Fregnir - 01.03.2004, Page 15

Fregnir - 01.03.2004, Page 15
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Féiags bókasafns- og upplýsingafrœða Ráðstefnur Vorráðstefna NVBF á íslandi 7.-8. júní er nú nær fullmótuð og voru stjómarmenn ánægðir með dagskrá og skipulag allt. Áætlaðri ráðstefnu í Finnlandi haustið 2004 var aflýst en væntanlega verður ráð- stefna þar vorið 2005. Samþykkt var að reyna að koma af stað röð árlegra ráðstefna um mismunandi efni, þar sem sama þemað er tekið fyrir á vissu árabili, t.d. 2-4ra ára fresti þannig að ein ráðstefna yrði á ári á vegum NVBF. Var í því sambandi vísað til millisafnalánaráðstefnanna sem haldnar em annað hvert ár og hafa verið mjög vin- sælar. Þær ráðstefnur yrðu eftir sem áður óbreyttar þannig að tvær ráðstefnur yrðu á vegum NVBF annað hvert ár. Mörg efni bar á góma. Ekki var tekin ákvörðun þar um en stjómir aðildarfélaga NVBF hvattar til þess að koma með tillögur. Sjötta millisafnalánaráðstefna NVBF verður í Þrándheimi í Noregi 30. sept.- 2. október 2004. Dagskrá ráðstefnunnar er enn í mótun en verður fljótlega sett á vefsetur NVBF. Kynningarmál Á stjómarfundi haustið 2003 var þeim tilmælum beint til stjómarfulltrúa að gera átak í að kynna NVBF. í Noregi er nýútskrifuðum bókasafnsfræðingum nú sent bréf með upplýsingum um NVBF. Á íslandi kynnti Þórhildur S. Sigurðardóttir NVBF á ráð- stefnu Upplýsingar um norrænt samstarf hinn 5. febrúar síðastliðinn (erindi Þórhildar birtist á öðmm stað í þessu blaði). Einnig hafa tíðar ráðstefnur NVBF hérlendis und- anfarin ár vakið athygli, bæði innanlands og á hinum Norðurlöndunum. Islensku fulltrúamir töldu því NVBF vel kynnt hér á Fróni. Námsferð Námsferð á vegum NVBF verður farin til Ottawa, Kanada og á ráðstefnu í Cincinatti, Ohio í Bandaríkjunum 2/3.-15. nóvember 2004. Efnið er, eins og segir á vefsetri NVBF: New developments in Virtual Reference med deltagelse i konferencen „ Virtual Reference Desk“. Unnið er að undirbúningi dagskrár og verður hún birt á vefsetri NVBF strax og hún er tilbúin. Poul Erlandsen skipuleggur ferðina og verður farar- stjóri. Hann var fararstjóri í námsferð til Singapore og Ástralíu haustið 2003 og fékk sú ferð góða dóma þátttakenda. Ferðastyrkir NVBF Auglýst eftir styrkumsóknum fyrir árið 2005. Einn styrkur (7.000 NOK) fer til hvers Norðurlandanna. Umsóknir þurfa að hafa borist til Poul Erlandsen íyrir 20. september 2004. Ferðastyrkjum NVBF fyrir árið 2004 var úthlutað haustið 2003 eins og greint var frá í nóvemberhefti Fregna. Islenski styrkþeginn mun fara til Lundar og Kaupmanna- hafnar í maí 2004. Þeim sem vilja fræðast meira um styrkina er bent á að lesa skýrslur styrkþega á vefsetri NVBF. Annað Ákveðið var að veita ekki veforðu fyrir bestu vefsíðu bókasafns árið 2004. Ástæðan er mikil vinna við val milli afar ólíkra bókasafna, bæði að stærð og gerð. Einnig var ákveðið, að tillögu Dana, að NVBF segði sig úr IFLA þar sem aðildarfélög NVFB em öll aðilar að þeim samtökum. Vefsetur NVBF er - http://www.dpb.dpu.dk/nvbf/nvbf.html - og þar er að fínna fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi NVBF, ráðstefnur, ferðir o.fl. Guðrun Pálsdóttir 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 15

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Actions: