Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 7

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 7
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Leiðtogafundur um upplýsingasamfélagið 2003 world summit on the information society Geneva 2003 - Tunis 2005 Fyrsti Leiðtogafundurinn um upplýsingasamfélagið var haldinn í Genf í Sviss dagana 10. til 12. desember síðastliðinn, sbr. síðasta hefti Fregna (3/2003, bls. 8-10). Mark- miðið með leiðtogafundunum er m.a. þróa sameiginlegan skilning á upplýsingasam- félaginu og þeirri byltingu sem orðið hefur í upplýsingatækni. IFLA, Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana, beitti sér fýrir mikilli vakn- ingu í bókasafnaheiminum til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í upplýsinga- samfélaginu og auka vægi þeirra í samþykktum fundarins. Að mati IFLA náðist tölvu- verður árangur þannig að bókasöfnum var gerð betri skil í lokaskjölunum en í upphaf- legri útgáfu þeirra. IFLA var með sérstaka dagsrá um bókasafns- og upplýsingamál á fundinum en mörg dagskráratriði tengd efni fundarins voru í boði og auk þess var um- fangsmikil vöru- og þjónustusýning. Eins og fram kemur í síðasta hefti Fregna voru haldnar allmargar undirbúningsráðstefnur (PrepCom) fyrir leiðtogafundinn. Sameinuðu þjóðimar (SÞ) og Alþjóða fjarskiptasambandið ásamt ríkisstjóm Sviss undirbjuggu fundinn sem um 10.000 manns frá 191 landi sóttu. I þeim hópi vom 44 þjóðarleiðtogar ásamt fjölda ráðherra, forstjóra tæknifyrirtækja og alþjóðasamtaka auk ýmissa aðila frá frjálsum félagasamtökum. Eftir mörg inngangserindi, m.a. ávarp Kofi Annans aðalritara SÞ, héldu fulltrúar frá öllum þátttökuþjóðum um fimm mínútna framsöguerindi þar sem þeir komu á framfæri áhersluatriðum landa sinna á sviði upp- lýsingatækni og upplýsingamála. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, sótti fundinn fyrir íslands hönd ásamt ís- lenskri sendinefnd. í endanlegri sendinefnd Islands vom eftirtaldir aðilar (í stafrófs- röð) auk menntamálaráðherra: Amór Guðmundsson þróunarstjóri, menntamálaráðuneyti Borgar Einarsson aðstoðarmaður menntamálráðherra Bryndís Kjartansdóttir utanríkisráðuneyti Guðbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri, forsætisráðuneyti Hrafnkell V. Gíslason forstjóri, Póst og fjarskiptastofnun Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr hf. Ingibjörg Davíðsdóttir sendiráðsritari hjá fastanefnd íslands í Genf Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, fastanefnd íslands í Genf Svana Helen Bjömsdóttir framkvæmdastjóri, Stiki ehf. Sveinn Einarsson ráðunautur, menntamálaráðuneyti Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður, Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða Miklar öryggisráðstafanir vom í sambandi við fundinn. Þyrlur vöktuðu borgina og þátttakendur þurftu að sýna rafrænt nafnspjald í hvert skipti sem þeir komu inn á ráðstefnusvæðið og handtöskur og yfírhafnir vom gegnumlýstar. Mjög faglega var staðið af undirbúningi af hendi íslensku stjómsýslunnar og gaman að fylgjast með hve vel var að verki staðið. Hverju landi var úthlutað tiltekið magn skírteina í aðalfundar- salinn og skipust íslensku þáttakendumir á um að vera þar en dagskránni þar var sjón- varpað í annan sal og var sýnileg á göngum ráðstefnumiðstöðvarinnar. Vel var gert við íslensku sendinefndina sem m.a. var boðið til sendiherrans í Genf og í kynninsferð 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Iliuutsit: