á að nálgast Netnotendur frá einu öflugu vefsvæði og segir hún að auglýsendur hafi strax tekið vefnum afar vel, svo vel að forráðamenn fyrirtækja hafi hringt og beðið um að fá að koma auglýsingum inn á torgið, þannig að tekjur séu þegar farnar að skila sér. „Þessir auglýsendur hafa ekki verið sviknir vegna þess að mjög mikil aðsókn hef- ur verið að torginu. Það hefur fyllilega verið peninganna virði að auglýsa á torg.is," segir Martha Eiríksdóttir að lokum. B9 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.