Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Page 60

Frjáls verslun - 01.07.2000, Page 60
TÖLVUKERFI Flóðgáttir opnast ASP, eða kerfisleiga, stundum nefnd hýsing, er lítt þekkt hug- tak hér á landi, enda hefur þetta þjónustuform lítið viðgengist í ís- lensku viðskiptalífi fram að þessu. Þetta er þó ekki glænýtt fýrirbrigði. Segja má að Skýrr og Reiknistofa bankanna hafi veitt þessa þjónustu í einhverri mynd frá árdögum tölvunn- ar, þegar banka- og ríkisstofnanir keyptu sér aðgang og öll kerfi voru keyrð miðlægt. Fyrst eftir að einka- tölvurnar komu á markaðinn sáu fyr- ASP, eða kerfisleiga, verður stöðugt algengari hjá fyrirtækjum sem sjá sér hag í því að leigja aðgang að tölvukerfum, búnaði ogþjónustu. Búist er við að flóðgáttir opnist þeg- ar framleiðendur leyfa leigu á hug- búnaði í haust. liftir Guðrúnu Hclgu Sifiuröardóttur Myndir: Geir Ólafsson. irtækin sjálf um sín tölvumál en eftir að Netið kom lil skjalanna, úrelding- artími varð hraðari, launakostnaður hækkaði, veltuhraði tölvumanna í fyrirtækjum jókst og aukin krafa varð um arðsemi varð sífellt erfiðara fyrir meðalstór fyrirtæki að halda úti slíkri starfsemi. Lausnin fólst í ASP og er það fýrirkomulag nú farið að ryðja sér til rúms. Markaðsrann- sóknir sýna að yfir helmingur fyrir- tækja í Bretlandi mun sækja þjón- ustu til ASP fyrirtækja á næstu 18 mánuðum. Samstarf við símafyrirtæki Verulegur áhugi er á og eftirvænting eftir þessu þjón- ustuformi og hafa nokkur stór fyrirtæki ým- ist stofnað þau ASP fyrirtæki sem fyrir eru á markaðinum eða keypt sig inn í þau. Þetta er ekki ódýrt. Stofnkostnaðurinn við ASP fyrirtæki skiptir hundruðum milljóna króna. Erlendis hefur tíðkast að símafyrir- tæki hafi gengið í bandalag með ASP fyrir- tækjum, enda eru fjarskiptamálin gríðar- lega mikilvæg í þessu samhengi. Dæmi um slíkt bræðralag er Alit ehf. en Landssíminn kom nýlega inn í það fyrirtæki ásamt Talentu-Hátækni og er verið að breyta fyrir- tækinu í hlutafélag. Þá er Hýsing hf. dæmi um nýstofnað fyrirtæki, sem einnig er í samvinnu við símafyrirtæki. Fyrirtækið er í eigu EJS og Islandssíma en verður opnað fleirum. En hvað er ASP eiginlega? Alhliða kerfis- leiga, eða „Applications Service Providers", eins og það útleggst á enskunni, er hugtak yfir þjónustufyrirtæki sem veitir samnings- bundna þjónustu gegn mánaðarlegu þjón- ustugjaldi á hýsingu, umsýslu og rekstri á hugbúnaði og vélbúnaði fyrir viðskiptavini frá miðlægu tölvuumhverfi og ábyrgist uppitíma, svartíma og öryggi. Útstöðvar Jónatan S. Svavarsson, framkvœmdastjóri Hýsing- ar hf. Fyrirtœkið mun nota bankahvelfingu í kjall- ara hússins undir vélasal en Jónatan leggur einmitt áherslu á öryggismálin og lítur svo á að þau séu hornsteinninn að því trúnaðarsambandi sem eigi að ríkja milli ASP jyrirtœkisins og við- skiþtavinarins.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.