Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Page 53

Frjáls verslun - 01.07.2000, Page 53
Sigurður Arni Kjartansson, deildarstjóri í Seðlabankanum, fjallar hér um gjaldeyrismarkaðinn, markað sem velti 472 milljörðum Jyrstu sjö mánuði ársins. Þetta er dýþsti og virkasti markaður á íslandi. Millibankamarkaður með gjaldeyri hér á landi tók form- lega til starfa þann 28. mai 1993. Fyrir þann tíma hafði Seðlabankinn skráð gengi krónunnar einhliða út frá er- lendum gengishreyfingum sem fól í sér að engar breytingar urðu á verði erlendra gjaldmiðla vegna framboðs- og efdrspurn- araðstæðna hér á landi nema með formlegri ákvörðun stjórn- valda þar um. Með tilkomu millibankamarkaðar fór gengisskráning þannig fram að markaðsaðilar, sem auk Seðlabankans voru fjórir bankar, hittust á fundi í Seðlabankanum hvern við- skiptadag og var gengi krónunnar skráð út frá erlendum gengishreyfingum, síðustu vísitölu og þeim viðskiptum sem til var stofnað. Þrátt fyrir mikla kosti umfram fyrra fyrirkomu- lag fylgdu þessu kerfi ákveðnir annmarkar. Markaðurinn var ekki sýnilegur utan fundarins þar sem að engin viðskiptavakt var með erlendan gjaldeyri milli bankanna sjálfra og einnig að Seðlabankinn var í yfirgnæfandi tilfella aðili að viðskiptum. Þetta kemur vel fram ef skoðuð er mynd um heildarviðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri og aðild Seðlabankans að þeim á fyrstu árum þessa markaðar. Fyrstu ijögur ár milli- bankamarkaðar voru gjaldeyrisviðskipti nokkuð jöfn frá einu ári til annars og aðild Seðlabankans að viðskiptum var mikil og vaxandi fyrstu þrjú árin og eins voru sveiflur í gengis- skráningarvísitölu frekar litlar milli daga. Þar sem markaðurinn var ekki sýnilegur utan fundartímans miðlaði hann ekki upplýsingum milli aðila og veitti mönnum því ekki tækifæri til að notfæra sér markaðinn til viðskipta þegar tækifæri gáfust til. Breytingar á markaðsfyrirkomulaginu voru því aðkallandi og voru gerðar um mitt ár 1997. Viðskiptavakt á millibankamarkaði í júlí 1997 var tekin upp við- skiptavakt á millibankamarkaði með gjaldeyri og hafði hún í för með sér meiri framfarir og aukningu á fjölbreytileika gjaldeyr- istengdra ijármálaafurða en margan óraði fyrir. Reglur um milli- bankamarkaðinn og skyldur viðskiptavaka voru settar af Seðla- bankanum en unnar í samvinnu við markaðsaðila. Viðskiptavaktin felur m.a. í sér eftirfarandi: a) Viðskiptavakar eru skuldbundnir til að setja fram leiðbein- andi kaup- og sölutilboð fyrir Ijárhæð að lágmarki 1 milljón Bandaríkjadali. b) Viðskiptavakar eru skuldbundnir til að gefa upp tvíhliða bindandi verð við ósk um slíkt frá öðrum viðskiptavaka. c) Viðskiptavakar eru skuldbundnir til viðskipta hver við ann- an við ósk um slíkt. d) Akveðið hámarksbil er milli kaup- og söluverðs í tilboðum. e) Viðskiptavaki er skuldbundinn til viðskipta við Seðlabank- ann við ósk bankans um slíkt. Veltan var 2,6 sinnum íslensku fjárlögin Til að gefa einhverja mynd af því hversu mikil viðskiptin voru á þessum markaði á síðasta ári þá voru þau 2,6 sinnum meiri en fjárlög ríkisins það ár og rúmlega tvöföld heildarviðskipti á Verðbréfaþingi íslands sama ár. 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.