Fregnir - 01.03.2004, Page 13
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
kerfin? Upplýsingar sem eiga sér stað í einu kerfi komast hvergi fyrir í öðru. í sam-
eiginlegu bókasafnskerfi bætist þriðji þátturinn við, þ.e.a.s. sameining upplýsinganna.
Það hefur til dæmis reynst þrautin þyngri að sameina einn og sama bókfræðititilinn,
annarsvegar úr Gegni og hinsvegar úr Feng og það sama rná segja um lánþegana. Hér
á eftir langar mig að segja lítillega frá lánþegaskírteinum í sameiginlegu bókasafns-
kerfi.
Þjóðskráin
Það má segja að lánþegaskírteinin endurspegli hvað best samruna tveggja kerfa og
margra bókasafna í eitt kerfi. Ein af grunnhugmyndum um eitt bókasafnskerfi fýrir öll
söfn landsins var að útrýma tví/margverknaði bæði varðandi skráningu lánþega- og
bókfræðiupplýsinga. Gengið var út frá því að allir landsmenn væru lánþegar bóka-
safnanna og því lægi þjóðskráin til grundvallar. Tæknileg vandamál hafa hingað til
komið í veg fýrir að hægt sé að hlaða þjóðskránni inn í bókasafnkerfið en nú eru þau
vandamál úr sögunni. Þjóðskráin mun því verða aðgengileg í Gegni fljótlega.
Hvað þýðir sameiginleg skráning lánþega?
Sameiginleg skráning lánþega felur í sér að lánþegar / einstaklingar eru fyrst og fremst
skráðir á kennitölu. Hver einstaklingur getur verið lánþegi í mörgum söfnum. í dag
eru flestir lánþegar með sérstakt skírteini í þeim söfnum sem þeir eru virkir í. Skír-
teinisnúmer er strikamerki sem tengt er við lánþegann. Hver einstaklingur er því með
mörg skírteini í jafn mörgum söfnum.
I Gegni er hver einstaklingur hinsvegar skráður einu sinni á kennitölu. Við yfir-
færslu lánþega bæði úr gamla Gegni og Feng var eitt skírteinisnúmer / strikamerki
flutt ffá hverjum einstaklingi í lánþegaskrá Gegnis. Þetta þýðir að einungis eitt skír-
teinisnúmer er í kerfinu, sjá mynd.
Hvaða bókasafn eða lánþegaskírteini er ríkjandi?
Yfirfærsla lánþega stjómar því hvaða númer flyst yfir í nýja Gegni. í raun gildir hvaða
safn skráði lánþegann fýrst. Goggunarröðin er eftirfarandi:
1. Gömlu Gegnissöfnin
1.1. Það safn sem skráði einstaklinginn fyrst af gömlu Gegnissöfnunum
2. Einstaklingar sem vom skráðir í nýja Gegni, frá 19. maí 2003
3. Fengssöfnin
3.1. Það safn sem skráði einstaklingin fyrst af Fengssöfnunum
Af þessu er ljóst að ekki er hægt að treysta á gömlu lánþegaskírteinin í Gegni. Hend-
ing ein ræður hvort lánþeganúmer einstaks safns sé gilt. Þumalputtareglan er að nota
29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 13