Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 32

Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 32
ATVINNUMENNSKA Líf umboðsmannsins er enginn dans á rósum því það kostar mikla vinnu, tíma og markaðssetningu að kynna knattspyrnumenn fyrir erlendum liðum þannig að skrifað verði undir samning. í þessum heimi gildir sú gullvæga regla að ekkert sé öruggt fyrr en búið er að undirrita og því miður fer það langoftast þannig að samningar takast ekki. Reynslan hefúr þó sýnt að stöðugt þok- ast í áttina. I dag leika um 50 Islendingar með erlendum knattspyrnuliðum, flestir í Noregi og Englandi, og útflutningurinn heldur enn áfram. Draumur ungra manna um að komast í atvinnumennsku í útlöndum er nefiiilega alls ekki óraun- hæfur eins og staðan er í dag. Markaðs- setning umboðsmannanna er farin að skila árangri og stöðugt yngri fara þeir utan, efnilegu knattspyrnumennirnir sem vita að þeir geta bætt sig heilmikið og lært af því að æfa allan ársins hring á grasvöllunum úti í heimi. Fjárhæðirnar hafa gjörbreyst Útrás ís- lenskra knattspyrnumanna hófst í meg- inatriðum fyrir Ijórum til fimm árum þegar tíu til tuttugu leikmenn fóru utan á afar skömmum tíma, í flestum tilfellum til Noregs. Flestir þeirra voru samnings- lausir við íslensku liðin og því var það verulegt áfall fyrir félögin, sem flest standa illa fjárhagslega, að missa svo marga leikmenn og það án þess að fá Afar mismunandi er hvaða upphæðir fara á milli liða, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Frjálsrar verslunar, og hafa upphæðirnar gjörbreyst síðustu árin. Fyr- ir þremur árum voru íslenskir knatt- spyrnumenn ekki hátt skrifaðir úti í heimi, með undantekningum þó, og þá var ekki óalgengt að greiddar væru tvær tíl sjö milljónir króna fyrir miðlungs leik- mann og að launin hans næmu 200 þús- undum króna á mánuði að lágmarki. Fjár- hæðirnar hafa hækkað verulega. í dag fá félagslið á Islandi 10-20 milljónir króna fyrir vænan landsliðsmann, sem smám saman eru greiddar út á samningstíman- um, og dæmi eru um að byrjunarverðið hafi verið mun hærra, samanber Marel Jóhann Baldvinsson sem seldur var til Stabæk frá Breiðabliki í sumar fyrir 3045 milljónir króna. Upphæðin ku vera háð því hve marga leiki hann spilar og er slíkt skilyrði algengt. Sú meginregla gildir al- mennt í þessum viðskiptum að góður sóknarmaður sé dýrari og þar með hærra launaður en varnarmaður og markmaður. Gera má ráð fyrir að eftirsóttustu íslensku leikmennirnir hafi sem nemur 60-80 millj- ónum króna í tekjur á ári. Verður að sanna sig „Kjörin eru mis- munandi. Góður leikmaður fer ekki fyrir minna en 400 þúsund krónur á mánuði í dag og oft eru tölurnar mun hærri,“ seg- ir einn heimildarmanna Fijálsrar versl- nokkra greiðslu fyrir. í dag er meirihluti knattspyrnumanna á samningi innan- lands og því þurfa erlendu liðin að opna pyngjuna ef þau hafa áhuga á að fá Is- lendinga til liðs við sig. Það er þó enginn leikur að fá áreiðanlegar upplýsingar um veltuna hérlendis eða kaup- og söluverð leikmanna, hvað þá mánaðarlaun knatt- spyrnumanna og umboðsmanna þeirra en ljóst er að hagsmunir þessara síðar- nefndu fara saman. Peningarnir byija víst áreiðanlega að streyma í sjóði leik- manna þegar erlendu liðin sjá hvernig kaupin ætla að reynast. Þetta er þó afar misjafnt eftir leikmönnum, liðum og löndum og engin ein regla í gildi. Gríðarlegir fjármunir liggja í boltanum og íslenskir knatt- spyrnumenn eru alltafað hœkka í verði. Nú síðast var Hermann Hreiðarsson seldur á 500 milljónir króna. Hverjir standa á bak við söluna og hvaða upphæð- ir er um að ræða? Frjáls verslun skoðaði málið. Eftir Guðrúnu Ilclgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson unar. „Það fer svolítið eftir söluverðinu líka. Því verðmætari sem leikmaðurinn er því betri eru kjörin. En menn safna ekki neinu í lífeyrissjóðinn í fyrsta samn- ingi því að erlenda liðið þekkir hann ekki nógu vel, það er aðeins tilbúið til að greiða ákveðna upphæð fyrir nokkurra ára samning. Ef leikmaðurinn stendur sig vel á þessum tíma eru yfirleitt allt aðrar tölur í spilinu þegar menn setjast að samningum næst.“ Þegar leikmaðurinn er búinn að sanna sig hækkar hann í mörgum tilfell- um í verði og byrjar að ganga kaupum og sölum milli erlendra liða. Þannig hafa til dæmis orðið tvær sögulegar hækkan- 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.